Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 24

Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 24
24 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR sent. Ef fara ætti niðurskurðar- leiðina myndi hún óhjákvæmilega koma niður á þessari þjónustu. Leik- og grunnskólar eru ekki val. Þeir gegna lykilhlutverki á öllum tímum sem menntastofn- anir og ekki síður sem staðir þar sem börn geta fundið skjól og liðið vel. Hækkun þjónustugjalda væri því ekkert annað en dulbú- in útsvarshækkun á afmarkaða hópa. Í greiningu Seðlabanka Íslands á stöðu íslenskra heimila kemur fram að barnafjölskyldur eiga erfiðast með að ná endum saman. Gjaldskrár sveitarfélaganna eiga án efa sinn þátt í því og hækkun þeirra yrði til þess eins að veikja stöðu þeirra enn frekar. Þar sem grunnþjónustan er sameiginlegt viðfangsefni okkar allra verðum við að tryggja að sameiginlegur sjóður sé til stað- ar og að hann dekki kostnaðinn svo raunverulegt jafnrétti ríki. Raunveruleikinn Staða borgarsjóðs krefst þess að tekin verði ákvörðun um hvaða leið verði farin. Reykjavík hefur heimild til 0,25 prósenta útsvars- hækkunar, en fullnýting hennar myndi skapa 700 milljónir króna í tekjur. Til að afla sömu tekna gegnum gjaldskrár þyrfti að hækka þær um 7,46 prósent að jafnaði. Ef við tökum stefnuskrár allra flokka um að verja grunn- þjónustuna trúanlega, þá stend- ur valið milli útsvars- eða gjald- skrárhækkana. Til að fá einhverja mynd af því hvað þessar mismunandi leiðir þýða fyrir borgarbúa má á með- fylgjandi mynd sjá dæmi um hjón með eitt barn í leikskóla og eitt í grunnskóla en mismiklar tekj- ur. Myndin sýnir aðeins útgjöld vegna leikskólagjalda og skóla- máltíða í grunnskólum, en tekur ekki tillit til allra annarra gjald- skráa, svo sem vegna bókasafns- skírteina, strætófargjalda, sund- ferða eða annars sem einnig kæmi til með að hækka ef sú leið yrði farin. Gjaldskrárhækkun myndi kosta hjón með 4,8 milljónir í árslaun (400 þúsund á mánuði) um 26.000 krónur á ári en útsvarshækkun myndi kosta sömu hjón 12.000 krónur á ári. Kostnaðaraukinn yrði því um 14.000 krónum lægri vegna þjónustunnar ef útsvar- sleiðin yrði farin. Sömu sögu er að segja um hjón með 800 þúsund krónur á mánuði, en þar næmi munurinn um 2.000 krónum. Hjón með 1,2 milljónir króna í mánað- arlaun myndu aftur á móti greiða 10.000 krónum meira á ári ef útsvarsleiðin yrði farin. Álögur á borgarbúa Borgarstjóri segist handviss um að fjölskyldurnar í Reykjavík þoli ekki meiri álögur og lofar því að útsvarið hækki ekki. Engin loforð hafa verið gefin um gjaldskrár, önnur en þau að þær eigi áfram að vera lágar. Þetta kosningaloforð Sjálf- stæðisflokksins er til marks um þá takmörkuðu sýn sem enn ríkir innan þeirra raða á eigin stefnu og eigin hugmyndafræði. Eftir græðgis- og frjálshyggjutímabil liðinna ára sem tæmdi sameigin- lega sjóði í skattaskjól auðmanna skortir Sjálfstæðisflokkinn enn þá samfélagslegu ábyrgð sem stjórnmálaafl verður að búa yfir. Eftir stendur takmarkalaus tryggð gagnvart þeim sem best standa. Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið. Skólaganga barnanna okkar skiptir máli. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og svo tekur hin lögbundni grunnskóli við. Þessi grunnþjónusta er í umsjá Reykjavíkurborgar og kostuð með útsvarinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn lofar að hækka ekki útsvar og halda gjöldum fyrir grunnþjónustu í lágmarki. Það er óforsvaran- legt með öllu. Útsvarið er sann- gjarnasta leiðin til að fjármagna grunnþjónustuna, enda byggir það á hlutfalli af tekjum. Ef sjóð- urinn dugir ekki er þrennt í boði; að skerða þjónustuna, að hækka þjónustugjöldin eða að hækka útsvarið. Þrjár leiðir Um helmingur af skatttekjum borgarinnar fer í rekstur leik- og grunnskóla og ef við bætist velferðarþjónustan og frístunda- heimilin nálgast hlutfallið 70 pró- Útsvar eða gjaldskrárhækkanir Borgarmál Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík 40 30 20 10 0 -10 -20 Hjón með 4,8 m.kr. á ári Hjón með 9,6 m.kr. á ári Hjón með 14,4 m.kr. á ári Dæmi um gjaldskrárhækkun Gjaldskrárhækkun Útsvarshækkun Útgjaldamunur 26 .1 00 26 .1 00 26 .1 00 12 .0 00 24 .0 00 36 .0 00 -1 4. 10 0 9. 90 0 -2 .1 00 Nýlega tók ríkið yfir rekstur hinna 100 ára gömlu spari- sjóða, Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs. Báðir sjóðirnir rekja sögu sína aftur til upphafs tuttugustu aldarinnar þegar framsýnir menn tóku sig saman og settu á stofn fjármálastofnanir til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins. Einkenni sparisjóðanna er hin miklu tengsl þeirra við samfé- lagið sem þeir starfa í. Þessum tengslum ná þeir í gegnum stofn- fjáreigendur og stuðning við upp- byggingu og menningarstarf í byggðarlaginu. Sjóðirnir hafa notið mikils velvilja hjá viðskipta- vinum sínum og starfsfólki líkt og mælingar íslensku ánægjuvogar- innar hafa sýnt aftur og aftur. Þrátt fyrir þetta er ekki óalgengt að spurt sé hver munurinn sé á sparisjóðum og venjulegum bönk- um. Eru sparisjóðirnir ekki bara venjulegir bankar og ef svo er, til hvers þarf að halda sérstaklega í þá? Sparisjóðir eru náskyldir sam- vinnufélögum, gagnkvæmum tryggingarfélögum, sjálfseign- arstofnunum og frjálsum félaga- samtökum. Meginhugsjónir sam- vinnunnar eru að fólk nái meiri árangri með því að vinna saman en hvert í sínu horni, að eina leið- in til að tryggja sanngirni í samfé- laginu sé að dreifa valdi, lýðræð- isleg vinnubrögð og að hvetja til reksturs samvinnufélaga og ann- arra sameiginlegra félaga sem hafa hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi fremur en að hámarka hagnað. Sameignarfélög vilja ná rekstr- arlegum árangri, en á grunni siðferðislegra gilda og sterkr- ar samfélagslegrar vitundar þar sem hver meðlimur hefur eitt atkvæði. Þeir sem nota þjónustuna, t.d. með því að versla, leggja inn pen- inga eða leigja húsnæði eru jafn- framt eigendurnir. Markmið þeirra er þó ekki að taka út hagnað í formi arðgreiðslna heldur fá þeir hagn- aðinn með lægri þjónustugjöldum, lægri vöxtum, lægra vöruverði eða hærra skilagjaldi. Mikil áhersla er lögð á samfélagslegt hlutverk fyrirtækjanna, þannig að ákveð- ið hlutfall af arði rekstrarins fer í samfélagsleg verkefni, sem endur- spegla samfélagslega ábyrð félag- anna. Einhvers staðar villtust sam- vinnumenn af leið og töpuðu sér í græðgisvæðingu hins íslenska samfélags. Víða var unnið mark- visst að því að eyða sparisjóðum og samvinnufélögum. Fé án hirðis varð að skammaryrði þegar eignir og sjóðir sem stóðu að baki rekstr- inum skiluðu ekki beinum hagnaði í vasa eigenda sinna. Fyrir hrunið var stór hluti sparisjóðanna kom- inn langt í „hlutafélagavæðingu“, enda hvattir áfram með breyttu laga- og rekstarumhverfi. Áhersl- an var ekki lengur á samfélagsleg- an þátt rekstrarins, heldur alltof oft á skammtímagróða og sérhags- muni. Í skýrslu rannsóknarnefndar fjallar dr. Hulda Þórisdóttir um aðdraganda og orsakir efnahags- hrunsins á Íslandi frá sjónarhóli kenninga og rannsókna í félags- legri sálfræði. Þar bendir hún á að fjöldi rannsókna hafi sýnt að fólk er drifið áfram af mun fleiri hvötum en eiginhagsmunum og ekki hvað síst af sanngirni. Auðveldlega er þó hægt að ýta undir eiginhags- muni einstaklinga og búa til kerfi sem hvetji til sérhyggju og ósann- girni. „Hagfræðinemar komnir langt í námi hegða sér til dæmis mun frekar til samræmis við for- senduna um eiginhagsmunagæslu en aðrir nemendur og þeir sem skemmra eru komnir í hagfræði- námi“ skrifar Hulda. Samfélags- uppbygging sem hvetur fólk til að meta fyrst og fremst efnisleg gæði framar öðrum gildum á borð við réttlæti eða sanngirni laðar fram hegðun hjá fólki í samræmi við for- sendur kerfisins. Joseph Stiglitz, nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði, hefur mikið talað fyrir mikilvægi þess að byggja upp raunverulegt blandað hagkerfi og hverfa frá nýfrjálshyggju. Hann bendir á að hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar sé eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún sé hreinlega ekki til. Því verði endurreisn hins vestræna heims að byggjast á jafn- vægi, raunverulegu blönduð hag- kerfi þar sem einkafyrirtæki, ríkið og sameignarfélög ná að blómstra. Sanngjarnt, heilbrigt og réttlátt samfélag er líklegra til að vaxa og dafna á sjálfbæran máta, hvort sem litið er til félagslegra, pólitískra eða umhverfislegra þátta. Á næstu árum verðum við að byggja betra og sanngjarnara sam- félag. Lánastofnanir sem þjónusta félagsmenn á sanngjörnum kjörum eru hluti af því. Þess vegna þurfum við að byggja upp betri, sanngjarn- ari og sterkari sparisjóði. Af hverju sparisjóði? Sparisjóðir Eygló Harðardóttir alþingismaður Fyrir hrunið var stór hluti sparisjóð- anna kominn langt í „hlutafélaga- væðingu“, enda hvattir áfram með breyttu laga- og rekstarumhverfi. DAGSKRÁ: Fimmtudagur 20. maí TÆKNIN ER HEIT – Hagnýt varmafræði, orka og vélar* William S. Harvey Stofa: V1.12 Orkutæknistofa Þriðjudagur 25. maí SAMSPIL Í HÖNNUN – Arkitektúr og burðarvirkjahönnun* Björn Guðbrandsson Stofa: V1.02 BETELGÁS Miðvikudagur 26. maí RAFMÖGNUÐ ENDURHÆFING – Raförvun við endurhæfingu fingra Arna Óskarsdóttir og Dröfn Svanbjörnsdóttir Stofa: V1.02 BETELGÁS Fimmtudagur 27. maí UMHVERFISVÆNT FORSKOT – Samnýting rafbíla við HR* Hlynur Stefánsson Stofa: V1.12 Orkutæknistofa Föstudagur 28. maí Á KAFI Í TÆKNINNI – Sjálfvirkur kafbátur* Jón Guðnason Stofa: V2.09 Rafeinda- og stýritæknistofa ALLIR VELKOMNIR! * Verkefni styrkt af Samtökum iðnaðarins Erindi verða flutt kl. 12:00 – 12:30 alla dagana. VERKIN TALA TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR Fyrirlestraröð Í byrjun árs 2009 veittu Samtök iðnaðarins Háskólanum í Reykjavík rausnarlegan styrk til að þróa kennslu í hagnýtum námskeiðum þar sem hugvit og verkvit vinna saman. Undir yfirskriftinni „Verkin tala“ verða nú kynnt ýmis áhugaverð verkefni sem nemendur í verkfræði og tæknifræði hafa unnið á námskeiðum sem nutu styrks SI. 20. – 28. maí í Háskólanum í Reykjavík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.