Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Supernova LS Tee W 7.990,- Supernova Glide ¾ Tight W 9.990,- Supernova Glide SS Tee 7.990,- Supernova Glide Long Tight 11.990,- Adidas hefur sett á markað sérstakt kerfi, miC- oach, í því skyni að auðvelda hlaupurum að ná sem bestum árangri. MiCoach-kerfið er þrískipt. Í fyrsta lagi býður adidas upp á tvær útgáfur af miCoach-tækjum. Annars vegar púlsmælinn miC- oach Zone sem veitir upplýsingar um á hvaða álagssvæði er verið að hlaupa hverju sinni.Hins vegar miCoach Pacer-tækið sem er tengt við púls- mæli og skrefamæli og veitir upplýsingar um vega- lengd, hraða, tíma og púls. MiCoach Pacer má svo tengja við vefsíðuna micoach.com þar sem hægt er að skipuleggja æfingar og fylgjast með árangri sínum. Á micoach.com er einnig hægt að fá sér- sniðna hlaupaáætlun og skipuleggja sig til þess að ná betri árangri, burtséð frá því hvort viðkom- andi er að nota micoach tækin. Þess má svo geta að hlaupalínurnar frá adidas: adiStar, Supernova og Response, bjóða upp á fatnað og skó sem tengj- ast tækjunum. Fötin eru með vösum fyrir tækin og götum til þess að þræða snúrur og heyrnatól. Í skónum er hólf undir innleggjunum þar sem vega- lengdarmælinum er komið fyrir. Sjá www.micoach.com. Skipulag og skilvirkni Kerfið er í raun þrí skipt. Það eru tvær mis mun andi útgáfur af gagnvirkum hlaupaþjálfum sem hjálpa þér að stilla álagið rétt á æfing- um og svo síðan micoach.com þar sem hægt er að skipuleggja æfingar. MiCoach kerfið hjálpar hlaupurum að skipuleggja sig, æfa og fylgjast með árangri á skilvirk- ari hátt en áður. Þótt Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður ferðist meira fótgangandi en gengur og gerist er hann búinn að eiga sömu gönguskóna í þrjú ár. Einar Rúnar býr á Hofsnesi í Ör- æfum og á margt sporið um fjöll og jökla sinnar sveitar. Þrjár ferð- ir upp á Hvannadalshnúk á fimm dögum í þessum mánuði er gott dæmi um það. Einar er staddur úti í Ingólfshöfða með hóp þegar í hann næst í farsíma. Hann er frek- ar undrandi þegar hann er spurð- ur hversu mörgum skópörum hann gangi niður úr á ári. „Sem betur fer, miðað við verðlagið á evrunni núna, þá fer ég ekki með mörg pör,“ svarar hann þegar hann áttar sig á að um alvöru er að ræða. „Ég á svo góða skó frá Skarpa og er búinn að vera meira og minna á þeim í þrjú ár. Reyndar er ég á aðeins léttari skóm þegar ég fer í Höfðann eins og núna og svo er ég í sérstökum skóm í ísklifri og Hvannadals- hnúksferðunum. Það eru harðbotna leðurskór sem betri stuðningur er í og eru vatnsheldari en aðrir. En mest hef ég gengið í skónum frá Skarpa og þeir eru búnir að end- ast í þrjú ár, það segir nokkuð um gæðin,“ segir Einar. Hann kveðst hafa gengið í alls konar skóm gegn- um tíðina og sumum hafi hann slit- ið á einu sumri. Einar Rúnar rekur fyrirtækið Öræfaferðir ásamt konu sinni Matt- hildi Þorsteinsdóttur. Stór liður í starfseminni er dráttarvélaferðir út í Ingólfshöfða en Einar Rúnar er líka einn af vönustu fjallaleiðsögu- mönnum landsins og hefur staðið oftar á toppi Öræfajökuls en nokk- ur annar í heiminum. Hann segir besta tímann fyrir hefðbundnar göngur á Hnúkinn í maí og júní en er þó með ferðir þangað meira og minna allt árið, ef fært er, meðal annars á gönguskíðum. Fleiri tind- ar og fjöll í nágrenninu liggja líka vel við hans gönguskóm. Hægt er að forvitnast meira um Einar á slóðinni http://web.me.com/ einarr og www.oraefaferdir.is - gun Gekk þrisvar á Öræfa- jökul á fimm dögum Einar Rúnar er með reyndustu fjallaleið- sögumönnum landsins. Ísklifur er ein af sérgreinum Einars Rúnars og hægt er að komast í slík ævintýri undir hans leiðsögn. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.