Fréttablaðið - 17.04.2010, Side 72

Fréttablaðið - 17.04.2010, Side 72
36 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR Fyrsta vika Daggar Hjaltalín í starfi verslunarstjóra Máls og menningar við Laugaveg var heldur betur viðburðarík. Meðal ann- ars var nóg að gera við að sinna þörfum þess fjölda sem leit við í bókabúðinni til að ná sér í eintak af skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis. Nýfædd dóttir Daggar virðist kunna vel við bókabúðina sem annað heimili þeirra mæðgna og svaf ljúfum svefni í vagninum á meðan mamma hennar sinnti nýja starfinu. Bókabúðin annað heimili MYNDBROT ÚR DEGI Miðvikudagurinn 14. apríl l Myndir úr fjölskyldumyndavélinni 1 Sú nýjasta í fjölskyldunni, sem hefur ekki enn þá fengið nafn, unir sér vel ein í vagninum eða á leik-teppi meðan ég elda mér hafragrautinn á morgnana. Næsta stopp hjá henni er svo leikteppið meðan ég fer í tölvuna eða les blöðin. 2 Við mæðgurnar fyrir utan heima hjá okkur. Ég rölti oftast með vagninn niður í Bókabúð Máls og menn-ingar. Ef Agnes, eldri dóttir mín, er heima kemur hún með. Hún unir sér mjög vel á barnabókahæð-inni í búðinni og ekki skemmir fyrir að hún aðstoð- ar einnig við að passa litlu systur sína. 3 Mitt annað heimili þessa dagana er Bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum, þar sem hægt er að viða að sér þekkingu og visku enda búðin full af frábærum bókum. Það er engin tilviljun að versl- unin er miðdepill bæjarlífsins. 4 Það er alveg nauðsynlegt að hitta Rakel vinkonu í kaffi daglega. Hún kemur oft við á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar. Við ræðum málefni líðandi stundar og háleit markmið okkar um fram- tíðina. 5 Hádegismatur í miðbæ Reykjavíkur stendur allt- af fyrir sínu. Það er úr mörgum góðum stöðum að velja hverju sinni en hér er ég á Íslenska barnum. Ég fæ mér stundum hádegismat í bænum meðan sú litla sefur og þennan daginn fór ég á Íslenska bar- inn með Ólafi Finnbogasyni manninum mínum. 6 Eftir kvöldmat sitjum við oft við borðstofuborðið, bæði til að spjalla, kíkja aðeins í tölvuna eða læra eins og Agnes gerir stundum. Hér fylgist litla syst- ir spennt með. .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.