Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 20. maí 2010 25
Besti flokkurinn hefur dálít-ið mætt á pallborðsumræður.
Það er ekki gaman. Þetta er eins
og leiðinlegasta leikrit í heimi. Þar
sitja frambjóðendur flokkanna við
langt borð, og síðan er fólk sem
situr úti í sal. Svo tala allir fram-
bjóðendurnir. Þeir tala mest um
hvað þeir eru sjálfir frábærir og
stundum aðeins um hvað allir hinir
eru ömurlegir og hallærislegir.
Þeir lofa öllu fögru. Stundum
missir maður hreinlega þráðinn og
hættir að skilja hvað þeir eru að
segja. Þeir tala skringilegt tungu-
mál og nota orðasambönd og frasa
sem hafa enga tilfinningalega til-
vísun og eru yfirborðskenndir og
innantómir.
Sumir nota Power Point til að
gera þetta enn þá kvalafyllra fyrir
áhorfendur. Enginn notar Keynote.
Svo fá þeir vini sína og stuðnings-
fólk til að koma á fundina og hlæja
að öllu sem þeir segja og klappa
fyrir þeim, en vera fúlir við hina.
Þetta er eins og sjoppuleg útgáfa
af Morfís-keppninni. Þegar þeir
eru loks búnir að tala er lítill tími
fyrir spurningar, en þá fá þeir líka
aftur tækifæri til að tala. Þetta er
mjög leiðinlegt. Allir fá höfuðverk.
Þetta verður gjarnan eins og leiðin-
legasti húsfélagsfundur.
Það sem er verst, er að enginn
fær neitt út úr þessu og allir ganga
fátækari frá borði, nema helst sá
sem talaði mest og náði að sýna
tíma annarra mesta lítilsvirðingu
og drepa flesta úr leiðindum. Sér-
staklega andstæðinga. Þeir virða
engin tímamörk og halda áfram að
blaðra. Jafnvel þó þeir séu komn-
ir langt fram úr þeim tíma sem
þeim var gefinn og fundarstjóri
sé staðinn upp og orðinn pirraður.
Þá hlær meðvirka stuðningsfólk-
ið úti í sal taugaveiklunarhlátri og
gefur í skyn að þetta sé eðlilegt og
allt í lagi.
En það er það ekki. Það er ekk-
ert uppbyggilegt eða göfugt við
þetta. Þetta er bara subbulegt
málefnaklám að mestu leyti sem
gengur út á að upphefja sjálfan sig
á kostnað annarra. Besti flokkur-
inn vill ekki taka þátt í svona leið-
inlegum og óskilvirkum fundum.
Okkur finnst þetta tímaeyðsla.
Það er gaman í Besta flokknum.
Þetta fyrirkomulag er gelt og úrelt
og skilar engu uppbyggilegu. Það
virðist gert til að drepa niður alla
skapandi hugsun.
Allir sem hafa gott hjartalag
verða kjaftaðir í kaf. Þetta er
bara ein tegund af frekjukeppni.
Við göngum sorgmædd út af
svona fundum og líður eins og
við höfum setið með fyllibyttum
á bar. Við höngum ekki á börum.
Við viljum gera uppbyggilega hluti
og hitta skemmtilegt fólk. Okkur
finnst Power Point leiðinlegt for-
rit. Keynote er aðeins skárra. Við
vorum að hugsa um að gera ein-
hverja stórfenglega, leiðinlega
Power Point-kynningu, en við
höfum ekki tíma til þess.
Við viljum breyta þessu fyrir-
komulagi og þeim reglum sem
hafa verið settar. Við viljum
hitta fólk, milliliðalaust, mæta á
vinnustaði og hjá félagasamtök-
um, sérstaklega ef frambjóðend-
ur hinna flokkanna eru fjarver-
andi á meðan. Við ætlum að halda
þátttöku í pallborðsumræðum í
algjöru lágmarki.
Tími frekju, yfirgangs og leið-
inda er liðinn.
Það er ekkert uppbyggilegt eða göfugt við þetta. Þetta er bara
subbulegt málefnaklám að mestu leyti sem gengur út á að upp-
hefja sjálfan sig á kostnað annarra. Besti flokkurinn vill ekki taka
þátt í svona leiðinlegum og óskilvirkum fundum.
Möppumessur
Íslenzka flokkakerfið ræður ekki lengur við hlutverk sitt. Það er
ólýðræðislegt, selur sig hæstbjóð-
anda og nýtur hvorki virðingar
né velvildar þjóðarinnar. Einhver
háværasta krafa búsáhaldabylt-
ingarinnar var krafan um stjórn-
lagaþing og nýja stjórnarskrá. Nú
þarf að herða róðurinn að því að
stjórnlagaþing verði kjörið hið
allra fyrsta. Hér fer á eftir tillaga
að nýrri stjórnskipan.
1. Forseti Íslands fer með fram-
kvæmdavaldið. Hann skal kjör-
inn í beinum kosningum og telst
réttkjörinn hafi hann meirihluta
greiddra atkvæða. Kjósa skal milli
þeirra sem flest atkvæði fá ef eng-
inn hefur tilskilinn meirihluta úr
fyrri umferð. Allir atkvæðisbærir
Íslendingar hafa kjörgengi en skylt
er að frambjóðandi hafi stuðning
minnst 5% en mest 10% kjósenda.
Forseti Íslands skipar ríkisstjórn
og skulu ráðherrar vera fjórir.
2. Alþingi fer með löggjafarvald-
ið og skal kjörið úr einu kjördæmi
og skal kjósa 30 þingmenn sem
bjóða sig fram sem einstaklingar
en hafa meðmælendur með fram-
boði sínu – 1% kjósenda sem lág-
mark og 2% sem hámark.
3. Dómarar skulu skipaðir til
starfa – 4 ár í senn – af forseta
Íslands með samþykki Alþingis.
Dómstig verði þrjú.
Með því að kjósa forsetann beint
er verið að sameina núverandi
embætti forsætisráðherra og for-
seta. Mér finnst óþarfi að fara út í
nánari skýringar á þörfinni fyrir
þetta, en bendi fólki á að horfa
um öxl til síðustu ára. Eitt af því
sem einkennt hefur stjórnmálin
á Íslandi undanfarin ár er oflæti,
ofdramb og sýndarmennska. Lítil
þjóð þarf að sníða sér stjórnkerfi
eftir þörfum sínum en ekki eftir
þörfum flokkanna til þess að koma
klíkuvinum í óhófslifnað á kostn-
að almennings. Fimm manna
ríkisstjórn undir forystu forseta
er fullfær um að stjórna þessari
smáþjóð.
Sama máli gegnir um Alþingi.
Það er engin þörf fyrir 63 þing-
menn. Má jafnvel færa prýðileg
rök fyrir því að 10-15 þingmenn
dygðu ágætlega. Hins vegar er
talan 30 hugsuð þannig að flest
sjónarmið komi mönnum að. Gera
má ráð fyrir því að þingmenn
greiddu miklu fremur atkvæði
samkvæmt hugsjónum eða þeim
viðhorfum sem þeir hafa áður
kynnt kjósendum ef þeir væru
ekki bundnir á klafa klíkuveldis
flokkanna.
Setja þarf inn í stjórnarskrá
ákvæði um að tiltekinn fjöldi
kjósenda – t.d. 10% – geti krafizt
atkvæðagreiðslu hvort heldur er
í sveitarfélögum eða á landsvísu.
Það er orðið miklu minna mál en
áður var að hafa atkvæðagreiðslur.
Þessum hugmyndum er hér varpað
fram til umræðu.
Nýtt lýðveldi –
nýtt stjórnkerfi
Íslenskt stjórnkerfi
Bárður G.
Halldórsson
framhaldsskólakennari
Borgarmál
Jón
Gnarr
oddviti Besta flokksins
Opnunartími:
Mán-Fös. kl: 10-18
Laug. kl: 12-16
Fossháls 5-7
110 Reykjavík
Sími 551 5600
Fax 551 5601
utilegumadurinn.is
Eximo 2010 hjólhýsi á einstöku verði !
• Létt og meðfærileg hús,
auðveld í drætti.
• Mjög gott verð.
• Sterklega smíðuð hús.
• Falleg hönnun.
• 91 Lítra ísskápur.
• Gasmiðstöð m/ Ultra heat
( rafm. hitun )
• Litaðar rúður
• 12 og 220 Volta rafkerfi.
Eximo 520L Hjólhýsi Eximo 460 Hjólhýsi
Verð: 2.848.000krVerð: 2.998.000krVerð: 2.998.000kr
Lengd: 5,03 m
Breidd: 2,30 m
Þyngd: 1050 kg
Svefnpláss fyrir 5 (kojuhús)
Lengd: 5,03 m
Breidd: 2,30 m
Þyngd: 1050 kg
Svefnpláss fyrir 4
Lengd: 4,57 m
Breidd: 2,30 m
Þyngd: 1000 kg
Svefnpláss fyrir 4
Frábær
kaup
Eximo 520B Hjólhýsi
– Bólgueyðandi og verkjastillandi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
A
c
ta
v
is
0
1
4
0
5
1
Íbúfen®
Göngum frá
verknum
Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen
er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d.
tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með
skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- eða nýrnasjúkdóm á ekki að nota lyfið. Fólk sem fengið hefur
astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja á ekki að nota
lyfið. Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða með sögu um slík sár,
aukna blæðingartilhneigingu eða helluroða (SLE). Einnig hjá sjúklingum með veilt hjarta, nýrna- eða
lifrarsjúkdóm, sérstaklega ef meðhöndlað er með þvagræsilyfi samtímis, þá þarf að fylgjast með mögulegri
minnkaðri nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen
getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingar- óþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og
höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum
skömmtum. Ekki er mælt með stærri dagskammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg
líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel
leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Lyfið skal geymt þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009