Fréttablaðið - 13.04.2010, Síða 46
38 13. apríl 2010 ÞRIÐJUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. ullarband, 6. frá, 8. tæki, 9. meðal,
11. 950, 12. kompa, 14. tárfelldu, 16.
vörumerki, 17. persónufornafn, 18.
ennþá, 20. mun, 21. málmhúða.
LÓÐRÉTT
1. steintegund, 3. pot, 4. stjórnmál, 5.
angan, 7. felustaður, 10. fjór, 13. and-
lit, 15. yndi, 16. bekkur, 19. ónefndur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lopi, 6. af, 8. tól, 9. lyf, 11.
lm, 12. klefi, 14. grétu, 16. ss, 17. sín,
18. enn, 20. ku, 21. tina.
LÓÐRÉTT: 1. talk, 3. ot, 4. pólitík,
5. ilm, 7. fylgsni, 10. fer, 13. fés, 15.
unun, 16. set, 19. nn.
„Við Halla erum búin að vera góðir vinir lengi og
höfum þekkst í langan tíma,“ segir Ásgeir Kolbeins-
son athafnamaður en söng- og leikkonan Halla Vil-
hjálmsdóttir var ein þeirra sem heiðruðu Ásgeir og
félaga hans þegar Austur steikhús var opnað í Aust-
urstræti um helgina. Nærvera Höllu vakti nokkra
athygli enda sjaldséð hér á Íslandi því hún býr í Sví-
þjóð. Ásgeir var ánægður með opnun nýja staðar-
ins og sagði hana hafa gengið vonum framar. „Þetta
heppnaðist gríðarlega vel og ætli það hafi ekki 250
manns kíkt til okkar á föstudagskvöldið.“
Halla kom til landsins fyrir páska. „Ég gerði
þetta líka í fyrrasumar, var þá hér í sex vikur og tók
mér smá frí frá Svíþjóð,“ segir Halla en hún býst
við að vera ögn lengur á landinu núna, jafnvel út
sumarið. „Ég ætla að gá hvort það sé ekki eitthvað
að hafa hérna. Svo erum við pabbi að vinna að plöt-
unni minni og það er margt gott sem er að koma
út úr því,“ segir Halla en bætir því við að enginn
ákveðinn útgáfudagur hafi verið negldur niður. - fgg
Halla og Ásgeir saman á Austur
Á AUSTUR Halla og Ásgeir Kolbeins hafa verið vinir lengi en
hér eru þau ásamt Viðari Þorlákssyni við opnun steikhússins
Austur. FRÉTTALBLAÐIÐ/VILHELM
Danski leikarinn Nicolas Bro fer á
kostum í hlutverki dómsmálaráð-
herrans Thomas Buch í dönsku
sakamálaþáttunum Forbrydelsen,
eða Glæpnum, sem sýndir eru á
sunnudagskvöldum á RÚV. Bro
er íslenskum kvikmyndaáhuga-
mönnum að góðu kunnur fyrir leik
sinn í Dags Kára-myndinni Voks-
ne Mennesker en hann lék einn-
ig lítið hlutverk í síðustu mynd
íslenska leikstjórans, The Good
Heart. Bro viðurkennir að hann sé
einlægur aðdáandi Dags. „Ég bíð
bara eftir því að hann hringi í mig
og biðji mig um að leika í næstu
mynd hans. Mér væri alveg sama
hversu stórt hlutverk það væri, ég
myndi taka því,“ segir Bro í sam-
tali við Fréttablaðið.
Bro þykir takast einstaklega
vel upp sem dómsmálaráðherr-
ann Buch í Glæpnum II. Bro sjálf-
ur segir þennan sérkennilega
stjórnmálamann fyrst og fremst
vera hugarfóstur handritshöfund-
anna þótt vissulega sé eitthvað af
honum sjálfum í þessari skraut-
legu persónu. Sjálfur hafi hann
viljað að Buch væri gamaldsdags
stjórnmálamaður með hugsjónir.
„Maður saknar svoleiðis manna,
stjórnmálamanna sem vinna eftir
eigin sannfæringu og eru reiðu-
búnir að vera mennskir og viður-
kenna mistök sín. Ameríkuvæð-
ing stjórnmálanna, allavega hérna
í Danmörku, hefur ekki haft góð
áhrif,“ segir Nicolas.
Önnur þáttaröð af Glæpnum sló
eftirminnilega í gegn í Danmörku
á sínum tíma og hefur notið tölu-
verðra vinsælda hér á landi. Bro
segist ekki hafa neina einfalda
skýringu á því af hverju þættirnir
hafi náð svona mikilli hylli meðal
sjónvarpsáhorfenda. „Kannski er
það þessi myrki undirtónn og að
þættirnir eru ekki uppfullir af
einhverjum klisjum. Það er ekki
mikil sápa í þessum þáttum held-
ur fjalla þeir bara um venjulegt
fólk sem er að vinna sína vinnu,“
segir Bro. Framleiðendur þáttanna
NICOLAS BRO: ER EINLÆGUR AÐDÁANDI DAGS KÁRA PÉTURSSONAR
Íslandsvinurinn sem fer
á kostum í Forbrydelsen
FRÁBÆR Í
FORBRYDELSEN
Danski leikarinn Nicolas Bro fer á
kostum sem dómsmálaráðherrann
Thomas Buch í spennuþáttaröð-
inni Glæpnum sem sýnd er á
sunnudagskvöldum á RÚV. Bro
segist vera einlægur aðdáandi
íslenska leikstjórans Dags Kára
og myndi ekki hugsa sig tvisvar
um ef Dagur hringdi og bæði
hann um að leika í mynd eftir sig.
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Ég er búin að vera að hlusta
svolítið mikið á hitt og þetta
undanfarið. Mest hef ég hlustað
á Dj Major Lazer og lagið Pon
de Floor.“
Rebekka Bryndís Björnsdóttir, tónlistar-
kona í hljómsveitinni Hjaltalín.
Það styttist enn frekar í
sýningar á Bachelorette-
þáttaröðinni þar sem
Ísland kemur tölu-
vert við sögu enda
kom piparmeyj-
an Ali Fedotow-
sky hingað til
lands ásamt
níu heppnum
piparsveinum.
Samkvæmt
heimildum
Fréttablaðs-
ins var Eyþór
Guðjónsson víst
einn af þeim sem
sinntu tökuliðinu.
Eyþór og Mike Fleiss,
framleiðandi þáttanna, eru miklir
vinir eftir Hostel-ævintýri Eyþórs
sem Fleiss framleiddi.
Og ögn meira af Bachel-
orette því Skjár einn
mun sýna umrædda
þáttaröð með Ali í
aðalhlutverkinu.
Kristjana Thors
Brynjólfsdóttir,
dagskrárstjóri
stöðvarinn-
ar, segir þó
ekki vitað
hvenær
þáttaröðin
verður á dag-
skrá, íslenskum
áhorfendum verði
þó eitthvað örlítið
seinna sinnt en þeim
amerísku.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Mort-
hens fagnar sem kunnugt er þrjátíu
ára starfsafmæli sínu og
hyggst halda í mikla tón-
leikareisu um landið af
því tilefni. Frítt verður
inn á tónleikana
en Stöð 2 hyggst
fylgja kóngin-
um eftir og
taka upp
nokkra tón-
leika með
honum
sem síðan
verður
skeytt inn
í þrjá þætti
um líf og starf
Bubba. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Myndir ljósmyndarans Sigursteins
Baldurs sonar, eða Steina fjalls eins og
hann kallar sig, af eldstöðvunum við
Fimmvörðuháls hafa birst í heimsfjölmiðl-
um á borð við CNN og The Guardian auk
fjölda dagblaða í Kína, Indlandi og víðar.
Sigursteinn hefur unnið að uppsetningu
ferðavefsins Planeticeland undanfarin ár
en þar geta áhugasamir ferðast um landið
með því að skoða myndir sem teknar eru á
fimmtán kílómetra fresti og sýna landslag
og staði í 360 gráða vinkli. „Þetta er einn
stærsti sýndarveruleiki í heimi og þarna
getur fólk upplifað það að ferðast um land-
ið á Netinu. Við neyðumst þó til að hætta
með vefinn innan skamms því hvergi er
fjármagn að finna. Í staðinn mun ég leggja
aukna áherslu á landslagsmyndir auk þess
sem ég er farinn að leggja drög að verk-
efni sem ég nefni Waiting For Katla,“
útskýrir Sigursteinn sem hyggst koma
um tuttugu myndavélum fyrir á ýmsum
stöðum í kringum Kötlu. Vélarnar munu
taka myndir á tuttugu mínútna fresti og
því ætti að nást mynd af gosinu ef af því
verður. „Mig langar að mynda Suðurlandið
og svæðið í kringum jökulinn því gera
má ráð fyrir því að þetta landsvæði verði
fyrir miklum breytingum á næstunni.
Mig langar með þessum hætti að búa til
minnismerki um þá atburði sem hafa átt
sér stað.“
Áhugasömum er bent á aðdáendasíðu
Steina Fjalls á Facebook. - sm
Selur gosmyndir sínar um allan heim
MYNDAR KÖTLU Sigursteinn Baldursson ljósmyndari hyggst
vakta Kötlu og ná þannig myndum af Kötlugosi verði það að
veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
hafa einnig gert mikið úr verklag-
inu við gerð þáttanna, leikarar fá
til að mynda að vita sem minnst
um framvinduna. „Ég veit samt
ekki alveg hvort það hafi skipt
einhverju máli fyrir mann sjálfan.
Og þó, þetta hafði kannski einhver
áhrif á stemninguna á tökustað en
ég veit ekki hvort það komst til
skila, það getur vel verið.“
Bro hefur komið nokkrum
sinnum til Íslands, meðal annars
í tengslum við tökurnar á The
Good Heart. Hann segist elska
land og þjóð og man sérstaklega
eftir útreiðartúr sem hann fór í
ásamt fríðum flokki Íslendinga.
„Ég var mjög lélegur knapi,“
segir Bro og skellihlær.
freyrgigja@frettabladid.is
HAFNARFJARÐARKIRKJA.IS
SÍÐASTA HJÓNANÁMSKEIÐIÐ
Vegna fjölmargra áskorana verður bætt við auka hjóna og sambúðarnám-
skeiði í Hafnarfjarðarkirkju 9. og 10. maí næstkomandi.
Leiðbeinandi er sem fyrr sr.Þóhallur Heimisson.
Á námskeiðunum er nú lögð sérstök áhersla á hvernig hægt er að styrkja
innviði fjölskyldunnar og samband hjóna á þeim erfi ðu tímum sem
ganga yfi r land og þjóð.
Skráning fer fram á thorhallur33@gmail.com.
Nánari upplýsingar um námskeiðin er að fi nna
á hafnarfjardarkirkja.is
Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að.
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín