Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 20. maí 2010 43 og góður leikari sem gerir prins- inn Dastan ósköp heillandi. Ben Kingsley er svo auðvitað mikill meistari og Gemma Arterton voða flott og kúl gella. Þau fá svo dygg- an stuðning frá prýðilegum aukal- eikurum þar sem hinn óborgan- legi Alfred Molina fer á kostum í dæmigerðu hlutverki trúðsins sem sér um að halda gríninu uppi á milli slagsmála. Söguþráður myndarinnar er sóttur mjög markvisst í tölvuleik- inn um Prinsinn af Persíu og sand tímans og greinir frá kapphlaupi Dastans og illra afla um rýting nokkurn sem getur stöðvað tím- ann og snúið honum til baka. Myndin er veisla fyrir augað, brellurnar flottar og prinsinn hleypur upp veggi og stekkur á milli húsþaka alveg eins og í tölvu- leiknum án þess þó að það verði hallærislegt. Allt til fyrirmyndar sem sagt, innan þess ramma sem Jerry Bruckheimer setur froðunni sem hann framleiðir. Eins og alþjóð hefur ekki komist hjá að frétta fer Gísli Örn Garðars- son með hlutverk illmennis í mynd- inni. Íslenskir fjölmiðlar hafa eins og við var að búast gert hlutverk Gísla í myndinni miklu stærra en það í raun og veru er. Það er þó engin ástæða til þess að gera lítið úr þætti Gísla í myndinni. Hann er fyrirtaks illmenni sem hefur ekkert of mikið að segja en lætur verkin tala. Hlutverkið reynir ekki mikið á óumdeilda leikhæfi- leika Gísla sem er synd þótt þetta sé vissulega enn ein rós í hnappa- gat hans. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Fagmannlega unnin, vel leikin, skemmtileg og innihaldslaus sumarfroða sem stendur fullkomlega fyrir sínu. Kvikmyndir ★★★★ Prince of Persia: The Sands of Time Leikstjóri: Mike Newell Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Gemma Arterton, Ben Kingsley, Alfred Molina Bitur reynslan hefur kennt okkur að það kann sjaldan góðri lukku að stýra að byggja bíómyndir á tölvu- leikjum. Stundum gengur þetta þó upp og í þessu tilfelli rennur tölvu- leikurinn um hinn vopnfima Per- síuprins áreynslulaust og skemmti- lega á hvíta tjaldið. Söguþráðurinn er auðvitað óttaleg þvæla, svona eins og gengur og gerist í risa- stórum sumarmyndum frá Banda- ríkjunum, en í myndum af þessu tagi kemur það ekki endilega að sök. Prince of Persia er ekki gerð til þess að fá dynjandi lófaklapp á Sundance-hátíðinni og enda á Íslandi á vegum Græna ljóssins. Þetta er þvottekta sumarsmell- ur sem er aðeins ætlað að fá fólk til þess að gleyma sér í ævintýra- heimi í tvær og hálfa klukkustund og að sjálfsögðu að græða helling af peningum í leiðinni. Að þessu leyti stendur Prince of Persia full- komlega fyrir sínu. Hún er ekki að þykjast vera neitt annað en hún er; tölvugerð flugeldasýning sem byggir á innihaldslausum hasar og fjöri. Myndin er meira að segja betri en gengur og gerist með myndir í þessum geira og munar þar ekki síst um hversu vel mönnuð hún er. Jake Gyllenhaal er skemmtilegur Sallafín sumarfroða OKKAR MAÐUR Gísli Örn Garðarsson leikur illmenni í myndinni. PRINCE OF PERSIA Ben Kingsley, Jake Gyllenhaal og Richard Coyle í hlutverkum sínum. Söngvarinn Páll Rósinkrans syngur nýtt Reykjavíkur- lag á væntanlegri plötu umhverfisfrömuðarins Steins Kárasonar. Lagið nefnist Ég heilsa þér Reykjavík og er undir áhrifum frá tónlist sjöunda áratugarins. „Þetta er óður til konunnar sem maðurinn elskar og óður til borgarinnar sem er Reykjavík,“ segir Steinn, sem er ánægður með framlag Páls. „Þetta er alveg frábært. Hann gerir þetta listavel.“ Steinn segir plötuna mjög persónulega. „Þeir textar sem ég geri koma djúpt úr mínu sálarlífi. Á köflum gæti maður sagt að þetta væri eins og að skrifta hjá kaþólskum presti.“ Upptökur á plötunni hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Steinn hefur áður sent frá sér lögin Kominn aftur og Helga himneska stjarna en þetta er fyrsta plat- an hans. „Þetta hefur alltaf blundað í mér en rétta stundin kom ekki fyrr en núna. Í haust stóð ég uppi atvinnu- laus og í staðinn fyrir að leggja árar í bát fór ég í þetta.“ Platan er mjög fjölbreytt því á henni hljómar popp, rokk, þungarokk, ballöður og daður við djass og klassík. Auk Páls Rósinkrans syngja á plötunni Haukur Hauksson, Íris Guðmundsdóttir, Hreindís Ylva, Guðmundur Benediktsson og Steinn sjálfur. - fb Páll syngur óð til Reykjavíkur STEINN KÁRASON Fyrsta plata umhverfisfrömuðarins Steins Kára er væntanleg í búðir á næstu misserum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PÁLL RÓSINKRANS Páll syngur óð til Reykjavíkur á plötunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.