Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 4
4 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Hæstiréttur vísaði í gær frá dómi kröfu Sig- urðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, um að alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum yrði afturkölluð. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimild fyrir því í lögum að kæra úrskurði af þessu tagi. Sigurður, sem býr í Lundúnum, hefur neitað að verða við beiðni sérstaks saksóknara um að koma til Íslands í skýrslutöku. Saksóknari fékk því dómsúrskurð í hér- aði fyrir því að gefa út alþjóðlega hand- tökuskipun á hendur honum og hefur hann síðan verið eftirlýstur á vef Int- erpol. Þessu vildi Sigurður ekki una og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Í ljósi frávísunar Hæstaréttar stendur því hand- tökuskipunin og Sigurður er enn eftirlýstur. Hins vegar liggur fyrir að bresk lögregluyfirvöld hyggjast ekki handtaka Sigurð fyrr en þegar og ef hann verður ákærður. Hann verður þó hand- tekinn ef hann yfirgefur Bretland. Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð yfir Hreiðari Má Sigurðssyni til 28. maí. Í fyrradag staðfesti Hæstiréttur far- bannsúrskurð yfir Magnúsi Guðmunds- syni, fyrrverandi bankastjóra Kaup- þings í Lúxemborg, til 28. maí. Þá var farbann yfir Steingrími Kárasyni, fyrrverandi yfirmanni áhættustýr- ingar bankans, framlengt í héraði í gær til sama dags. - sh Hæstiréttur telur úrskurði um handtökuskipanir ekki kæranlega: Kæru Sigurðar vísað frá dómi SIGURÐUR EINARSSON BERLÍN, AP „Það er okkar sögulega verkefni. Ef evran bregst þá bregst Evrópa,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, þegar hún í gær hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands í eitt þúsund millj- arða evra björg- unarpakka í Evrópu. „Evran er í hættu. Ef við náum ekki að bægja henni frá þá verða afleiðingarn- ar óútreiknanlegar fyrir Evrópu og afleiðingarnar utan Evrópu eru óútreiknanlegar,“ sagði Merk- el sem lét viðvörunar orð sín falla í kjölfar þess að Þjóðverjar settu nýjar reglur sem banna skortsölu á skuldabréfum stórra fjármálafyr- irtækja og á hlutabréfum í þeim. - gar Kanslari brýnir þýska þingið: Evrópa bregst ef evran fellur ANGELA MERKEL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 24° 19° 17° 16° 13° 18° 18° 22° 21° 22° 25° 34° 21° 22° 16° 17°Á MORGUN Hæg breytileg átt eða hafgola. LAUGARDAGUR Hæg breytileg átt eða hafgola. 11 12 14 16 14 12 12 12 1212 8 9 8 9 15 6 7 5 5 6 6 5 5 4 6 3 7 4 4 5 5 4 HÆGUR VINDUR Það verður hægur vindur víðast hvar á landinu næstu daga. Lítið sést til sólar í dag en þó léttir heldur til norðvestanlands. Á morgun verður nokkuð bjart norð- an- og austanlands og á laugardag lítur út fyrir bjart eða nokkuð bjart veður víða um land. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöft- um og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfa- pakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbank- ans í októ ber 2008. Már Guð- mundsson seðlabankastjóri und- irritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxem- borg, í gær. Pakkinn gengur undir nafninu Avens og samanstendur af íslensk- um íbúðabréfum og innstæðum og jafngildir fjórðungi af krónueign- um erlendra aðila og hefur Seðla- bankinn í Lúxemborg verið fram til þessa stærsti einstaki erlendi eigandi íslenskra króna. Til að gefa einhverja mynd af umfangi viðskiptanna jafngilda kaupin tíu prósentum af öllum innstæðum í íslenska bankakerfinu. Kaupverð nemur rúmum 120 milljörðum íslenskra króna. Greitt er með 402 milljóna evra skulda- bréfi til fimmtán ára. Skuldabréf- ið ber breytilega millibankavexti (Euribor), sem eru um 0,6 prósent um þessar mundir, að viðbættu 2,75 prósenta álagi. Það er sama álag og á lánum Norðurlandanna til Íslands. Að viðbættu skulda- bréfinu greiðir Seðlabankinn 35 milljónir evra í reiðufé og sex milljarða í íslenskum krónum. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri reiknar með því að gengi krónunnar styrkist hraðar en ella vegna samningsins. Gengið styrkist um 1,7 prósent í gær, endaði í 217 stigum, og hefur það ekki verið sterkara síðan í byrjun apríl í fyrra. Már segir samninginn marka mikilvægan áfanga hjá Seðla- bankanum eftir efnahagshrun- ið: „Við erum að byrja að þróa aftur alvöru sambönd við erlenda seðlabanka og komast inn í klúbb- inn aftur. Það eykur traustið almennt,“ segir hann og leggur áherslu á að Seðlabanki Lúxem- borgar hafi sýnt ákveðinn vel- vilja, enda sé samningurinn hag- stæður fyrir báða aðila. Þegar viðskiptin ganga í gegn færist skuldabréfapakkinn að öllum líkindum inn í umsýslu- félagið Eignasafn Seðlabank- ans. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun hans. Það verður gert í gagnsæju og opnu ferli, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. jonab@frettabladid.is SEÐLABANKASTJÓRAR SKIPTAST Á GJÖFUM Már Guðmundsson seðlabankastjóri færði kollega sínum í gær tvær bækur um Ísland auk tveggja krukkna með ösku úr Eyjafjallajökli sem Magnús Tumi, bróðir hans, útvegaði. Á móti gaf Yves Mersch Má öskju með sérsleginni evrumynt með mynd af hauki. MYND/SEÐLABANKINN Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið Seðlabanki Íslands hefur samið um kaup á fjórðungi af krónueignum erlendra aðila. Samningarnir hafa staðið yfir í tæpt eitt og hálft ár. Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur líklegt að gengi krónunnar styrkist fyrr en áður var talið. Forsendur skapist til að lækka vexti frekar og draga úr gjaldeyrishöftum. Keyptu undir aflandsgengi „Það má reikna eitthvert gengi á skuldabréfið. Það er um 250 til rúmlega 280 krónur á evruna, allt eftir því hvernig núvirðið er reiknað. Þetta er birtingarmynd á því hversu samningurinn er hagstæður fyrir okkur,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Ein evra kostaði 275 krónur á af landsmörkuðum í gær, samkvæmt upplýsingum netmiðilsins Keldan. Avens-pakkinn Skuldabréfapakkinn sem Seðlabanki Íslands hefur nú keypt var settur saman af gamla Landsbankanum í Lúxemborg síðla árs 2008 þegar veru- lega hafði harðnað á dalnum á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Lands- bankinn keypti mikið magn ríkisskuldabréfa hér á landi og lagði pakkann inn í Seðlabanka Lúxemborgar í skiptum fyrir lausafé. Þegar Landsbankinn féll í október 2008 sat Seðlabanki Lúxemborgar uppi með trygginguna. Skuldabréfastabbinn er fjórðungur af krónum í eigu erlendra aðila. Hefði hann verið settur á markað var lengi vel óttast að hann gæti komið niður á íslenskum skuldabréfa- og krónumarkaði. Viðræður um lausn mála hafa staðið yfir frá því um áramótin 2009. Þetta er annar skuldabréfapakkinn af tveimur sem gamli Landsbankinn lagði inn í Seðlabanka Lúxemborgar í endurhverfum viðskiptum sínum við hann. Hinn nefnist Betula og samanstendur af veði í erlendum eignum. Ranghermt var að séreignarsjóður Kaupþings hafi verið í umsjón Frjálsa lífeyrissjóðsins í Fréttablaðinu í gær. Séreignarsjóðurinn var í umsjón gamla Kaupþings og hafði Frjálsi lífeyrissjóð- urinn enga aðkomu að fjárfestingar- stefnu, rekstri og fjárfestingum hans. Þá var sjóðsfélögum heimilt að flytja inneign sína í annan séreignarsjóð. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Fimm á slysadeild Flytja þurfti fimm manns á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur á gatna- mótum Stekkjarbakka um kvöldmat- arleytið í gær. Áreksturinn var heldur harkalegur en tildrög slyssins voru óljós í gær. Fólkið mun ekki hafa slasast alvarlega. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Steinþór Gunnarsson, sem var forstöðumaður á verð- bréfasviði Landsbankans, hefur vísað til dóms kröfu um að fá 490 milljónir króna sem hann telur sig eiga í ógreiddan bónus frá árinu 2007. Slitastjórn Landsbankans hafn- aði kröfunni. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að árið 2007 fékk Stein- þór greiddar rúmlega 200 millj- ónir í bónus. Jafnframt kom fram að bónusar hefðu á tilteknum tímabilum verið hærri en tekjur verðbréfasviðsins. - bþs Vísar bónuskröfu til dóms: Krefst 490 millj- óna í bónus AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 19.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,1585 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 131,48 132,1 187,42 188,34 160,1 161 21,515 21,641 20,504 20,624 16,625 16,723 1,4404 1,4488 192,09 193,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Smellugas Skiptu yfir í nýtt og einfaldara kerfi Fáðu nýja þrýstijafnarann – þér að kostnaðarlausu! smellugas.is 25% afslá ttur af in niha ldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.