Fréttablaðið - 17.04.2010, Síða 16

Fréttablaðið - 17.04.2010, Síða 16
16 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Xxxxxxx Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Werners- syni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfu- hafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Stein- grími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skulda- stöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leit- að til Glitnis um fjárhagslega fyrir- greiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjafram- leiðslu og fasteignarekstri. Mile- stone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörð- um króna. Milestone átti sömuleið- is 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtæk- inu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmt- án milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð millj- ónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingar- bankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum trygg- ingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndar- innar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengd- ur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einka- hlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lána- nefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 millj- ónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 millj- arða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. jonab@frettabladid.is KARL WERNERSSON Stjórnarformaður Milestone var umsvifamikill í íslensku efna- hagslífi fram að hruni. Tryggingafélagið Sjóvá var í fjárhagslegri rúst eftir aðkomu Karls og tengdra aðila að því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum Fjárfestingarfélag þeirra Karls og Steingríms Wernerssona var stofnað fyrir rétt rúmum 22 árum og hét í fyrstu Áman-Deiglan. Ingunn systir þeirra átti jafnframt hlut í félaginu á þessum árum. Sex árum síðar eignaðist fyrirtækið Apótek Austurbæjar, Vesturbæjarapótek og fleiri félög og tók þá upp nafnið Milestone. Á vordögum 2005 keypti félagið tæpan sjötíu prósenta hlut í trygg- ingafélaginu Sjóvá og hlut í Íslandsbanka í ágúst sama ár. Kaupverð hlutarins nam 7,9 milljörðum króna. Félagið átti jafnframt hlut í Actavis. Í maí 2006 keypti Milestone svo afganginn af Sjóvá sem verið hafði í eigu Glitnis. Á sama tíma og salan á Sjóvá fór í gegn átti Milestone 20 prósenta hlut í bankanum. Milestone stofnaði síðar fjárfestingarbankann Askar Capital, sem var stórtækur í fasteignatengdum verkefnum á Indlandi og í Asíu. Undir hann heyrði meðal annars fjármögnunarfyrirtækið Avant. Ofan á allt saman keypti Milestone sænska bankann Invik, endurskipulagði rekstur hans og setti undir fjármálafyrirtækið Moderna Finance. Undir það voru settar eignir Milestone, svo sem Sjóvá og Askar Capital. Skilanefnd Glitnis tók yfir flestar eigur Milestone í mars í fyrra og hefur selt helstu erlendar eigur þess. Í júlí 2009 gerði embætti sérstaks saksóknara húsleit í höfuðstöðvum Milestone og Sjóvár. Rannsóknin sneri að meintu fjármálamisferli sem tengdist fjárfestingarstarfsemi Sjóvár, meðal annars sem sneri að misnotkun á bótasjóði tryggingafélagsins. Í sjóðinn vantaði tíu milljarða króna svo eiginfjárhlutfall hans gæti talist jákvætt. Í kjölfarið hætti Þór Sigfússon störfum sem forstjóri. Milestone í hnotskurn Banki Janúar 2007 Október 2008 Breyting Landsbankinn 17,5 14,7 -16% Kaupþing 0,0 0,0 0% Glitnir 28,9 65,9 128% Straumur 14,3 5,2 -63% Spron 0,0 0,0 0% Sparisjóðabankinn 0,6 5,7 896% Samtals 61,2 91,5 49% (Samtals í milljónum evra) 647,3 628,7 -3% Tengd félög: Amarel, Askar Capital, Avant, Áman - Deiglan, Crawley, DAC, Ecchinswell, Faxar, Fjárfestingarfélagið Máttur, FS6 ehf, Gleraugnaverslunin í Mjódd, auglýsingastofan Gott fólk, Hljóðfærahúsið, Karl Emil Wernersson, Kcaj, L&H Optik, Legacy Holding, Lyf og heilsa, Milestone, Moderna Finance, Nordic Pharma Inv., Randolph International Ltd, 34 ehf, SJ- Fasteignir, Sjóvá-Almennar tryggingar, Unisport A/S, Þáttur International ehf. * Upphæðir í milljörðum króna. Áhættuskuldbindingar Milestone og tengdra félaga* Milestone Avant Sjóvá- Almennar tryggingar Fjárfest- ingafélagið Máttur Rákungur Földungur Önnur félög Svartháfur 600 500 400 300 200 100 0 Heildarútlán stóru bankanna þriggja til tengdra aðila M. evra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.