Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.05.2010, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. maí 2010 13 Fjórir flokkar bjóða fram til sveitarstjórnar Árborg- ar. Allir voru í framboði fyrir fjórum árum og allir hafa setið í meirihluta á kjörtímabilinu. Kosningabaráttan í Árborg hefur farið rólega af stað og pól- itísk umræða helst farið fram í heita pottinum. Af samtölum við bæjarbúa að dæma kemur þar bæði til að fólk virðist hafa tak- markaðan áhuga á stjórnmál- um nú um stundir og eins það að kosningabarátta flokkanna er hófsöm. Sama máli gegnir með stefnumálin og loforðin; hvort tveggja er í ríku samræmi við ástandið og andrúmsloftið í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra bæjarfulltrúa í síðustu kosningum, Framsóknarflokkur og Samfylkingin tvo og VG einn. Sjálfstæðisflokkur og framsókn mynduðu meirihluta að loknum kosningum en hann sprakk að hálfu ári liðnu. Fulltrúar beggja flokka báru við trúnaðarbresti auk þess sem fram kom á þeim tíma að framsóknarmenn vildu hækka laun bæjarfulltrúa þvert ofan í vilja sjálfstæðismanna. Framsókn, Samfylking og VG mynduðu nýjan meirihluta í desember 2006 og hefur hann setið síðan. Árborg fór ekki varhluta af stemningunni sem ríkti í góð- ærinu og var ráðist í skipulagn- ingu nýrra hverfa, sölu lóða og framkvæmdir á sumum þeirra. Margir sem létu til sín taka fóru flatt í kreppunni og áform um stórfellda uppbyggingu runnu út í sandinn. Talsvert atvinnuleysi er í Árborg. Nemur það um tíu pró- sentum sem þýðir að rúmlega fimm hundruð manns eru án vinnu. Atvinnumálin brenna enda á íbúum og frambjóðendur leggja áherslu á að fjölga störfum, ýmist með því að laða að nýja starfsemi eða fyrirtæki eða efla þau sem fyrir eru. Horfa menn helst til ferðaþjónustu sem og iðnaðar en iðnaður af marg- víslegu tagi hefur þrifist á Sel- fossi. Líkt og flest önnur sveitarfé- lög landsins skuldar Áborg tals- verðar fjárhæðir. Fyrir vikið eru fjármálin ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Sínum augum lítur hver á silfrið og það fer eftir því hvar borið er niður hvernig menn meta fjár- hagsstöðuna. Ragnheiður Herg- eirsdóttir, bæjarstjóri og odd- viti Samfylkingarinnar, segir hér til hliðar að náðst hafi utan um fjármálin en Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, segir að koma þurfi böndum á rekst- urinn. Hvað sem þessu líður virð- ist sem almennir íbúar séu ekki of uppteknir af fjármálun- um. Samtöl leiða í ljós að á fólki brenna helst málaflokkar sem standa því næst. Hagur barna og atvinnumál bera þar hæst. Ekki verður annað merkt en að flokkarnir fjórir gangi óbundnir til kosninga. Engin stór flokkspólitísk ágreinings- mál sem ekki ætti að vera hægt leysa í hefðbundnum meirihluta- viðræðum eru uppi og bend- ir ýmislegt til að persónulegt samband fólks og samstaða um breiðar útlínur muni ráða hverj- ir starfa saman í meirihluta að loknum kosningum. „Helstu áherslumál okkar eru fjármálin. Eins og hjá svo mörgum sveitarfélögum, ríkinu, fyrirtækjum og einstaklingum varð hér hrun og sveitarfélagið var rekið með halla á síðasta ári. Það verður að kafa ofan í hvernig við getum betur tekið á fjármálunum til hagsbóta fyrir sveitarfélagið,“ segir Helgi Sigurður Haraldsson, oddviti Framsóknarflokksins í Árborg. „Síðan eru það atvinnumálin, við höfum lent í miklu atvinnuleysi, hér fóru mörg fyrirtæki yfir um í hruninu. Fyrirtækjum fjölgaði mjög í uppsveiflunni. Það var mikill hasar og menn réðust í fjárfestingar sem þeir súpa nú seyðið af. Við viljum laða að ný fyrirtæki og hjálpa þeim sem fyrir eru, auka nýsköp- un og liðka til fyrir stofnun nýrra smárra fyrirtækja. Í því felst að reyna að bæta rekstrarumhverfið.“ Helgi segir framsóknarmenn líka leggja ríka áherslu á kynningarmál sveitarfélagsins bæði inn á við og út á við. „Út á við snýst það um að kynna þá möguleika sem hér eru, ekki síst í ferðaþjónustu og afþreyingu en inn á við horfum við til þess að upplýsa íbúa og virkja þá betur en gert hefur verið. Mér hafa fundist boðleiðir langar og lítið samráð haft við íbú- ana þrátt fyrir svokallað íbúalýðræði sem ég kalla reyndar tískuorð. Okkar mat er að íbúarnir hafi oft góðar hugmyndir og lausnir og það er um að gera að kalla eftir þeim.“ Íbúarnir virkjaðir betur en gert er „Við ætlum að halda áfram að veita góða velferð- arþjónustu og passa sérstaklega vel upp á málefni barna og unglinga,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, efsti maður Samfylkingarinnar. „Síðan eru atvinnu- málin mikilvægur málaflokkur og við munum leggja mikla áherslu á að vinna að öllu því sem sveitarfé- lagið getur við atvinnusköpun.“ Hún segir mikilvægt að skapa fleiri störf enda hafi mörg störf tapast við hrunið. „Þetta er mikill iðnað- ar- og verktakabær og þar var fallið mest í hruninu. Það er því að því leyti eðlilegt að störf hafi tapast.“ Ragnheiður segir Samfylkinguna líka leggja ríka áherslu á ábyrga fjármálastjórn. „Við höfum náð utan um fjármálin eftir hrunið. Sveitarfélagið er auðvitað skuldsett og það eru erfiðleikar en við sjáum út úr þeim á allra næstu árum. En þá er líka mikilvægt að halda vel á málum.“ Varkárni og ábyrgð verði leiðarstefið í þeim efnum. Ragnheiður segir ekkert hafa verið rætt um hugsanlegt meirihlutasam- starf að loknum kosningum. Hún sé reiðubúin að starfa með þeim sem vilji leggja velferðarmálunum lið. „Það eru mikilvægustu verkefni sveitar- félaga þegar svona árar að gæta að velferðarmálunum. Þjónusta sveitarfé- laganna er öryggisnet þegar íbúarnir þurfa á að halda.“ Þjónusta sveitarfélaga er öryggisnet „Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á reksturinn,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Bæjarsjóður tapaði tveimur milljónum á dag á síðasta ári og það er mikilvægt að ná fram sparnaði í yfirstjórn og gæta að því að peningarnir fari ekki í gæluverkefni svo sveitarfélagið sé trúverðugt gagn- vart lánveitendum.“ Eyþór leggur áherslu á málefni barna; segir að í forgangsröðun verkefna verði þau að njóta forgangs, og atvinnumálin. „Við teljum vannýtt tækifæri í atvinnumálunum, ekki síst í ferðaþjónustu. Við viljum líka að menn í nágrannasveitarfélögum séu samstíga í stórum málum á borð við virkjanamál, iðnað, vegaframkvæmdir, málefni sjúkrastofnunarinnar og Litla-Hrauns, svo dæmi séu nefnd. Menn verða að standa saman um það sem getur lyft okkur upp úr kreppunni.“ Eyþór kveðst telja að íbúar Árborgar láti sig miklu varða rekstur sveit- arfélagsins. Taka þurfi stórar ákvarðanir sem varði ekki bara kjósendur til skamms tíma heldur líka börnin. „Skuldsetning er eitthvað sem situr eftir og við horfum nú á að skuldirnar nemi um milljón á mann.“ Að mati Eyþórs ganga flokkarnir almennt óbundnir til kosninga en hann segist síður búast við áframhaldandi samstarfi núverandi meirihluta. „Sam- starf þriggja flokka er mjög dýrt og ég held að þeir sjái það líka.“ Þarf að koma böndum á reksturinn „Við leggjum áherslu á velferðina og að halda því sem hefur áunnist á kjörtímabilinu,“ segir Þórdís Eygló Sigurðardóttir, oddviti VG. „Við ætlum ekki að gefa mörg loforð enda ekki tímabært í svona árferði.“ Þórdís segir VG starfa undir kjörorðinu: Við hlust- um. Nokkrir fundir hafi verið haldnir í því augnamiði að heyra sjónarmið íbúanna. Þar beri atvinnuleysið hæst og mikilvægt að berjast gegn því. „Fólk er að berjast í bökkum og bíður eftir að eitthvað verði gert. Þetta er eins hér og annars staðar á landinu, fólk er reitt.“ Umhverfismálin eru ofarlega á baugi hjá VG og segir Þórdís flokkinn berjast fyrir stefnu sinni um sjálfbæra þróun; að við notum ekki meira en við þurfum. VG er í meirihluta ásamt Samfylkingunni og Framsóknarflokki og segir Þórdís fráfarandi bæjarfulltrúa flokksins, Jón Hjartarson, hafa unnið gott starf. Áfram verði byggt á þeim grunni sem hann hefur lagt. Þórdís er svo að segja nýlega flutt til Árborgar og hefur ekki gefið sig að bæjarmálum áður. Hún segist takast á við verkefnin í anda flokks síns og leggur ríka áherslu á að ekki sé ráð að lofa miklu, aðstæðurnar bjóði hreinlega ekki upp á slíka pólitík. Reynum að halda því sem hefur áunnist Velferðin er ofar öðru Starfsemi á árinu 2009 Allar fjárhæðir í milljónum króna Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2009 2008 Samtals Samtals Iðgjöld 54 49 Lífeyrir -65 -57 Fjárfestingartekjur 55 57 Fjárfestingargjöld -2 -2 Rekstrarkostnaður -3 -2 Hækkun á hreinni eign á árinu 39 45 Hrein eign frá fyrra ári 526 481 Hrein eign til greiðslu lífeyris 565 526 Efnahagsreikningur 2009 2008 Fasteign, rekstrafjármunir og aðrar eignir Verðbréf með breytilegum tekjum 124 143 Verðbréf með föstum tekjum 402 306 Veðlán 2 4 Bankainnistæður 21 48 Kröfur Aðrar eignir 22 31 Skuldir -6 -5 Hrein eign til greiðslu lífeyris 565 526 Kennitölur 2009 2008 Nafn ávöxtun 9,6% 11,1% Hrein raunávöxtun 0,9% -4,5% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 0,9% 2,1% Fjöldi sjóðfélaga 22 24 Fjöldi lífeyrisþega 78 75 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,5% 0,5% Eignir í íslenskum krónum í % 100,0% 100,0% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 0,0% 0,0% Eign umfram heildar skuldbindingar í % -71,5% -70,6% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -71,8% -71,0% Ársfundur 2010 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar 2010, verður haldinn fi mmtudaginn 20. maí nk., kl. 10:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Ketilsbraut 7-9, Húsavík. Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Ása Gísladóttir, Bergur Elías Ágústsson, formaður Jón Helgi Björnsson Framkvæmdastjóri er Jón G. Kristjánsson Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga Sigtúni 42, 108 Reykjavík Sími 570 0400 www.lss.is Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar Birt með fyrirvara um prentvillur Starfsemi á árinu 2009 Allar fjárhæðir í milljónum króna Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12. 2009 2008 A-deild V-deild S-deild Samtals Samtals Iðgjöld 4.445 892 79 5.416 4.840 Lífeyrir -488 -20 -179 -687 -401 Fjárfestingartekjur 3.239 405 141 3.785 844 Fjárfestingargjöld -52 -6 -1 -60 -28 Rekstrarkostnaður -72 -9 -81 -67 Hækkun á hreinni eign á árinu 7.071 1.263 39 8.373 5.188 Hrein eign frá fyrra ári 29.192 3.471 934 33.597 28.409 Hrein eign til greiðslu lífeyris 36.263 4.734 973 41.970 33.597 Efnahagsreikningur A-deild V-deild S-deild 2009 2008 Fasteign, rekstrafjármunir og aðrar eignir 134 18 152 Verðbréf með breytilegum tekjum 10.756 1.404 313 12.474 10.964 Verðbréf með föstum tekjum 18.000 2.350 478 20.828 13.099 Veðlán 5.276 689 5.965 6.013 Bankainnistæður 1.418 185 172 1.775 2.488 Kröfur 307 40 1 348 399 Aðrar eignir 399 52 21 473 652 Skuldir -28 -4 -13 -45 -18 Hrein eign til greiðslu lífeyris 36.263 4.734 973 41.970 33.597 Kennitölur A-deild V-deild S-d leið 1 S-d leið 2 S-d leið 3 Nafn ávöxtun 10,0% 10,0% 17,0% 16,5% 15,0% Hrein raunávöxtun 1,3% 1,3% 7,7% 7,2% 5,9% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 1,0% 1,0% 2,0% 2,0% 5,1% Fjöldi sjóðfélaga 8.968 3.070 1.124 189 170 Fjöldi lífeyrisþega 1.166 182 92 17 30 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,2% 0,2% 0,0% 0,1% 0,1% Eignir í íslenskum krónum í % 78,5% 78,5% 62,5% 88,1% 100,0% Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 21,5% 21,5% 37,5% 11,9% 0,0% Eign umfram heildar skuldbindingar í % -9,7% -3,5% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -1,1% -1,4% Ársfundur 2010 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn þriðjudaginn 2.júní nk., kl. 17:00 í fundarsal BSRB að Grettisgötu 89, 101 Reykjavík. Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Halldóra Friðjónsdóttir, formaður, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Karl Björnsson, Kristbjörg Stephensen, Elín Björg Jónsdóttir og Garðar Hilmarsson Framkvæmdastjóri er Jón G. Kristjánsson Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Sigtúni 42, 108 Reykjavík Sími 570 0400 www.lss.is Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Birt með fyrirvara um prentvillur Nærþjónustan er efst á baugi í Árborg SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2010 Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.