Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 32
 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR6 Í nýjasta hefti þýska brúðkaupstímaritsins Hochzeit er að finna sextán síðna umfjöllun um hárgreiðslumeistarann Írisi Sveinsdótt- ur og greiðslurnar hennar en hún hefur getið sér gott orð í Þýskalandi. „Ég fór upphaflega til Þýskalands til að taka þátt í hárgreiðslukeppnum árið 1986 og hlaut leiðsögn þýska landsliðsþjálfarans í hárskurði,“ segir Íris sem vann til fjölda verðlauna og státar meðal annars af lands- meistaratitli. „Í kjölfarið ákvað ég að opna mína eigin stofu sem heitir Iris Hair Art og er í Mainz.“ Árið 1991 fór Íris að vinna fyrir amer- íska fyrirtækið Paul Mitchell og hefur ferð- ast víða til að halda sýningar á vegum þess. „Undanfarin átta ár hef ég svo verið með tvær stórar brúðarsýningar í Þýskalandi og síðustu fimm árin hef ég gert brúðarlínu fyrir Hochzeit. Í ár gáfu þeir út sérblað um brúðargreiðslur og þar fengu greiðslurnar mínar sextán síðna umfjöllun. Þar af voru tvær síður lagðar undir viðtal við mig,“ segir Íris. Hún vinnur náið með ljósmyndaranum Bernd Siegel sem myndar greiðslurn- ar skref fyrir skref en þannig getur fólk séð hvernig þær verða til auk þess sem þær eru stund- um notaðar sem kennslu- myndir fyrir hárgreiðslu- fólk. Íris segir umfjöllunina mikla viðurkenningu enda hafi enginn annar hárgreiðslu- maður verið tekinn fyrir með sams konar hætti. Íris flutti heim fyrir þremur árum og tók við rak- arastofunni Hárbæ að Lauga- vegi 168 af föður sínum Sveini Árnasyni. „Bæði pabbi og afi voru rakar- ar svo þetta er í ætt- inni. Ég byrjaði sem rakari en fór svo yfir í síðara hár og þó ég klippi, liti og raki þá finnst mér æðis- lega gaman að gera uppsetningar og greiðsl- ur, ekki síst brúðargreiðslur enda frábært að fá að taka þátt í stóra deginum með fólki.“ Íris er enn með annan fótinn í Þýskalandi og rekur áfram stofuna í Mainz. Spurð um þýsku hártískuna segir hún hana aðeins stíf- ari en hér heima enda hægt að setja hárið meira upp án þess að eiga það á hættu að það fari út um allt í næstu vindhviðu. Þá segir hún hártískuna kven- legri nú en oft áður. „Það ger- ist alltaf í kreppu. Línurnar verða kvenlegri, konur mála sig meira og það er meira um blúndur og annað fín- erí. Í brúðargreiðslun- um hef ég því meðal annars verið að horfa til gamalla Hollywood- stjarna eins og Grace Kelly og fleiri en auk þess finnst mér gefast vel að vera með annan fót- inn í Þýskalandi og nota áhrif frá báðum löndum.“ vera@frettabladid.is Nýjar vörur Kjóll svartur 3.990 kr. one sizes Þessi er komin a ur! Kjóll svartur með blómum 6.990 kr. stærðir s/m og m/l Kjóll með pífum svartur og einnig l í dröppuðu 8.490 kr. stærðir s,m,l Opið frá 11-18.00 í Smáralind Rauður kjóll l einnig í bláu og gráu 6.490 kr. stærðir 8–14 Með átta opnur í þýsku brúðkaupstímariti Hárgreiðslumeistarinn Íris Sveinsdóttir rekur hárgreiðslustofu í Þýskalandi og hefur gert það gott þar í landi um árabil. Á dögunum birtust sextán síður með brúðargreiðslum hennar í nýjasta hefti brúðkaupstímaritsins Hochzeit. Í brúðargreiðslum horfir hún meðal annars til gamalla Hollywood-stjarna á borð við Grace Kelly. Greiðslurnar voru myndaðar skref fyrir skref. Íris hefur sérstaklega gaman af því að gera brúðargreiðslur enda fær hún þannig að taka þátt í stóra deginum með fólki. Hún rekur hárgreiðslu- stofu á Laugaveginum og í Mainz í Þýskalandi. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.