Fréttablaðið - 13.04.2010, Qupperneq 41
ÞRIÐJUDAGUR 13. apríl 2010 33
Mickey Rourke er ekki eins
og fólk er flest. Hann er
mikill dýravinur og var víst
nánast óhuggandi eftir að
hundurinn hans Loki drapst
í fyrra.
Rourke kom meðleikur-
um sínum í Iron Man 2 á
óvart þegar hann var að
búa sig undir tilfinninga-
lega erfiða töku. Leikar-
inn dró upp mynd af Loka
til að ná fram réttu hughrifun-
um. „Hann hélt á myndunum
og varð nánast á einu auga-
bragði ákaflega sorgmæddur.
Þetta var alveg ótrúlegt. Ég
hef aldrei séð neitt þessu
líkt. Við skemmtum
okkur samt konung-
lega saman og við
vorum mjög heppin
að hafa fengið hann
til liðs við okkur,“
s a g ð i Ro b er t
Downey Jr. þegar
hann var beðinn
um að útskýra
þessa hegðun mót-
leikara síns.
Mjúkur Mickey
SAKNAR LOKA Rourke
nær fram sínum einstaka
sorgarsvip með því að
hugsa um Loka, hundinn
sem hann missti í fyrra.
Leikkonan Elizabeth Taylor er
trúlofuð samkvæmt fréttum
bandarískra miðla. Hinn heppni
heitir Jason Winters og starfar
sem umboðsmaður í Hollywood.
Engin dagsetning hefur verið
ákveðin fyrir brúðkaupið en það
myndi verða níunda hjónaband
Taylors.
„Það er ekkert leyndarmál að
þau hafa lengi verið saman og
eru ástfangin. Það kemur því
ekki á óvart að þau hafi opinber-
að trúlofun sína. Núna halda þau
þessu þó bara fyrir sig,“ segir
heimildarmaður US Magazine.
Jason Winters, sem er 49 ára,
gerðist nýlega umboðsmaður
Janet Jackson. Hann yrði átt-
undi eiginmaður hinnar 78 ára
gömlu Liz Taylor þar sem hún
giftist Richard Burton tvisvar.
Þau skötuhjúin kynntust í gegn-
um poppstjörnuna Michael Jack-
son og hafa verið vinir um langt
árabil. Nú hefur Amor greini-
lega skotið örvum sínum í hjörtu
þeirra. Liz Taylor hefur verið
einhleyp síðan hún skildi við
Larry Fortensky árið 1996.
Níunda hjónaband Liz Taylor
HAMINGJUSÖM Liz Taylor og Jason
Winters eru trúlofuð.
NORDICPHOTOS/GETTY
Leikarinn Jim Carrey kom sér í
þó nokkur vandræði þegar hann
ákvað að tjá sig um framhjáhald
Tigers Woods á samskiptasíðunni
Twitter. Fjöldi fólks brást illa við
þegar Carrey sagði að Elin Nord-
gren, eiginkona Woods, hljóti
að hafa vitað um framhjáhald
kylfingsins.
„Engin eiginkona er það blind
að þetta hafi getað farið fram hjá
henni. Hún hlýtur að hafa verið
viljugur þátttakandi í
þessari rússíbanareið,
sama hver ástæðan
fyrir því hefur verið,“
skrifaði Carrey á síðu
sína. Eftir að fjöldi
fólks skammaði
leikarann fyrir
ummælin reyndi
hann að slá á
léttari strengi
og skrifaði:
„Þið viljið þá
væntanlega
ekki ræða
um Söndru
Bullock.“
Carrey tjáir
sig um Tiger
SAKLAUST GRÍN?
Jim Carrey vakti
hörð viðbrögð
þegar hann tjáði
sig um eiginkonu
Tigers Woods á
Twitter.
Furðufuglinn Courtney Love er
mikið fyrir að tjá skoðanir sínar
á alheimsvefnum og nú nýlega
nýtti hún tæknina til að tjá söng-
konunni Jessicu Simpson aðdáun
sína. „Ég vona að ég sé ekki að
segja neitt heimskulegt, en mér
finnst þú kynþokkafull og hef
ávallt talið þig vera duglega
söngkonu sem á betra skilið. En
af hverju tyggur þú stanslaust
nikótíntyggjó, þú sem hefur
aldrei reykt?“ Það kemur líklega
fáum á óvart að Simpson hefur
ekki svarað spurningu Love á
Netinu.
Jessica svarar
ekki Love
SVARAR EKKI Jessica Simpson hefur
ekki svarað undarlegum spurningum
tónlistarkonunnar Courtney Love.
NORDICPHOTOS/GETTY