Fréttablaðið - 20.05.2010, Qupperneq 44
32 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 20. maí 2010
➜ Opnanir
17.00 Í Listasafni
Reykjavíkur við
Tryggvagötu verður
opnuð sýning á verk-
um Unnars Arnar
J. Auðarsonar og
einnig verður opnuð
sýning á verkum 11
listamanna þar sem
leikið er með hug-
takið kyrralífsverk.
18.00 Í Nýlistasafninu við Skúlagötu
28 verður opnuð sýning á verkum
þýska listamannatvíeykisins Nikolai von
Rosen og Florian Wojnar. Opið þri.-lau.
kl. 12-17. Nánari upplýsingar á www.
nylo.is.
18.30 Opnun verður í Ásmundarsafni
við Sigtún þegar sýnd verður innsetning
Ráðhildar Ingadóttur. Opið alla daga
kl. 10-16.
20.00 Í Hafnarborg við Strandgötu
í Hafnarfirði opnar Erling T.V. Kling-
enberg sýningu. Nánari upplýsingar
á www.hafnarborg.is. Opið alla daga
nema þriðjudaga kl. 12-17, fimmtudaga
til kl. 21.
➜ Tónleikar
20.00 Systurnar Rannveig Sif og
Hólmfríður Sigurðardóttir flytja róman-
tísk sönglög frá Frakklandi, Þýskalandi
og Spáni á tónleikum í Salnum við
Hamraborg í Kópavogi.
20.00 Sönghópurinn Norðurljós held-
ur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Fjölbreytt efnisskrá með bæði erlendum
og íslenskum lögum.
21.00 Matthew Collings og Mikael
Lind halda tónleika á Sódómu Reykja-
vík við Tryggvagötu. Aðgangur er
ókeypis.
21.30 Matti Sax and the Icesavers
flytja hressandi tónlist að hætti New
Orleans-búa á tónleikum á Rósenberg
við Klapparstíg. Gestasöngkona er
Áslaug Helga.
➜ Námskeið
19.15 Kristinn R. Ólafsson útvarps-
maður fjallar um borgina
Madríd á námskeiði sem
Endurmenntun HÍ stend-
ur fyrir að Dunhaga 7.
Námskeiðið er öllum opið.
Skráning og frekari
upplýsingar á www.
endurmenntun.is
➜ Leikrit
20.00 Leikfélag Seyðisfjarðar sýnir
verkið Blúndur og blásýra eftir Joseph
Kesselring í félagsheimilinu Herðubreið
við Hafnargötu á Seyðisfirði.
➜ Fjölskyldumorgnar
10.30 Aðalsafn Borgarbókasafns
Reykjavíkur við Tryggvagötu stendur fyrir
dagskrá alla fimmtudagsmorgna ætlaðri
fjölskyldum með börn á aldrinum 0-6
ára. Í dag mun Fríða B. Jónsdóttir vera
með umfjöllun um tvítyngi. Nánari upp-
lýsingar á www.borgarbokasafn.is.
➜ Sýningar
Í Kling & Bang galleríi að Hverfisgötu
42, hefur verið opnuð samsýning lista-
mannanna Mariu Dembek og Robin
McAulay. Opið fim.-sun. kl. 14-18.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Sýning á verkum Erlings
T. V. Klingenberg verður
opnuð í Hafnarborg í kvöld.
Yfirskrift sýningarinnar
er: Það er erfitt að vera
listamaður í líkama rokk-
stjörnu.
Yfirskrift sýningarinnar vísar til
umfjöllunarefnis sem Erling hefur
talsvert fengist við en það er spurn-
ingin um það hvað það er að vera
listamaður. „Þessi setning er búin
að fylgja mér svolítið lengi. Þetta
byrjaði í Kanada þegar ég var að
tala við listamann þar. Við vorum
að velta því fyrir okkur hvort það
væri erfitt að vera listamaður í lík-
ama rokkstjörnu eða rokkstjarna í
líkama listamans,“ segir Erling,
sem síðast hélt sýningar í Berlín
og Danmörku.
Sýningin í Hafnarborg verður
opnuð með gjörningi eða virkjun
eins og Erling vill kalla uppátækið.
Þar beinir hann athyglinni að eigin
persónu, líkama og tilvist og undir-
strikar þessa þætti einnig í sýning-
unni með málverki og skúlptúr sem
varpa fram spurningum um frum-
mynd og eftirmynd, tilbúning og
upprunaleika. Þátttakendur í virkj-
uninni eru The Stimulators, eða
þau Helgi Svavar Helgason, Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar
Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas
Hallgrímsson og Óttarr Proppé.
Auk þeirra tekur Kvennakór Öldu-
túns þátt og Karl Jóhann Jónsson
og Klingenberg-klúbburinn sem
er skipaður ungu fólki. „Þau eru í
raun og veru að drífa listamann-
inn áfram. Ég verð svolítið mynd-
listarmaðurinn og þau verða tón-
listarmaðurinn eða -mennirnir.
Svo er einhver víxlverkun á milli
og þau drífa listamanninn áfram í
að skapa,“ segir Erling. „Ætli það
séu ekki um 46 manns sem eru með
mér í þessu. Við ætlum að reyna að
byrja á slaginu átta.“
Erling T. V. Klingenberg hefur
verið atkvæðamikill í íslensku lista-
lífi á undanförnum árum en hann
hefur um árabil rekið sýningarrým-
ið Kling og Bang ásamt öðrum lista-
mönnum. Erling lauk prófi í mynd-
list frá Myndlista- og handíðaskóla
Íslands árið 1994. Á meðan hann
stundaði nám þar var hann skipti-
nemi við skólann Fachhochschule
für Bildende Kunst í Kiel í Þýska-
landi. Hann stundaði síðan fram-
haldsnám bæði í Þýskalandi og
Kanada og lauk MFA-gráðu við
Nova Scotia College of Art & Design
í Halifax. Erling hefur tekið þátt í
fjölda sýninga á Íslandi og erlendis.
freyr@frettabladid.is
Fastur í líkama rokkstjörnu
OPNUN Í KVÖLD Sýning á verkum Erlings T. V. Klinbergberg verður opnuð í Hafnar-
borg í kvöld með virkjun þar sem fjöldi listamanna kemur fram.
Kl. 20 í Norðurpólnum
Dansverkið Kyrrja eftir Ragnheiði S.
Bjarnarson verður frumsýnt í leik-
húsinu Norðurpólnum á Seltjarnar-
nesi í kvöld. Ragnheiður S. Bjarnar-
son er meðlimur í danshópnum
Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan,
sem var tilnefndur til Grímunnar
í fyrra. Kyrrja er fyrsta sólóverk
Ragnheiðar eftir útskrift. Aðrar sýn-
ingar verða haldnar dagana 21., 27.
og 28. maí og 3. og 4. júní.
Hin tvöfalda safnplata Gamli
góði vinur með hljómsveitinni
Mannakorn er komin út hjá
Senu. Hún inniheldur 42 af
vinsælustu lögum sveitarinn-
ar frá upphafi og til dagsins
í dag. Á meðal þeirra eru
Reyndu aftur, Braggablús, Ó
þú og Blús í G. Þessi glæsilegi
pakki inniheldur bækling
þar sem má finna alla texta
við lögin á plötunni sem og
nokkrar ljósmyndir frá ferlin-
um. Fjögur ár eru liðin síðan tónleikaplatan Ekki
dauðir enn kom út þar sem Mannakorn spilaði
mörg af sínum bestu lögum í Salnum í tilefni af
30 ára afmæli sínu.
Söngvarinn og bassaleikarinn Pálmi Gunnars-
son er mjög ánægður með
nýju safnplötuna. „Þeir
höfðu veg og vanda af því að
velja þessi lög strákarnir hjá
Senu en þetta var allt gert
með okkar blessun,“ segir
Pálmi. Mannakorn hélt um
síðustu helgi tvenna tónleika
í Háskólabíói og seldust
miðarnar upp á örskömmum
tíma. „Það var ægilega vel
staðið að þeim tónleikum
og þetta var ofboðslega
gaman,“ segir hann og býst við því að tónleik-
arnir verði endurteknir í haust. Mannakorn
spilar á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal
á Akureyri og í Grindavík. Einnig er fyrirhuguð
spilamennska um verslunarmannahelgina. - fb
Tvöfalt safn frá Mannakornum
MANNAKORN Hljómsveitin Mannakorn
hefur sent frá sér safnplötuna Gamli
góði vinur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
> Ekki missa af …
Ljósmyndaserían Nekt í Lista-
safni Reykjavíkur hefur vakið
athygli fyrir áleitnar og ögrandi
myndir af nöktum líkömum
í fullri stærð. Verkin eru eftir
hinn kunna listamann og New
York-búa Gary Schneider. Þrjá-
tíu líkamsmyndir af körlum og
konum þekja tvo sali Hafnar-
hússins en það tekur lista-
manninn um klukkustund að
taka hverja þeirra. Ljósmynd-
arinn Einar Falur Ingólfsson
er vel kunnur verkum og ferli
Schneiders og mun á laugar-
dag reifa feril hans og útskýra
myndaseríuna Nekt.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Rannsóknarskýrsla Alþingis
Rannsóknarnefnd Alþingis
Fyrirsætumorðin
James Patterson
Skúli skelfi r fer í frí
Francesca Simon
Hálendishandbókin 2010
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Missir
Guðbergur Bergsson
Hrunadans og horfi ð fé
Styrmir Gunnarsson
Góða nótt, yndið mitt
Dorothy Koomson
Hafmeyjan
Camilla Läckberg
Tími hnyttninnar er liðinn
Bergur Ebbi Benediktsson
Sítrónur og saffran
Kajsa Ingemarsson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
12.05.10 – 18.05.10