Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 54

Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 54
42 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR SÍMI 564 0000 16 16 12 L 12 L L SÍMI 462 3500 12 L L ROBIN HOOD kl. 6 - 9 THE SPY NEXT DOOR kl. 6 THE BACKUP PLAN kl. 8 - 10 SÍMI 530 1919 10 12 16 14 DATE NIGHT kl. 6 - 8 - 10 IMAGINARIUM OF DR. P.... kl. 9 íslenskur texti UN PROPHÉTE kl. 6 enskur texti LOFTKASTALINN SEM HRUNDI kl. 6 - 9 SÍMI 551 9000 16 12 L L 12 14 SNABBA CASH kl. 5.30 - 8 - 10.30 SNABBA CASH LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 ROBIN HOOD kl. 8 - 11 THE BACKUP PLAN kl. 5.40 - 8 - 10.20 IRON MAN 2 kl. 5.20 - 8 - 10.40 THE SPY NEXT DOOR kl. 3.40 NANNY MCPHEE kl. 3.40 NÝTT Í BÍÓ! SNABBA CASH kl. 5.30 - 8 - 10.30 ROBIN HOOD kl. 6 - 9 CRAZY HEART kl. 5.30 - 8 THE BACKUP PLAN kl. 5.40 - 10.20 I LOVE YOU PHILLIP MORRIS kl. 10.30 ROMEO + JULIET kl. 8 Fullt af stórleikurum í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS! ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 12 12 12 12 14 14 14 10 10 10 10 L L L PRINCE OF PERSIA kl. 5:30D -8D - 8:30 - 10:30D - 11 PRINCE OF PERSIA kl. 5:30 - 8 - 10:30 ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 IRON MAN 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 COPS OUT kl. 10:30 OFURSTRÁKURINN M/ ísl. Tali kl. 5:50 KICK ASS kl. 5:50 - 8 AÐ TEMJA DREKANN SINN M/ ísl. Tali kl. 6 PRINCE OF PERSIA 5:30D - 8D - 9 - 10:30D - 11:30 IRON MAN 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 TEMJA DREKANN SINN 3D ísl. Tali Sýnd Fimmt. kl. 6(3D) PRINCE OF PERSIA : SANDS OF TIME kl. 8 - 10:30 ROBIN HOOD kl. 8 - 10:50 IRON MAN 2 kl. 10:30 PRINCE OF PERSIA kl 5:30 - 8 - 10:30 COPS OUT kl 5:30 - 8 BIÐIN ER Á ENDA HEIMSFRUMSÝND Á ÍSLANDI VIKU Á UNDAN USA Gísli Örn Garðarsson er mættur í sinni fyrstu Hollywood mynd Frá framleiðanda Pirates of the Caribbean þríleiksins Jerry Bruckheimer kemur ein stærsta bíóupplifun ársins - bara lúxus Sími: 553 2075 ROBIN HOOD 4, 7 og 10 (POWER) 12 IRON MAN 2 5, 7.30 og 10 12 SHÉS OUT OF MY LEAGUE 8 og 10.10 12 NANNY MCPHEE & THE BIG BANG 5.40 L Þ.Þ. -FBL S.V. -MBL POWERSÝ NING KL. 10 Leikarinn John Travolta og eiginkona hans, Kelly Prest- on, eiga von á barni. Á ýmsu hefur gengið í lífi þeirra upp á síðkastið og hljóta þessi tíðindi því að vera afar kærkomin fyrir þau. „Það er vonlaust að þegja yfir leyndarmáli … sérstaklega þegar það er eins yndislegt og þetta,“ skrifaði Travolta á heimasíðu sína. „Við viljum vera fyrst til að deila með ykkur þessum frábæru frétt- um um að við eigum von á nýjum meðlimi í fjölskylduna.“ Travolta, sem er 56 ára, og Prest- on, sem er 47 ára, eiga fyrir hina tíu ára dóttur, Ellu. Sonur þeirra, Jett, lést á Bahama-eyjum á síð- asta ári, aðeins sextán ára, eftir að hafa fengið flog og gekk fjölskyld- an í gegnum mikið sorgarferli í framhaldinu. Einu máli tengdu dauða Jetts er enn ekki lokið því þessa dagana fara fram réttarhöld yfir tveimur manneskjum sem eru sökuð um að hafa reynt að kúga fé út úr Travolta eftir dauða hans. Það er skammt stórra högga á milli hjá Travolta-fjölskyldunni því stutt er síðan ekið var á tvo hunda hennar á flugvelli í Maine. Atvik- ið átti sér stað á meðan verið var að dæla bensíni á þotu Travolta, sem leikarinn er þekktur fyrir að fljúga sjálfur hvert á land sem er. „Einhver, sem er ekki í fjölskyldu þeirra, fór í göngutúr með tvo litla hunda í ólum. Þjónustubíll flug- vallarins nálgaðist flugvélina og sá ekki hundana. Því miður var ekið á þá og þeir létust,“ sagði talsmað- ur flugvallarins, miður sín yfir atvikinu. Travolta er enn í góðum gír í leiklistinni. Framhaldsmyndin Wild Hogs 2: Bachelor Ride er væntanleg í bíó á næsta ári en sú fyrra hlaut góða aðsókn. Þar fer hann á nýjan leik með hlut- verk Woody Stevens og sem fyrr verða þeir Martin Lawrence, Tim Allen og William H. Macy einnig í stórum hlutverkum. John Travolta afhjúpaði yndislegt leyndarmál BARN Á LEIÐINNI John Travolta og eiginkona hans, Kelly Preston, eiga von á barni, samkvæmt yfirlýsingu á heimasíðu þeirra. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndir ★★★ Snabba Cash Leikstjóri: Daniel Espinosa Aðalhlutverk: Joel Kinnaman, Matias Padin Varela, Dragomir Mrsic, Lisa Henni Norrænar glæpasögur eru funheit- ar þessi misserin og þar eru Svíar heldur betur frekir til fjörsins. Henning Mankell er búinn að vera á fleygiferð lengi, vinsældir Stiegs heitins Larsson og Millenium-þrí- leiks hans eru yfirgengilegar og lögfræðingurinn Jens Lapidus er að koma sterkur inn og glæpasaga hans Snabba Cash (Fundið fé) sló í gegn í heimalandinu og rétt eins og með verk Larssons er búið að snara henni á hvíta tjaldið og hróð- ur hennar hefur borist til Holly- wood þar sem farið er að huga að endurgerð myndarinnar. Snabba Cash er hörkufínn krimmi sem siglir nú í íslensk kvikmyndahús á vinsældabylgju Millenium-bíómyndanna og renn- ir stoðum undir þá staðreynd að Svíar eru að verða stórveldi í glæpamyndagerð. Saga Lapidusar er margslungin og nokkuð flókin og hefur eðlilega verið einfölduð töluvert í kvik- myndahandritinu. Þrátt fyrir það er myndin nokkuð löng og snúin enda segir hér af býsna mörg- um persónum sem lýstur saman í undirheimum Stokkhólms þar sem allir hlutaðeigendur deila sameig- inlegum draumi um skjótfenginn gróða. Og svífast einskis til þess að ná markmiðum sínum. Johan Westlund er fátækur dreifbýlisstrákur sem stundar nám í viðskiptafræði í Stokkhólmi. Hann er ansi klár og hangir með auðstrákum og reynir að falla í hópinn með því að klæða sig smart og spila sig kúl. Hann vinnur fyrir sér sem leigubílstjóri hjá vafa- sömum gaurum og er skyndilega kominn á kaf í eiturlyfjaviðskipti þeirra þar sem þekking hans á viðskiptum nýtist öllum vel. Hann kynnist strokufanganum Jorge í gegnum glæpaklíkuna og með þeim tekst nokkuð náinn vinskap- ur sem síðar á eftir að reyna mikið á þegar serbneskir krimmar fara í stríð við leigubílabófana um risa- stóra dópsendingu. JW áttar sig smám saman á því að í þessum leik er enginn ann- ars bróðir þegar hinn öflugi serb- neski handrukkari Mrado bend- ir honum á að félagar hans eigi eftir að svíkja hann. JW stendur því taugaveiklaður á milli tveggja elda og fer eðlilega að efast um það hvort glæpir borgi sig yfirleitt. Þrátt fyrir hressilegar ofbeldis- gusur og spennu sem magnast jafnt og þétt finnur maður óneit- anlega aðeins fyrir lengd mynd- arinnar en á móti kemur að tím- inn er notaður ágætlega til þess að kynna helstu persónur þannig að manni er einhvern veginn ekki sama um neina þeirra þótt allt séu þetta bölvuð úrþvætti og skepn- ur. En í það heila er Snabba Cash virkilega vel gerð og áhugaverð glæpamynd. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Virkilega smart krimmi þar sem kynt er hægt og rólega undir áhugaverðum persónum þangað til allt sýður upp úr. Skjótfenginn gróði SNABBA CASH Vel gerð og áhugaverð glæpamynd frá Svíþjóð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.