Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 2
2 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR HVALVEIÐAR Hrafnreyður KÓ-100, nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. kom að landi í gærmorgun með fyrstu hrefnu sumarsins. Skip- ið hélt til veiða deginum áður frá Kópavogshöfn og hafði samdægurs fengið útgefið haffærisskírteini. Dýrið, tæplega átta metra langur tarfur, er það fyrsta sem veitt er á Hrafnreyði. H var kominn í kjöt- borð verslana í um hádegisbil. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags hrefnu- veiðimanna, var með í fyrstu för skipsins á hvalveiðar. „Aðallega er það til að fylgjast með og hjálpa til. Við ætlum nú í fyrsta sinn að skera úr hrefnunni bæði tungu og hjarta,“ sagði hann áður en lagt var úr höfn. Kjötið fer á innan- landsmarkað, en tungu og hjörtu eru seld til fyrirtækis sem svo aftur selur þau úr landi. Gunnar segir hjartað og tunguna þykja sér- stakt lostæti í Japan og sjálfsagt að nýta sóknarfæri í að selja þá hluta skepnunnar úr landi. „Þetta hefur ekkert verið nýtt hér heima.“ Gunnar segir að því stefnt að undir haust verði Hrafnreyður búin að veiða 80 dýr. Kvóti vertíð- arinnar er hins vegar 200 dýr. Hrafnreyður er annar báturinn til að halda af stað á þessari vertíð, en Dröfn RE hélt til fyrstu veiða í apríllok. Hrafnreyður var samt fyrri til með feng að landi, því Dröfn var kölluð í önnur verkefni. Gunnar segir stefnt að því að nýta innyfli skepnunnar eins og hægt er, lifur þar á meðal, en einnig þekkist að bein séu seld í handverk. Til dæmis hafi lista- maðurinn Matthew Barney, eigin- maður Bjarkar Guðmundsdóttur, í fyrra fest kaup á rifbeinum hvals. „Hann notaði þau í handrið,“ segir Gunnar. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að gera Hrafnreyði haffæra, en báturinn er hinn vist- legasti eftir endurbæturnar. Þegar hvalur hefur verið skotinn er hann dreginn á dekk við skut skipsins og skorinn þar í bita. Kjöt og annað nýtilegt er svo fært niður á millidekk í frekari aðgerð og kælingu. Fimm til átta eru í áhöfn í hverri ferð og vistarverur áhafnar vist- legar, í þremur litlum káetum með kojum. Á vefnum hrefna.is kemur fram að Hrafnreyður verði við veiðar á Faxaflóa út maí, en síðan sé áætl- að að fara á önnur svæði. Kjötið fer í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna í Kópavogi. Þar er því pakkað og selt í verslanir og veitingahús. olikr@frettabladid.is GUNNAR BERGMANN JÓNSSON Gunnar, sem er framkvæmdastjóri Félags hrefnu- veiðimanna, fór á veiðar í gær til að hafa umsjón með aukinni nýtingu á hrefnum sem veiðast. Hér mundar hann nýuppsetta byssuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HRAFNREYÐUR KÓ-100 Nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. er ekki ósvipað á litinn og hrefnan sjálf sem því er ætlað að veiða. Gert er út frá Kópavogshöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tunga og hjarta þykir lostæti ytra Nýuppgert hrefnuveiðiskip kom í gær í land með fyrsta feng nýhafinnar ver- tíðar hrefnuveiðimanna. Til stendur að veiða 80 dýr. Kjötið fer á innanlands- markað. Tungur og hjörtu eru nú hirt í fyrsta sinn og ætluð til útflutnings. INDÓNESÍA 71 sæskjaldböku var bjargað frá því að enda á borð- um matgæðinga á eynni Balí í Indónesíu. Lögreglan þar í landi handtók kaupmann þegar grænar risaskjaldbökur fundust í vöru- húsi hans í Denpasar-borg. Mað- urinn sagðist hafa keypt skjald- bökurnar af sjómönnum sem hefðu veitt þær undan Sulawesi- eyju. Skjaldbökurnar voru að meðaltali metri að stærð. Skjald- bökukjöt þykir mesta góðgæti í Balí en verslun með skjaldbökur hefur verið bönnuð vegna þess að þær eru í útrýmingarhættu. - sbt Fundu skjaldbökur í geymslu: Björguðu sæskjaldbökum frá slátrun BJÖRGUNARSTÖRF Skjaldbökurnar eru sjaldgæfar grænar sæskjaldbökur. Fimm af sex tegundum sæskjaldbaka í heim- inum eiga heimkynni við Indónesíu. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS Gunnlaugur, er Perlan þá bara eignabóla? „Nei, ég held að Perlan standi bara föstum fótum á tönkunum.“ Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi sveitarfélaga, gagnrýnir hvernig sveitarfélög blása út efnahagsreikninga með því að reikna inn lóðir og fasteignir sem aldrei sé ætlunin að selja. STJÓRNMÁL Alþingi samþykkti samhljóða á þriðjudagskvöld frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Getur einstaklingur fengið allt að sex milljónum króna. Mælt var fyrir frumvarpi til laga um bæturnar í lok mars og voru gerðar á því lítilshátt- ar breytingar í allsherjarnefnd. Breiður pólitískur stuðningur var við málið. - bþs Fórnarlömb fá bætur frá ríkinu: Pólitísk sátt um sanngirnisbætur HAMFARIR Eðjuflóðið í Svaðbælisá stóð yfir fram eftir degi í gær. Það hófst í gærmorgun, en hafði sjatnað talsvert síðdegis að sögn Ólafs Eggerts- sonar, bónda á Þorvaldseyri. „Það flæddi yfir varnargarðana hjá Þorvaldseyri á um 150 metra kafla í skamman tíma,“ segir Ólaf- ur. „Þeir voru lélegir fyrir eftir að hafa skemmst í fyrra flóðinu, en skemmdust enn frekar við þessa gusu. Þeir halda þó að mestu leyti en það má engu muna.“ Ólafur segir að flóðið virðist stafa af rigningar- vatni sem sé að skola niður af Eyjafjallajökli drullu og ösku, sem bæti svo einnig í á leiðinni niður af honum. Skyggni til jökulsins var ekkert í gær en á rat- sjármyndum sem flugvél Landhelgisgæslunnar TF- Sif tók á flugi yfir jökulinn í gærmorgun sjást greinilega brotlínur á upptakastöðum flóðanna í allt að 1200 metra hæð. Svæðið sem flóðið kom frá er um 4 til 5 ferkílómetrar, að því er segir í tilkynn- ingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Aska þarf að innihalda um 20 til 30 prósent vatn til að aurflóð geti myndast en mikil rigning hefur verið á þessu svæði að undanförnu. Hliðstæðir atburðir geta átt sér stað á öðrum vatnasvæðum jökulsins. Vinna er hafin við að styrkja varnargarðana við Þorvaldseyri. - jss Rigningarvatn skolaði ösku og drullu ofan af Eyjafjallajökli: Eðjuflóð skemmdi varnargarða EÐJAN SETT Á FLÖSKUR Hilmar Hróðmarsson, starfsmaður Veðurstofu Íslands, vann að sýnatöku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRAKKLAND, AP Slæðubannið, sem franska þingið fær brátt til með- ferðar, mun breyta lífi nærri tvö þúsund kvenna þar í landi sem dags daglega ganga með slæðu fyrir andlitinu að íslömskum sið. Franskir ráðamenn telja víst að bannið muni breyta lífi þessara kvenna til hins betra, en sumar kvennanna eru á öðru máli. Þær spá því að áhrif laganna á líf kynsystra þeirra muni birtast í því að konur haldi sig að mestu innandyra. Sumar segjast ætla að fara með málið fyrir mannrétt- indadómstól Evrópu ef þær verða handteknar vegna slæðuburðar. Nokkrar þessara kvenna ræddu við fréttamenn á þriðjudag, dag- inn áður en Michelle Alliot-Marie dómsmálaráðherra kynnti frum- varpið á ríkisstjórnarfundi. „Verði lögin samþykkt, tek ég ekki niður slæðuna,“ sagði Najat, fráskilin kona. Najat, sem á franska móður og marokkósk- an föður, segist hafa hulið andlit sitt slæðu undanfarin tíu ár, og þar sem hún sé einstæð móðir geti eng- inn haldið því fram að eiginmað- ur hennar eða aðrir karlar stjórni klæðaburði hennar. - gb Hópur franskra kvenna mótmælir fyrirhuguðu slæðubanni: Segja bannið loka konur inni VEIFAR VEGABRÉFI Franskar konur klæddar Niqab, alklæðnaði með andlits- blæju sem hylur allt nema augun. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Stjórnir heilbrigðis- stofnana verða endurvaktar nái tillaga nokkurra þingmanna, með Ásmund Einar Daðason, VG, í fararbroddi, fram að ganga. Heilbrigðis- stofnanir höfðu sérstak- ar stjórnir allt til ársins 2003 þegar þær voru aflagðar. Telja flutningsmenn mikilvægt að þær verði settar á fót á ný svo samhæfa megi betur starfsemi heilbrigðisstofnana og áherslur í störfum sveitarfélaga og styrkja megi stöðu heilsugæsl- unnar og auka nærþjónustu innan heilbrigðiskerfisins. - bþs Breytt skipulag stofnana: Stjórnir verði endurvaktar ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON MENNTUN Karlmenn eru í miklum minnihluta meðal starfsmanna á leikskólum, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Konur eru 96 prósent starfsmanna leikskóla en karlmenn aðeins um fjögur prósent. Hlutfall karla hefur þó aukist á undanförnum árum. Árið 1998 voru karlmenn tvö prósent starfs- manna leikskóla. Til samanburð- ar eru 18,3 prósent starfsmanna í grunnskólum karlar og 41,6 pró- sent í framhaldsskólum. Eins og áður starfa hlutfallslega flestir karlar á leikskólum við þrif. - bj Konur fleiri á leikskólum: Karlar eru 4% starfsmanna Arna Ýrr í Glerárkirkju Valnefnd Glerárprestakalls ákvað á fundi sínum á þriðjudag að leggja til að séra Arna Ýrr Sigurðardóttir verði skipuð prestur í Glerárprestakalli. Hún hefur verið prestur við Langholts- kirkju. ÞJÓÐKIRKJAN Vill fund um kvótasölubann Sigurður Ingi Jóhannsson, Fram- sóknarflokki, vill að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd komi saman og fjalli um nýsetta reglugerð um bann við viðskiptum með mjólkurkvóta til 1. desember. ALÞINGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.