Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 10
10 13. maí 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögreglu í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær þegar taka átti fyrir mál eins af nímenningun- um sem ákærðir hafa verið fyrir árás á Alþingi í búsáhaldabylting- unni í desember 2008. Sá hafði ekki tekið formlega afstöðu til ákærunn- ar. Einn karlmaður var handtekinn utan dómsals. Héraðsdómari sleit þinghaldi án þess að boðað væri nýtt þinghald eins og venja er. Löng biðröð hafði myndast við dómsal 101, þar sem málið var tekið fyrir, nokkru áður en þinghald hófst og var mannþröng á gangin- um. Þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn birtust við enda hans gerði hluti fólksins hróp að þeim. Ekki var fleirum hleypt inn í sal- inn en sæti voru fyrir og beið því stærstur hluti hópsins fyrir utan. Nímenningarnir buðust til að standa þannig að aðrir gætu kom- ist inn og setið í sætum sem þeim voru ætluð. Dómarinn hafnaði því. Bæði fyrir og meðan á þinghaldi stóð hafði fólk í frammi hróp, köll og klapp. Var hrópað að héraðsdóm- aranum Pétri Guðgeirssyni, ríkis- saksóknara og lögreglunni. Þegar þinghald hófst gerði Ragn- ar Aðalsteinsson, einn verjenda nímenninganna, athugasemd við að tveir óeinkennisklæddir lög- reglumenn væru við dyrnar í dóm- sal. Við þessa vitneskju óx ókyrrð- in í dómsalnum og reyndu sumir mótmælenda þar að reka lögreglu- mennina út. Varð töf á þinghaldi vegna hávaða um sinn. Fyrirtakan var vegna þess að einn af sakborn- ingunum hafði ekki tekið formlega afstöðu til ákærunnar. Þeir hafa allir neitað sök. Lögreglumönnum hafði fjölgað mjög á ganginum þegar dómþingi var slitið, en fólkið yfirgaf héraðs- dóm smám saman án þess að í brýnu slægi. jss@frettabladid.is Réttarhöldum slitið í kjölfar mótmæla Réttarhöldum yfir nímenningunum sem réðust inn í alþingishúsið í búsáhalda- byltingunni var slitið í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í kjölfar hávaðasamra mót- mæla. Fjöldi fólks mætti í héraðsdóm og einn var handtekinn í atganginum. Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Löng biðröð myndaðist fyrir utan dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem tekið var fyrir mál nímenninga sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á Alþingi í búsáhaldabyltingunni í desember 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Dómarinn sleit dómþinginu fyrirvara- laust án skýringar og boðaði ekki nýtt þinghald, þannig að verjendur ákærðu eru í algjörri óvissu um framvindu málsins,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson lögmaður að dómþingi loknu í gær. Hann gerði athugasemdir við að réttarhaldið væri lokað og að lögreglu- menn væru viðstaddir. „Það kemur í veg fyrir að ég geti sinnt starfi mínu sem skipaður verjandi og það kemur í veg fyrir að skjólstæðingar mínir fái réttláta málsmeðferð. Ég get ekki sætt mig við það og vil láta reyna á þessi atriði fyrir Hæstarétti. Dómaranum hins vegar láðist að taka afstöðu. Hann hefur ekki formlega lýst því yfir að réttar- haldið sé lokað eða lokað að hluta.“ Brynjar Níelsson, lögmaður einn verjenda, sagði að dómari stjórnaði þinghöldum. „Hann ákveður hvernig þau skuli haldin og hverjir skuli halda uppi gæslu ef hann telur þörf á því.“ Spurður skoðunar á því hvort þörf væri fyrir gæslu í þessu máli sagði Brynjar ástandið viðkvæmt. „Ég tel að dómarinn hugsi að þing- haldið geti farið fram snurðulaust og hann hefur metið það þannig að það þurfi að hafa gæslu og reglu á því hve margir fari í salinn og svo framvegis. Þetta gekk ágætlega í byrjun en hefur kannski aðeins farið úr böndunum. Þannig er staðan núna.“ Óvissa um framhaldið ALÞINGI Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli skrif- stofustjóra að fara þess á leit við ríkissaksóknara, að ákærur á hendur nímenningunum sem gert er að sök að hafa ráðist á Alþingi verði dregnar til baka. Í greinargerð með tillögunni er það rakið að allmörg dæmi séu um að efnt hafi verið til mót- mæla á og við þingpalla Alþing- is, án þess að slíku hafi fylgt nokkur eftirmál. Meðal annars er í greinargerðinni rifjað upp þegar ungliða- hreyfing mætti á þingpalla með eftirlíkingu af hríðskotabyss- um og lýst því yfir að valda- taka hefði farið fram. Björn valur bendir á að ekki hafi komið fram svipuð kæra í þeim málum og gæta yrði þess að misræmi grafi ekki undan til- trú. - jss Þingmaður Vinstri grænna með þingsályktunartillögu: Dragi ákærur til baka BJÖRN VALUR GÍSLASON Við gerum ekki upp á milli Þess vegna eru allar gsm þjónustuleiðir fyrir einstaklinga með eitt verð í alla aðra gsm síma, óháð kerfi. Reiknaðu dæmið til enda. Því verðmunurinn getur verið meira en tvöfaldur. F í t o n / S Í A Vakningarfundur Nýju frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður og Bjarni Karlsson sóknarprestur, bjóða til vakningarfundar ásamt tónlistarmanninum KK. Hittumst á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld kl. 19. Enginn frír bjór í boði en kaffi húsið verður opið! Fegurð Reykjavíkur og gildi umhyggjunnar Opnum hugann. Breytum stjórnmálunum. Sláum nýjan tón! 1. Hvað fá sjálfstæðismenn marga bæjarfulltrúa í Reykja- nesbæ samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins? 2. Hvað er fyrirtækið Maxí popp gamalt? 3. Hver skoraði síðara mark Vals í leiknum gegn FH á mánudag? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 30 Auglýsingasími Allt sem þú þarft… VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.