Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 22
 13. MAÍ 2010 FIMMTUDAGUR adidas adiStar Ride 2 33.990,- adidas Supernova Glide 2 W 25.990,- adidas Supernova Riot 2 27.990,- adidas adiZero Boston W 25.990,- adidas sér viðskiptavinum sínum fyrir vönduðum hlaupa- búnaði og öðrum íþrótta- vörum sem tryggir góðan árangur. Íþróttavörufyrirtækið adidas hefur frá árinu 1949 framleitt íþrótta- vörur með þarfir ólíkra neytenda í huga. Bjarki Magnússon, mark- aðsstjóri hjá adidas á Íslandi, segir vörur og ekki síst hlaupabúnað fyr- irtækisins bera þess skýr merki, þar sem hann auðveldi notendum að ná settu markmiði. „Yfirlýst markmið adidas er að hjálpa viðskiptavinum sínum að verða betri hlauparar, meðal ann- ars með því að bjóða upp á góða skó og fatnað. Þannig bjóðum við upp á fjórar hlaupalínur, sem henta hlaupurum með ólík mark- mið, byrjendum og lengra komnum hvort sem þeir vilja grennast eða einfaldlega verða betri hlauparar,“ segir Bjarki og nefnir þá nýjustu til sögunnar. „adiZero línan samanstend- ur af léttari vörum, skóm, fatn- aði og fylgihlutum og hentar þeim sem vilja hlaupa sem hraðast og bæta tíma sinn. adiZero er önnur af tveimur topplínum sem adidas býður upp á. Hin er adiStar, sem hentar hlaupurum sem vilja þæg- indi ofar öðru og er ekki í mun að hlaupa hratt eða bæta tíma sinn.“ Þeir sem eru lengra komnir og vilja bæta frammistöðuna frek- ar ættu að sögn Bjarka að íhuga Supernova línuna frá adidas. „Hérna erum við að tala um vöru sem á þátt í að efla getu notand- ans,“ bendir hann á og bætir við: „Sé markmiðið hins vegar að nota hlaup til að styðja við aðrar íþrótt- ir þá er Response línan svarið, en hún kemur sér líka vel fyrir byrj- endur eða styttra komna.“ Hann tekur fram að í ár ætli adidas ekki aðeins að færa við- skiptavinum sínum skó og fatn- að sem geri þá að betri hlaupur- um, heldur ýmsan búnað og þar á meðal kerfi á borð við miC- oach, sem hjálpar hlaupurum að skipuleggja sig, æfa og fylgjast með árangri á skilvirkari hátt. „Þetta er mjög öflugt tæki sem þjálfar hlaupara og á þátt í því að þeir nái betur settum markmið- um. Notandinn hefur það á sér á hlaupum og lætur síðan micoach. com heimasíðuna lesa úr upplýs- ingunum.“ Bjarki getur þess að hlaupabún- að frá adidas sé hægt að fá á völd- um sölustöðum um land allt, þar á meðal í adidas Concept Store í Kringlunni, Ozone á Akranesi, Sportver á Akureyri, Músík & Sport í Hafnarfirði og í Verslun- um Útilífs í Glæsibæ, Kringlunni, Smáralind og Holtagöðrum. Bætir árangur í hlaupum „Við hjálpum viðskiptavinum okkar að finna viðeigandi búnað til að auðvelda þeim að bæta árangur sinn,“ segir Bjarki, hjá adi- das á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmenn auglýsinga: Hlynur Steingrímson hlynurthor@365.is s. 512 5439 Strigaskór komast í snertingu við ýmis óhreinindi sem gera þá gamla og sjúskaða fyrir aldur fram. Góðu tíðindin eru að flesta strigaskó má þvo með góðum árangri og jafnvel hvítir strigaskór geta glansað sem nýir með réttu þvottaaðferðinni. ● Skelltu skónum í þvottavél. Það hljómar ótrúlega en er árang- ursrík aðferð til að hreinsa skóna að innan sem utan. Áður en þú setur vélina af stað skaltu fjar- lægja skóreimar og laus innlegg. Þvoðu skóna eina og sér á still- ingu sem notar lítið vatn og not- aðu þvottaefnið sparlega. Að þvotti loknum skaltu taka skóna úr vél- inni og leyfa þeim að þorna af sjálfum sér. Gott er að setja dag- blað fram í tána til að skórinn haldi lagi sínu meðan hann þorn- ar, því annars getur táin bognað upp á við. Gættu þess að skórnir séu úr vatnsheldu efni. ● Handþvottur gerir sama gagn. Blandaðu saman vatni og sápu og skrúbbaðu skóna að utan með göml- um tannbursta þar til óhreinindin hverfa á bak og burt. Strjúktu þá skóna með rökum klút eða skolaðu með hreinu vatni. Þurrkið skóna á sama hátt og lýst var hér að ofan. ● Skóreimar óhreinkast líka, ekki síst þær hvítu. Taktu þær úr skónum og settu í volgt sápuvatn. Gott er að nudda þær upp úr sápu til að ná þeim extra hreinum. Eftir skolun eiga þær að þorna af sjálfu sér. ● Ef þú ert á hraðferð og þarft að losna við bletti eða önnur óhreinindi af strigaskónum skaltu prófa að strjúka yfir með blaut- þurrku. Skelltu skónum í þvottavélina Þvoðu skóna á stillingu sem notar lítið vatn og farðu sparlega með þvottaefnið. ● GÓÐUR TOPPUR Mikilvægt er fyrir konur að eiga alltaf góðan íþróttatopp til að klæðast þegar til stendur að skokka, hlaupa eða taka þátt í öðrum íþróttum, til að halda brjóstunum á sínum stað og koma þannig í veg fyrir ýmis óþægindi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.