Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 2
2 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR
HVALVEIÐAR Hrafnreyður KÓ-100,
nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna
ehf. kom að landi í gærmorgun með
fyrstu hrefnu sumarsins. Skip-
ið hélt til veiða deginum áður frá
Kópavogshöfn og hafði samdægurs
fengið útgefið haffærisskírteini.
Dýrið, tæplega átta metra langur
tarfur, er það fyrsta sem veitt er á
Hrafnreyði. H var kominn í kjöt-
borð verslana í um hádegisbil.
Gunnar Bergmann Jónsson,
framkvæmdastjóri Félags hrefnu-
veiðimanna, var með í fyrstu för
skipsins á hvalveiðar. „Aðallega er
það til að fylgjast með og hjálpa
til. Við ætlum nú í fyrsta sinn að
skera úr hrefnunni bæði tungu og
hjarta,“ sagði hann áður en lagt
var úr höfn. Kjötið fer á innan-
landsmarkað, en tungu og hjörtu
eru seld til fyrirtækis sem svo
aftur selur þau úr landi. Gunnar
segir hjartað og tunguna þykja sér-
stakt lostæti í Japan og sjálfsagt að
nýta sóknarfæri í að selja þá hluta
skepnunnar úr landi. „Þetta hefur
ekkert verið nýtt hér heima.“
Gunnar segir að því stefnt að
undir haust verði Hrafnreyður
búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíð-
arinnar er hins vegar 200 dýr.
Hrafnreyður er annar báturinn
til að halda af stað á þessari vertíð,
en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða
í apríllok. Hrafnreyður var samt
fyrri til með feng að landi, því
Dröfn var kölluð í önnur verkefni.
Gunnar segir stefnt að því að
nýta innyfli skepnunnar eins og
hægt er, lifur þar á meðal, en
einnig þekkist að bein séu seld í
handverk. Til dæmis hafi lista-
maðurinn Matthew Barney, eigin-
maður Bjarkar Guðmundsdóttur, í
fyrra fest kaup á rifbeinum hvals.
„Hann notaði þau í handrið,“ segir
Gunnar.
Undanfarnar vikur hefur verið
unnið að því að gera Hrafnreyði
haffæra, en báturinn er hinn vist-
legasti eftir endurbæturnar. Þegar
hvalur hefur verið skotinn er hann
dreginn á dekk við skut skipsins og
skorinn þar í bita.
Kjöt og annað nýtilegt er svo
fært niður á millidekk í frekari
aðgerð og kælingu.
Fimm til átta eru í áhöfn í hverri
ferð og vistarverur áhafnar vist-
legar, í þremur litlum káetum með
kojum.
Á vefnum hrefna.is kemur fram
að Hrafnreyður verði við veiðar á
Faxaflóa út maí, en síðan sé áætl-
að að fara á önnur svæði. Kjötið fer
í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna í
Kópavogi. Þar er því pakkað og
selt í verslanir og veitingahús.
olikr@frettabladid.is
GUNNAR BERGMANN JÓNSSON Gunnar, sem er framkvæmdastjóri Félags hrefnu-
veiðimanna, fór á veiðar í gær til að hafa umsjón með aukinni nýtingu á hrefnum
sem veiðast. Hér mundar hann nýuppsetta byssuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HRAFNREYÐUR KÓ-100 Nýuppgert skip
Hrefnuveiðimanna ehf. er ekki ósvipað á
litinn og hrefnan sjálf sem því er ætlað
að veiða. Gert er út frá Kópavogshöfn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tunga og hjarta
þykir lostæti ytra
Nýuppgert hrefnuveiðiskip kom í gær í land með fyrsta feng nýhafinnar ver-
tíðar hrefnuveiðimanna. Til stendur að veiða 80 dýr. Kjötið fer á innanlands-
markað. Tungur og hjörtu eru nú hirt í fyrsta sinn og ætluð til útflutnings.
INDÓNESÍA 71 sæskjaldböku var
bjargað frá því að enda á borð-
um matgæðinga á eynni Balí í
Indónesíu. Lögreglan þar í landi
handtók kaupmann þegar grænar
risaskjaldbökur fundust í vöru-
húsi hans í Denpasar-borg. Mað-
urinn sagðist hafa keypt skjald-
bökurnar af sjómönnum sem
hefðu veitt þær undan Sulawesi-
eyju. Skjaldbökurnar voru að
meðaltali metri að stærð. Skjald-
bökukjöt þykir mesta góðgæti í
Balí en verslun með skjaldbökur
hefur verið bönnuð vegna þess að
þær eru í útrýmingarhættu. - sbt
Fundu skjaldbökur í geymslu:
Björguðu
sæskjaldbökum
frá slátrun
BJÖRGUNARSTÖRF Skjaldbökurnar eru
sjaldgæfar grænar sæskjaldbökur. Fimm
af sex tegundum sæskjaldbaka í heim-
inum eiga heimkynni við Indónesíu.
NORDICPHOTOS/AFP
SPURNING DAGSINS
Gunnlaugur, er Perlan þá
bara eignabóla?
„Nei, ég held að Perlan standi bara
föstum fótum á tönkunum.“
Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá
Sambandi sveitarfélaga, gagnrýnir hvernig
sveitarfélög blása út efnahagsreikninga
með því að reikna inn lóðir og fasteignir
sem aldrei sé ætlunin að selja.
STJÓRNMÁL Alþingi samþykkti
samhljóða á þriðjudagskvöld
frumvarp forsætisráðherra um
sanngirnisbætur til þeirra sem
urðu fyrir varanlegum skaða
vegna illrar meðferðar eða
ofbeldis á tilteknum stofnunum
eða heimilum á vegum ríkisins.
Getur einstaklingur fengið allt
að sex milljónum króna.
Mælt var fyrir frumvarpi til
laga um bæturnar í lok mars
og voru gerðar á því lítilshátt-
ar breytingar í allsherjarnefnd.
Breiður pólitískur stuðningur var
við málið. - bþs
Fórnarlömb fá bætur frá ríkinu:
Pólitísk sátt um
sanngirnisbætur
HAMFARIR Eðjuflóðið í Svaðbælisá stóð yfir fram
eftir degi í gær. Það hófst í gærmorgun, en hafði
sjatnað talsvert síðdegis að sögn Ólafs Eggerts-
sonar, bónda á Þorvaldseyri.
„Það flæddi yfir varnargarðana hjá Þorvaldseyri
á um 150 metra kafla í skamman tíma,“ segir Ólaf-
ur. „Þeir voru lélegir fyrir eftir að hafa skemmst í
fyrra flóðinu, en skemmdust enn frekar við þessa
gusu. Þeir halda þó að mestu leyti en það má engu
muna.“
Ólafur segir að flóðið virðist stafa af rigningar-
vatni sem sé að skola niður af Eyjafjallajökli drullu
og ösku, sem bæti svo einnig í á leiðinni niður af
honum.
Skyggni til jökulsins var ekkert í gær en á rat-
sjármyndum sem flugvél Landhelgisgæslunnar
TF- Sif tók á flugi yfir jökulinn í gærmorgun sjást
greinilega brotlínur á upptakastöðum flóðanna í allt
að 1200 metra hæð. Svæðið sem flóðið kom frá er
um 4 til 5 ferkílómetrar, að því er segir í tilkynn-
ingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Aska þarf að innihalda um 20 til 30 prósent vatn til
að aurflóð geti myndast en mikil rigning hefur verið
á þessu svæði að undanförnu. Hliðstæðir atburðir
geta átt sér stað á öðrum vatnasvæðum jökulsins.
Vinna er hafin við að styrkja varnargarðana við
Þorvaldseyri. - jss
Rigningarvatn skolaði ösku og drullu ofan af Eyjafjallajökli:
Eðjuflóð skemmdi varnargarða
EÐJAN SETT Á FLÖSKUR Hilmar Hróðmarsson, starfsmaður
Veðurstofu Íslands, vann að sýnatöku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRAKKLAND, AP Slæðubannið, sem
franska þingið fær brátt til með-
ferðar, mun breyta lífi nærri tvö
þúsund kvenna þar í landi sem
dags daglega ganga með slæðu
fyrir andlitinu að íslömskum sið.
Franskir ráðamenn telja víst að
bannið muni breyta lífi þessara
kvenna til hins betra, en sumar
kvennanna eru á öðru máli.
Þær spá því að áhrif laganna á
líf kynsystra þeirra muni birtast
í því að konur haldi sig að mestu
innandyra. Sumar segjast ætla að
fara með málið fyrir mannrétt-
indadómstól Evrópu ef þær verða
handteknar vegna slæðuburðar.
Nokkrar þessara kvenna ræddu
við fréttamenn á þriðjudag, dag-
inn áður en Michelle Alliot-Marie
dómsmálaráðherra kynnti frum-
varpið á ríkisstjórnarfundi.
„Verði lögin samþykkt, tek
ég ekki niður slæðuna,“ sagði
Najat, fráskilin kona. Najat, sem
á franska móður og marokkósk-
an föður, segist hafa hulið andlit
sitt slæðu undanfarin tíu ár, og þar
sem hún sé einstæð móðir geti eng-
inn haldið því fram að eiginmað-
ur hennar eða aðrir karlar stjórni
klæðaburði hennar. - gb
Hópur franskra kvenna mótmælir fyrirhuguðu slæðubanni:
Segja bannið loka konur inni
VEIFAR VEGABRÉFI Franskar konur
klæddar Niqab, alklæðnaði með andlits-
blæju sem hylur allt nema augun.
NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL Stjórnir heilbrigðis-
stofnana verða endurvaktar nái
tillaga nokkurra þingmanna, með
Ásmund Einar
Daðason, VG,
í fararbroddi,
fram að ganga.
Heilbrigðis-
stofnanir
höfðu sérstak-
ar stjórnir allt
til ársins 2003
þegar þær voru
aflagðar. Telja
flutningsmenn
mikilvægt að þær verði settar á
fót á ný svo samhæfa megi betur
starfsemi heilbrigðisstofnana og
áherslur í störfum sveitarfélaga
og styrkja megi stöðu heilsugæsl-
unnar og auka nærþjónustu innan
heilbrigðiskerfisins. - bþs
Breytt skipulag stofnana:
Stjórnir verði
endurvaktar
ÁSMUNDUR EINAR
DAÐASON
MENNTUN Karlmenn eru í miklum
minnihluta meðal starfsmanna á
leikskólum, að því er fram kemur
í samantekt Hagstofu Íslands.
Konur eru 96 prósent starfsmanna
leikskóla en karlmenn aðeins um
fjögur prósent.
Hlutfall karla hefur þó aukist
á undanförnum árum. Árið 1998
voru karlmenn tvö prósent starfs-
manna leikskóla. Til samanburð-
ar eru 18,3 prósent starfsmanna í
grunnskólum karlar og 41,6 pró-
sent í framhaldsskólum. Eins og
áður starfa hlutfallslega flestir
karlar á leikskólum við þrif. - bj
Konur fleiri á leikskólum:
Karlar eru 4%
starfsmanna
Arna Ýrr í Glerárkirkju
Valnefnd Glerárprestakalls ákvað á
fundi sínum á þriðjudag að leggja til
að séra Arna Ýrr Sigurðardóttir verði
skipuð prestur í Glerárprestakalli. Hún
hefur verið prestur við Langholts-
kirkju.
ÞJÓÐKIRKJAN
Vill fund um kvótasölubann
Sigurður Ingi Jóhannsson, Fram-
sóknarflokki, vill að sjávarútvegs- og
landbúnaðarnefnd komi saman og
fjalli um nýsetta reglugerð um bann
við viðskiptum með mjólkurkvóta til
1. desember.
ALÞINGI