Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 18
 13. maí 2010 FIMMTU-2 FYRIRSÆTAN IMAN hefur ákveðið að gerast aðstoðarþáttastjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar The Fashion Show sem sýnd er á Bravo. Þar verður hún hönnuðinum Isaac Mizrahi innan handar. „Það er allt að gerast og vörurnar streyma inn, það er að segja stærri flík- urnar, jakkarnir, peysurnar og slárn- ar,“ segir Gunnhildur. Systir hennar Brynhildur er stödd austur á Hvols- velli þegar viðtalið fer fram. „Við látum framleiða fyrir okkur hjá Glófa á Hvols- velli og Akureyri en það kom upp smá töf á afgreiðslu að norðan út af brunan- um sem þar varð í síðustu viku. Smávar- an er framleidd þar, vettlingar, húfur og sokkar og kemur í búðirnar eftir fáein- ar vikur,“ útskýrir Gunnhildur. Gunnhildur er myndlistarmaður og Brynhildur fata- og textílhönnuður. Gunnhildur segir þær hafa búið til hluti sjálfar frá því þær voru unglingar og það hafi legið beint við að þær færu að vinna saman. Þetta er fatalína númer tvö frá Lúka Art Design, sú fyrsta leit dagsins ljós í fyrra eftir að hugmyndir systranna höfðu slegið í gegn á sýningu. Efnið er íslensk ull, unnin og spunnin hér heima. Fatnaður Lúka Art Design fæst í Landámssetrinu í Borgarnesi, Kraumi, Herrafataverslun Kor- máks og Skjaldar og vefverslun- inni Nordic Store - Shop online og er væntanlegur á fleiri staði. Nánar á www.lukaartdesign.is - gun Lúka-systur, Brynhildur og Gunnhildur Þórðardætur. Flott jakkapeysa á herrann. Jakkapeysur á bæði kyn eru í nýju línunni frá Lúka Art Design. Hátísku skómerki á borð við Christian Lou- boutin og Jimmy Choo eru á lágbotna nótum þessa dagana og hafa hannað strigaskó undir sínum merkjum. Þeir verða þó ekki á lágbotna verði heldur mun parið frá Jimmy Choo kosta um 400 dollara. www.telegraph.co.uk Alíslenskt á kroppinn Ný fatalína frá fyrirtækinu Lúka Art Design er á leið í verslanir í höfuðborg- inni, Borgarnesi og á vefnum. Þar er íslensk framleiðsla á ferð sem systurn- ar Brynhildur og Gunnhildur Þórðardætur standa á bak við. Slá sem gott er að bregða yfir sig á öllum árs- tímum á Íslandi. M YN D IR : S A R A R O SS DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlátur · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytinn 12 kg Þurrkari

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.