Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 16
16 13. maí 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is KÖRFUBOLTASTJARNAN DENNIS ROD- MAN ER 49 ÁRA. „Fimmtíu prósent tilverunnar innan NBA-deildarinnar snú- ast um peninga. Hin fimmtíu prósentin snúast um kynlíf. Ég deita svo aðeins hvítar konur, sem veldur mörgum hugarangri; einkum svörtum konum.“ Dennis Rodman er einn af eftir- minnilegustu karakterum NBA- deildarinnar í körfubolta og nafn- togaður fyrir almenna óþekkt innan vallar sem utan. AFMÆLI HILMAR JÓNSSON leikstjóri er 46 ára. ELLÝ ÁRMANNS athafnakona er 40 ára. ÁSTA B. GUNNLAUGS- DÓTTIR knattspyrnu- kona er 49 ára. HILMAR BJÖRNSSON fjölmiðla- maður er 41 árs. MERKISATBURÐIR 1776 Gefin út konungleg tilskip- un um póstferðir á Íslandi. 1934 Hörð viðureign, Dettifoss- slagurinn, verður á Siglu- firði milli verkfallsmanna og andstæðinga þeirra vegna afgreiðslubanns norðanlands á skip Eim- skipafélags Íslands. 1940 Winston Churchill lætur fleyg orð falla: „Ég hef ekkert að bjóða annað en blóð, svita og tár.“ 1947 Alþingi samþykkir lög um að Sauðárkrókskauptún skuli verða kaupstaður og sérstakt lögsagnarum- dæmi. 1950 Diner’s Club gefur út kreditkort. Undirritaðir voru samningar um kaup ríkisins á Skaftafelli í Öræfum undir þjóðgarð þennan dag fyrir 44 árum. Jörðin, sem er um einn hundraðasti af flatarmáli alls Íslands, var afhent í september 1967 og þjóðgarðurinn opnaður vorið 1968. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stækkaður 1984 og aftur árið 2004, en heildarflatarmál eftir þá stækkun er 4807 ferkílómetrar og nær nú einnig yfir Lakasvæðið. Með tilkomu Vatnajökulsþjóð- garðs 2008 eru þjóðgarðarnir samtals 13.600 ferkílómetrar. Skaftafell er þekkt fyrir einstæða náttúrufegurð, veðursæld og andstæður í landslagi. Gróðurfar og dýralíf er fjölbreytt og í Skaftafelli eiga refur og rjúpa griðland. Til forna var Skaftafell stórbýli og þingstaður, en Skaftafellssýslur fá nafn sitt þaðan. Ágangur Skeiðarár lagði tún Skaftafells undir sand og með tímanum færðist búskapur ofar í brekkuna. Í Skaftafelli er vel útbúið tjaldstæði og þjónustumiðstöð ásamt lítilli verslun. Landverð- ir bjóða upp á fjölbreyttar gönguferðir um til dæmis Giljaleið að Svartafossi, á Sjónarsker eða að rótum Skaftafellsjökuls. Af lengri leiðum má nefna Kristínartinda. ÞETTA GERÐIST: 13. MAÍ 1966 Skaftafell keypt undir þjóðgarð „Rithöfundastarfinu fylgir einsemd því fyrst var ég ein með blýantinum mínum, síðan ritvélinni og núna tölv- unni, en ég hef fyrir margt löngu komið mér í þá stöðu að lifa með persónun- um sem ég skrifa um og þá er ekkert leiðinlegt lengur. Þannig fór ég ein að skrifa bók í Berlín á dögunum en var þó aldrei ein á ferð því með mér var kona sem ég skrifa nú um og sat með mér á kaffihúsum í miklum félagsskap, en auðvitað bara í huganum, ekki ósvip- að og Einar Áskell gerði með Manga leynivin í margfrægri bók,“ segir glað- beitt Kristín Steinsdóttir, enda alsæl í starfi rithöfundarins. „Það er tvíbent gott að vera rithöf- undur. Ég get ekki hugsað mér annan starfa og hef fyrir margt löngu sleppt tökum á kennslu og leiðsögumennsku. Þá er gott að mega starfa við það sem mann langar til og ekkert hræðilegra en starf sem manni leiðist í, en efnisleg gæði rithöfunda eru ónóg og fara hrak- andi. Aðeins örfáir stórhöfundar ná að lifa af skrifum sínum meðan hinir eru langflestir launþegar meðfram skrif- um sínum og þá oft lítið eftir af þreki og sköpunarkrafti sem skriftir bóka útheimta,“ segir Kristín sem í apríllok var kjörin nýr formaður Rithöfunda- sambands Íslands. „Ég hugleiddi lengi hvort ég ætti að gefa kost á mér. Eftir áskoranir úr ýmsum áttum settist ég niður og komst að því að ég bý yfir veigamikilli þekk- ingu eftir mörg ár í stjórn sambands- ins og veit hvað er að gerast, en það langar mig að nýtist sambandinu. Mér fannst líka mikils virði þegar karlar lögðu hart að mér og sögðu tíma kom- inn á konu í formannssætið, en það keflaði mig endanlega, því aðeins ein kona, Ingibjörg Haraldsdóttir, hefur gegnt embættinu síðan Rithöfunda- sambandið var stofnað í þessari mynd 1974. Mér fannst því kominn tími til, og ekki horft fram hjá því að konur sækja æ meira inn í Rithöfundasam- bandið því hlutverk þeirra hefur aukist á undanförnum árum á öllum sviðum ritlistar,“ segir Kristín. Hennar bíða ýmis krefjandi verkefni á borði for- mannsins í húsi Rithöfundasambands- ins sem Gunnar Gunnarsson rithöfund- ur byggði af stórhug við Dyngjuveg 8 árunum 1950-52. „Mín bíða mörg verk. Af þeim tæpu 400 félögum í Rithöfundasamband- inu vilja flestir fá úr launasjóðnum en hvergi næg laun fyrir alla og alltaf ein- hver sárindi í því eilífðarmáli. Ég veit það verður eins og að klífa Everest á korteri, en mig langar sérstaklega að hafa áhrif til góðs í sambandi launa- sjóð rithöfunda. Þá finnst mér of lítil virðing borin fyrir höfundarverkum af hálfu gagnrýnenda og oftar en ekki kastað til þess höndunum þegar rithöf- undar hafa setið við skriftir í kannski tvö ár en fá svo hraðafgreiðslu gagn- rýnenda þar sem hent er í þá stjörn- um eins og beini fyrir hund. Ég vil sjá meiri alúð og virðingu, því það er ekki sama hvernig hlutirnir eru sagð- ir,“ segir Kristín og þvertekur fyrir að gagnrýni snerti rithöfunda lítt, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Þá er bara verið að leika kalda karla með harðan skráp, því auðvit- að taka rithöfundar slæma gagnrýni nærri sér þegar þeir hafa unnið eins vel og þeir geta en eru svo hálshöggn- ir og fá kannski hálfa stjörnu fyrir afraksturinn. Slíkt er mjög niðurlægj- andi og því vil ég sjá meiri aðgát í nær- veru sálar. Stjörnuhiminn gagnrýn- enda hefur alltof mikið vægi og látið við lesendur eins og þeir séu svo mikil fífl að þeim þurfi að hjálpa með því að gefa bara einfaldar stjörnur. Þetta hefur þau áhrif að þegar lesendur fara í bókabúðir rétt fyrir jól situr það eitt eftir að bókin fékk eina stjörnu og er að sjálfsögðu ekki keypt. Verst var þó þegar ritverkum var slátrað með haus- kúpum, en svona virðingarleysi finnst mér óþarfi í siðmenntuðu samfélagi,“ segir Kristín sem kallar eftir samstöðu sinna félagsmanna. „Það er gömul saga þegar rithöfund- ar voru herskáir og klufu hver annan í herðar niður. Ég vil að okkur líði vel saman því það er alveg nógu erfitt að sitja einn yfir bókaskrifum úti í horni þótt maður sé ekki líka í stríði við félaga sína. Við skulum þó aldrei sitja á strák okkar eða vera skoðanalaus, en vera sameinuð út á við og standa saman um að vera á móti óréttlæti á borð við það þegar bækur okkar eru komnar á 35 prósenta útsölu viku eftir útgáfudag. Það er niðurlægjandi, en við skulum reyna að hafa það skemmtilegt saman og standa föst á rétti okkar.“ thordis@frettabladid.is KRISTÍN STEINSDÓTTIR RITHÖFUNDUR: FORMAÐUR RITHÖFUNDASAMBANDSINS Ein með leynivinkonu í Berlín KONA Rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir er önnur kvenna til að gegna formennsku í Rithöfundasambandi Íslands. Í bakgrunni sjást myndir af heiðurfélögum Rithöfundasambandsins, sem sumir hverjir eru gengnir á vit feðra sinna meðan tíu þeirra eru enn á lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nemendur Heiðaskóla í Hval- fjarðarsveit tóku sér margt fyrir hendur er þeir nutu útikennslu í nokkra daga nýverið. Má þar nefna flug- drekasmíði úr afklippum og gömlum dagblöðum, steina- málun, veðurathuganir, bréf- bátasiglingar, eldstæðisgerð og húsgagnasmíði. Þess má geta að Elkem gaf efnivið í húsgagnasmíðina. Einnig var á dagskránni stíga- og körfu- gerð ásamt ýmsum leikjum, svo sem ratleikjum og marg- földunarleikjum. Við íþrótta- húsið var sett upp vatns- rennibraut sem var mikið notuð. Þá var brauðbakstur stundaður í stórum stíl auk þess að hádegismatur var alla dagana eldaður úti. Heiðarskóli hefur verið undanfarna vetur þróað hjá sér útikennslu og er þetta þriðja árið sem útikennslu- dagar eru á vorin. Auk þess eru einstakar kennslustundir úti við allt skólaárið. Stefnt er að því auka slíka kennslu á næstu árum þar sem hún þykir kærkomin tilbreyting á hefðbundnu skólahaldi. - gun Veðurfræði og brauðbakstur MANNVIRKJAGERÐ Nemendur Heiðaskóla lærðu að búa til indíána- tjald og eru hér að reisa uppistöðurnar. MYND/HELGA STEFANÍA Ástkær móðir okkar og amma, Kristín Guðmundsdóttir frá Súluholti, Aflagranda 40 Reykjavík, sem lést á Landspítalanum 5. maí, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 17. maí kl. 15.00. Þórkatla Mjöll Halldórsdóttir Vildís Halldórsdóttir og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.