Fréttablaðið - 20.05.2010, Síða 40

Fréttablaðið - 20.05.2010, Síða 40
28 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is SÖNG- OG LEIKKONAN CHER ER 64 ÁRA „Konur geta vissulega beðið eftir þeim eina rétta, en í millitíðinni ættu þær að eiga sem dásamleg- astan tíma með öllum þeim röngu. Karlmenn eru heldur ekki nauð- syn heldur lúxus, og ættu ávallt að vera eins og Kleenex-þerripappír: mjúkir, sterkir og einnota.“ Bandaríska söng- og leikkonan Cher er þekkt fyrir ævarandi unglegt útlit. Hún er margverðlaunuð stjarna í tón- list, sjónvarpi og kvikmyndum. AFMÆLI ÞÓRARINN TYRFINGS- SON læknir er 63 ára. ÓLAFUR H. KRISTJ- ÁNSSON fótbolta- þjálfari er 42 ára. MERKISATBURÐIR 1818 Siglufjörður verður lög- giltur verslunarstaður. 1840 Kristján VIII. heitir því að fulltrúaþing skuli endur- reist á Íslandi. 1922 Vinna við Flóaáveitu hefst og eru mestu áveitufram- kvæmdir hérlendis. 1944 Þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun hefst. 1979 Íslenskt mál, þáttur Gísla Jónssonar, birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu. 1994 Þórólfur Jónsson útskrif- ast úr Verslunarskóla Ís- lands með hæstu ein- kunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi hér á landi, 9,76. Gengið var í fyrsta sinn á land á Jólni við Surtsey. Eyjan var þá 35 metra há, en hún hvarf næsta vetur, árið 1967. Jólnir myndaðist við neðansjávar- gos 0,9 kílómetra suðvestur af Surts- ey á jólum 1965 og dregur þaðan nafn sitt. Jólnir náði hæst um 70 metra hæð og varð allt að 0,3 km² að stærð. Síðast sást gos í Jólni 10. ágúst 1966 en eyjan var horfin sjón- um í lok október sama ár. Surtseyjareldar eru með lengstu eldgosum hér á landi síðan sögur hófust. Gossins varð fyrst vart að morgni 14. nóvember 1963, um átján kílómetrum suðvestur af Heimaey í Vestmanna- eyjum, þar sem sjávardýpi er um 130 metrar. Eyja hafði myndast strax daginn eftir og í lok janúar 1964 var hæð hennar orðin 174 metrar. Þann 1. febrúar 1964 færði gosið sig um set þar sem Surtur yngri gaus gjósku fram í apríl. Frá 28. desember til 6. janúar 1964 varð vart við neð- ansjávargos 2,5 kílómetrum aust- norðaustur af Surtsey. Þar hlóðst upp af hafsbotni 100 metra hár hryggur, kallaður Surtla. Í lok maí 1965 varð svo vart við gos á hafsbotni 0,6 km austnorð- austur af Surtsey og sást í litla eyju þann 28. maí sem hlaut nafnið Syrtl- ingur og gaus sprengigosum fram í október sama ár. Jólni svipaði mjög til Syrtlings sem mældist mest yfir 70 metrar á hæð og um 0,15 km² að flatarmáli, en eyjan brotnaði fljótt niður af völdum sjávargangs og var horfin með öllu 24. október 1965. ÞETTA GERÐIST: 20. MAÍ 1966 Gengið á land á Jólni við Surtsey ELDGOS Í SURTSEY ÁRIÐ 1964. „Ég þurfti sem betur fer ekki að smakka þá alla, en alls dæmdi ég bjórtegundir í níu af níutíu flokkum,“ segir Guðmundur Mar Magnússon, efnafræðingur og bruggmeistari hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Guðmundur er fyrstur Íslendinga kallaður til dómarastarfa á World Beer Cup, eða heimsmeistaramóti bjóra, sem nýlega var haldið í Chi- cago. Að þessu sinni voru metnir 3.330 bjórar frá 44 löndum, en keppt var í 90 flokkum. Aðeins þeim allra bestu sem öðl- ast hafa virðingu í faginu hlotnast sá heiður að taka sæti í dómnefndinni. „Ölgerðin hefur reglulega tekið þátt í heimsmeistaramótinu og unnið þar til verðlauna. Eftir síðustu keppni var leitað til mín um að dæma bestu bjóra veraldar, en áður þurfti ég að leggja fram meðmælendur og efn- ismat,“ segir Guðmundur sem sjálf- ur er margverðlaunaður bruggari. Hans þekktasta afurð er vafalaust Egils Gull sem hlaut silfurverðlaun á heimsmeistaramótinu 2008 og Egils Lite sem fékk gullverðlaun 2006. Nýj- ustu veigar hans, Polar Beer, hrepptu að þessu sinni bronsverðlaun í flokkn- um International Style Lager þar sem valið stóð á milli 58 bjórtegunda. „Bjór er endalaus flóra og mögu- leikarnir ótakmarkaðir. Í grunninn eru tvær tegundir sem fara eftir því hvort gerið flýtur upp í topp tanks- ins eða sest á botninn eftir gerjun. Þannig er öl með toppgeri en gerið sest til botns í lageröli. Undir þess- um tveimur tegundum eru svo ótal undirflokkar og hægt að búa til enda- lausar útfærslur af bjór,“ segir Guð- mundur og játar að starf bruggmeist- arans sé bæði margþætt og flókið, en bruggmeistaramenntun sína hlaut hann í Danaveldi þar sem krafist er háskólaprófs í efnafræði eða efna- verkfræði. „Það felst mikil hugsun í því að brugga bjór og aðferðirnar geysiflókn- ar. Velja þarf saman hráefni sem kall- ar fram lit og bragð og þar sem enginn sykur finnst í bjór, annar en sá sem kemur úr maltkorni, þarf að vinna það á afar nákvæman hátt svo sykurinn nýtist til gerjunar,“ segir Guðmundur sem valdi sér efnafræði á háskólaár- unum vegna áhuga á viðfangsefninu en sóttist síðar eftir bruggmeistara- námi eftir að hafa sinnt gæðaeftirliti hjá Ölgerðinni um tíma. „En ég hafði engan sérstakan áhuga á bjór fyrr en ég kom hingað og er nú orðinn mikill bjóráhugamaður sem að sjálfsögðu skemmir ekki fyrir. Í keppninni fer smökkunin þannig fram að við fáum ómerkt bjórsýni úr hverj- um flokki og drekkum þau, en aldrei svo mikið að menn verði drukknir, þótt maður finni örlítið fyrir áhrifum. Galdurinn er að fara ekki yfir strikið, en bjór er dæmdur í þremur lotum þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. Því er ekki hægt að benda á einhvern einn ákveðinn bjór sem besta bjór í heimi því sigurvegararnir koma úr öllum flokkum.“ Að sögn Guðmundar stendur íslenski bjórinn sig vel á heimsvísu en Íslendingar eru með þeim yngstu í faginu. „Fremstir í heiminum eru þó senni- lega Þjóðverjar og svo Bandaríkja- menn, en þeir eru í fararbroddi í svo- kölluðu „micro brewery“ sem nú fer sem bylgja um heiminn. Það eru í raun lítil brugghús og algeng á veitinga- stöðum sem vilja brugga sínar eigin bjórtegundir og afbrigði. Ölgerðin er þar enginn eftirbátur og í smábrugg- húsinu Borg hafa bruggmeistarar nú einstaka aðstöðu til að vinna við frek- ari þróunar- og tilraunastarfsemi í bjórgerðinni.“ thordis@frettabladid.is GUÐMUNDUR MAR MAGNÚSSON BRUGGMEISTARI: DÆMDI Á WORLD BEER CUP Yfir 3.000 bjórar dæmdir GAMAN Í VINNUNNI Guðmundur Mar Magnússon er margverðlaunaður bruggmeistari Ölgerð- arinnar en hefur nú staðið vakt dómara á heimsmeistaramóti bjórs í Chicago. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íþróttakennarinn Sigurður Guðmunds- son, fyrrverandi skólastjóri Heiðaskóla í Borgarfirði, afhenti Grensásdeild nýlega fjórtán pör af göngustöfum. Inn- flytjendur stafanna styrktu famtakið. „Ég hafði lent á Grensásdeildinni sem sjúklingur tímabundið og var að staulast þar um með grind en fannst það ekki ganga nógu vel og bað kon- una að færa mér stafina mína,“ segir Sigurður sem hefur stundað stafgöngu frá því hún barst til Íslands. „Fólkið skildi ekkert í þessum náunga sem var á ferð um gangana með stafi. En mér fannst ómögulegt að Grensás ætti ekki svona göngustafi því þeir henta vel til þjálfunar. Þegar ég útskrifaðist fór ég til þeirra sem flytja þá inn og þeir tóku mér afskaplega vel svo ég náði í fjórtán pör af stöfum og værðarvoðir líka sem fólkið á Grensás getur breitt ofan á sig fyrir hádegisblundinn,“ lýsir hann. Vöðvaþjálfun í efri hluta búksins er um 40 prósentum meiri þegar geng- ið er með stafi en staflaus og um leið léttir á öklum, hnjám og mjöðmum, að sögn Sigurðar. Hann ætlar að veita þjálfurunum á Grensási tilsögn um meðferð stafanna. - gun Vildi að Grensás ætti göngustafi ÁNÆGJA Fremstur er Sigurður og eiginkonan Laufey Kristjánsdóttir lengst til hægri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir fyrir samúð og vin- arhug vegna fráfalls systur okkar og frænku, Eydísar Eyþórsdóttur. Guðmundur Pétursson Ingibjörg Eyþórsdóttir Sigríður Eyþórsdóttir Þórður Eyþórsson Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir og systkinabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir, Heiðrún Sverrisdóttir leikskólakennari, frá Skógum í Hörgárdal, Fjallalind 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans þann 14. maí. Útförin verður auglýst síðar. Þorsteinn Berg Þröstur Berg Sverrir Ágúst Berg Eva Gunnlaugdóttir Gunnlaugur Berg Sverrisson Heiðrún Berg Sverrisdóttir Álfheiður Ármannsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Lúvísa Þorsteinsdóttir, Víkurbraut 30, Hornafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði 17. maí, verð- ur jarðsungin frá Hafnarkirkju laugardaginn 22. maí kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningar- sjóð Skjólgarðs, sími 470-8000/478-2321, eða minning- arsjóð Ingibjargar Guðmundsdóttur til styrktar slysa- varnardeildum á Hornafirði, sími 470-8700/692-2936. Óskar Unnsteinn Guðmundsson Laufey Óskarsdóttir Erlingur Kristinn Guðmundsson Kristín Auður Gunnarsdóttir Þorgrímur Guðmundsson Auður G. Sigurðardóttir Sædís Guðmundsdóttir Andrés Ágúst Guðmundsson Reynir Guðmundsson Sigríður Lárusdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.