Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 56

Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 56
44 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Það vakti eðlilega athygli í gær að Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari skyldi ekki velja Eið Smára Guðjohnsen í landsliðið fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra. Það sem vekur kannski enn meiri athygli er ástæðan sem Ólafur gefur fyrir fjarveru Eiðs. Hann segir að Eiður sé ekki í formi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eiður missir af vináttulandsleik. Hingað til hefur ástæðan verið meiðsli eða Ólafur hefur einfald- lega gefið honum frí sem er mun- aður sem aðrir leikmenn búa ekki við. Síðast nýtti Eiður fríið sitt meðal annars til þess að koma til Íslands þar sem hann lyfti sér upp. Ég verð að segja fyrir minn smekk að mér finnst þessi ástæða sem Ólafur gefur fyrir fjarveru Eiðs vera afar veik. Eiður er ekki meiddur og æfir með einu besta knattspyrnuliði Englands. Ég veit ekki betur en að menn sem hafa það að atvinnu að æfa með slíku toppliði séu í góðu formi. Eiður var þess utan að æfa viku lengur en þrír leikmenn hópsins sem koma úr ensku 1. deildinni. Ef eitthvað er þá ættu þeir að vera í lélegra formi en hann þar sem þeir fóru fyrr í frí. Það er eitthvað bogið við þetta. Þessi afsökun gengur ekki upp því Ólafur hefur áður valið Eið í landsliðshóp þó svo hann hafi ekki verið í toppformi. Svo er Arnór Smárason í hópn- um en hann er tiltölulega nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og hefur lítið sem ekkert spilað í allan vetur. Er hann í betra formi en Eiður? Ég stórefa það. Það sem ég er að segja er að ég kaupi ekki þessa afsökun Ólafs sem er afar ódýr. Hún er reyndar meira en ódýr, hún er léleg. Ég skrifaði pistil um daginn þar sem ég hélt því fram að Eiður hefði landsliðs- þjálfarann í vasan- um. Ég get ekki séð að það hafi neitt breyst. Ólafur refsar honum ekki fyrir að hafa farið frjáls- lega með síðasta frí. Hann velur Eið síðan ekki núna og er því raun að gefa honum frí. Það frá landsleik sem ég gef mér að Eiður hafi ekki verið allt of spenntur fyrir að spila ef við tökum mið af því hversu mörgum vináttuleikjum hann hefur misst af. Eiður er því eflaust himinlif- andi með að fá gott sumarfrí. Leikmaðurinn hefur enn yfir- höndina gagnvart þjálfaranum sem mér finnst vera áhyggjuefni þar sem þjálfarinn á að ráða. Landsliðsþjálfar- inn er á hrakhólum með málstað sinn sem versnar með hverri afsökun. Þessi er sú lélegasta. 22 DAGAR Í HM Er Eiður Smári virkilega ekki í nógu góðu formi? UTAN VALLAR Henry Birgir Gunnarsson segir sína skoðun Fimmtudaginn 20.maí Valur – Breiðablik kl. 19:15 Vodafonevöllurinn Selfoss – Haukar kl. 19:15 Selfossvöllur Fram – Grindavík kl. 19:15 Laugardalsvöllur FH – ÍBV kl. 19:15 Kaplakrikavöllur Kefl avík – Fylkir kl. 19:15 Njarðtaksvöllurinn Stjarnan – KR kl. 20:00 Stjörnuvöllur SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR FÓTBOLTI Portsmouth tilkynnti í gær á heimasíðu sinni að það hefði boðið íslenska landsliðs- manninum, Hermanni Hreiðars- syni, nýjan samning. Núverandi samningur Her- manns við félagið rennur út í sumar. Hann verður frá vegna meiðsla eitthvað fram á næsta vetur eftir að hafa slitið hásin. Félagið vill samt ekki missa hann og hefur því boðið honum nýjan samning. Tíu leikmenn félagsins fengu nýtt samningstilboð í gær og á meðal þeirra voru David James, Nwankwo Kanu og Ricardo Rocha.Nokkrir af efnilegustu leikmönnum félagsins fengu einn- ig samning í hendurnar í gær. Portsmouth féll úr ensku úrvalsdeildinni í vetur. - hbg Hermann Hreiðarsson: Boðinn nýr samningur FRJÁLSAR Ármenningar standa vel á bak við afrekskonur sínar, Helgu Margréti Þorsteinsdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur, og hafa fyrir nokkru stofnað Ólympíu- hóp frjálsíþróttadeildar Ármanns sem er ætlað að sjá til þess að þær stöllur hafi allt til alls til að ná sem bestum árangri á Ólympíuleikun- um í London árið 2012. Þær eru báðar í fremstu röð í heiminum. Ásdís endaði í fyrra í 22. sæti heimslistans í spjótkasti fyrir árið 2009 og Helga Margrét var í 1. sæti heimslista unglinga í sjöþraut í fyrra og 50. sæti yfir bestan árangur fullorðinna. Stefán Jóhannsson er þjálfari stelpnanna og einn þeirra sem hefur unnið hörðum höndum við að bæta þær og aðstæður þeirra innan sem utan vallar. „Við fengum nýjan formann í deildina fyrir tveimur árum síðan. Ég fór að ræða um það við hann að það væri gaman að gera það sem þyrfti fyrir þessar stelpur þar sem við værum með svona mikil efni í höndunum. Ég sagði við hann að það væri leiðinlegt að vera búinn að þjálfa í öll þessi ár og búinn að vera með marga frábæra íþrótta- menn sem ekki var allt gert fyrir til þess að ná árangri,“ segir Stef- án. „Við vorum sammála um það að sumir þeirra íþróttamanna hefðu alveg getað þess vegna náð á pall á stórmótum ef allt hefði verið gert fyrir þá sem þurfti. Hann fór af stað, er feikiduglegur og við unnum þetta upp,“ segir Stefán. Í síðustu viku undirrituðu stelp- urnar styrktarsamning við aðal- styrktaraðila verkefnisins sem er Valitor, VISA á Íslandi. Höfuð- markmið samningsins er að gera stelpunum kleift að æfa við bestu mögulegu aðstæður fram að leik- unum en Stefán segir að þó að fjár- mögnun verkefnisins eigi aðeins eftir í land. Stefán leggur mikla áherslu á jákvæðnina. „Við erum eiginlega bara með jákvætt fólk í kringum okkur og við erum búin að henda þeim neikvæðu út,“ segir Stefán. Hann sér mun á stelpunum og hann nefnir til að hluti af verkefn- inu hafi verið að setja saman ráð- gjafarráð en í því eru Einar Vil- hjálmsson, Guðrún Arnardóttir, Kristján Harðarson, Ólafur Stef- ánsson og Sigurður Einarsson. Allt eru þetta Ólympíufarar með mikla reynslu en auk þess hafa stelpurnar aðgengi að sálfræð- ingi, sjúkraþjálfara, kíroprakt- or en allir þessir leggja sína sér- þekkingu til þannig að hægt sé að ná eins miklu út úr þessum miklu afrekskonun og hægt er fram að leikunum í London eftir tvö ár. Stefán er bjartsýnn á frammi- stöðu stelpnanna í sumar og sér fram á bætingar hjá þeim báðum. „Ásdís er í mjög góðu formi og það er engin ástæða til annars en að hún bæti sig vel í sumar. Evr- ópumeistaramótið er stærsta mótið hjá henni í sumar og hugsanagang- urinn er að komast í úrslit. Ég veit að hún getur það og ég er alveg bjartsýnn á að hún geri það,“ segir Stefán. „Ég er mjög bjartsýnn á Helgu því hún er alveg í hörkuformi,“ segir Stefán en leggur áherslu á að Helga sé aðeins 18 ára gömul og að hann sé enn að byggja upp rétta tækni hjá henni í nokkrum greinum. Helga tekur samt ekki þátt í heimsfræga tugþrautarmót- inu í Götzis. „Helga er það góð að þeir munu heimta að fá hana eftir tvö til þrjú ár,“ segir Stefán. Stefán leggur áherslu á að þó að það sé verið að hugsa til framtíðar þá verði stelpurnar að einbeita sér að nútímanun. Hann sér þó fleiri Ólympíuleika í spilunum. „Við byggjum verkefnið á því að stefna á Ólympíuleikana í London en báðar þessar stelpur eru mjög ákveðnar í því að halda áfram og vera líka með á þarnæstu Ólymp- íuleikum. Báðar vita það að þær verða ekki á toppi ferils síns á næstu Ólympíuleikum og þá sér- staklega Helga sem er bara 18 ára og verður 21 árs á næstu Ólympíu- leikum,“ segir Stefán að lokum. ooj@frettabladid.is Búin að henda þeim neikvæðu út Ármenningar ætla að passa upp á það að þær Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir fái allt til alls til að ná sem bestum árangri á Ólympíuleikunum í London eftir tvö ár. Stefán Jóhannsson, þjálfari stelpnanna, hefur lagt gríðarlega vinnu í verkefnið enda með mikil efni í höndunum. SAMINGURINN Í HÖFN Kristján Þór Harðarson, fulltrúi Valitor á Íslandi, tekur í höndina á Ásdísi Hjálmsdóttur við góðar undirtektir þeirra Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur og Freys Ólafssonar, formanns frjálsíþróttadeildar Ármanns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Englendingar hafa tapað öllum þremur vítaspyrnukeppn- unum sem landslið þjóðarinnar hefur lent í í úrslitakeppni HM. Enska landsliðið tapaði 1-3 á móti Portúgölum í víta- keppni í átta liða úrslitum á HM 2006, tapaði 3-4 á móti Argentínu í vítakeppni í 16 liða úrslitum á HM 1998 og tapaði 3-4 á móti Vestur-Þýskalandi í undanúrslitum á HM 1990. Enskir leikmenn hafa aðeins nýtt 7 af 14 vítum sínum í vítakeppni á HM. Körfuboltamaðurinn Hreggviður Magnússon hefur ekki ákveðið hvar hann muni spila á næsta tímabili en mörg félög hafa áhuga á að fá þennan öfluga framherja til sín. Hreggviður hefur leikið með ÍR-ingum alla tíð fyrir utan þann tíma sem hann var í skóla í Bandaríkjunum. Hreggviður glímdi við meiðsli á þessu tímabili og náði af þeim sökum ekki að fylgja á eftir tveimur frábærum tímabilum þar á undan þar sem hann skoraði yfir 18 stig að meðaltali í leik. „Ég er staddur í Bandaríkjunum og maður er í smá fríi í nokkra daga í viðbót. Ég get vottað það að ég er í viðræðum við nokkur lið og er að kanna mína möguleika. Vonandi skýrist þetta á næstu dögum,“ segir Hreggviður sem verður erlendis í eina og hálfa viku til viðbótar. Hreggviður vill þó ekki gefa það út að hann spili ekki með ÍR-ingum. „Ég get ekkert gefið út hundrað prósent um það en það skýrist bara vonandi á allra næstu dögum hvar ég verð. Það er ekkert í hendi fyrr en það er skrifað undir. Það er óhætt að segja að þetta sé allt á viðkvæmu stigi,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur verið orðaður við KR en vill sjálfur ekkert gefa upp um hvaða lið eru í viðræðum við hann. „Ég hef gefið það út áður að ég er sennilega í fyrsta skiptið á mínum ferli að íhuga það hvort ég eigi að færa mig um set. Ég er að spjalla við nokkur lið og á bara eftir að taka þessa ákvörðun miðað við mína möguleika og mínar forsendur hvernig hlutirnir þróast. Það er í þessu ferli,“ sagði Hreggviður sem var með 14,9 stig og 5,1 frákast að meðaltali í leik í Iceland Express-deildinni í vetur. ÍR-ingar hafa verið að framlengja samninga við sína menn að undanförnu og þar á meðal er Sveinbjörn Claessen sem skoraði á Hreggvið að spila áfram sem aðalmaðurinn í ÍR í staðinn fyrir að verða „hlutverka-leikmaður“ í öðru liði. HREGGVIÐUR MAGNÚSSON: ÍHUGAR Í FYRSTA SINN AÐ FARA FRÁ ÍR OG HEFUR VERIÐ ORÐAÐUR VIÐ KR Er í viðræðum við nokkur lið og kannar möguleikana

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.