Fréttablaðið - 20.05.2010, Page 58

Fréttablaðið - 20.05.2010, Page 58
46 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR Ný kynslóð í landsliðinu? Ólafur Jóhannesson landsliðs- þjálfari hefur valið ungt og óreynt landslið fyrir leikinn gegn Andorra annan laugardag. Hér er landsliðs- hópurinn skoðaður út frá mögu- legum kynslóðaskiptum sem eru nú að eiga sér stað. Einnig eru nöfn þeirra sem ekki hlutu náð fyrir augum Ólafs að þessu sinni en hafa helst verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár. „Ný“ kynslóð: Ólafur Ingi Skúlason 27 ára/11 leikir Sölvi Geir Ottesen 26/10 Steinþór Freyr Þorsteinsson 25/3 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 24/4 Skúli Jón Friðgeirsson 22/2 Rúrik Gíslason 22/5 Eggert Gunnþór Jónsson 22/4 Birkir Bjarnason 22/0 Arnór Smárason 22/7 Jón Guðni Fjóluson 21/2 Aron Einar Gunnarsson 21/17 Gylfi Þór Sigurðsson 21/0 Jóhann Berg Guðmundsson 20/5 Kolbeinn Sigþórsson 20/1 Meðalaldur/meðalfj. leikja: 22,5/5,1 Reyndir leikmenn: Árni Gautur Arason 35 ára/70 leikir Gunnleifur Gunnleifsson 35/16 Heiðar Helguson 33/47 Veigar Páll Gunnarsson 30/29 Kristján Örn Sigurðsson 30/44 Indriði Sigurðsson 29/52 Meðalaldur/meðalfjöldi leikja 32/43 Leikmenn „í kuldanum“: Brynjar Björn Gunnarsson 35 ára Eiður Smári Guðjohnsen 32 Bjarni Guðjónsson 31 Garðar Jóhannsson 30 Stefán Gíslason 30 Helgi Valur Daníelsson 29 Bjarni Ólafur Eiríksson 28 Kári Árnason 28 Pálmi Rafn Pálmason 26 Birkir Már Sævarsson 26 Ragnar Sigurðsson 24 Meiddir leikmenn: Hermann Hreiðars- son, Grétar Rafn Steinsson, Emil Hallfreðs- son og Bjarni Þór Viðarsson. FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson til- kynnti í gær val sitt á landsliðs- hópi karla sem mætir Andorra í vináttulandsleik um aðra helgi. Helst vakti athygli að Eiður Smári Guðjohnsen var ekki valinn í hóp- inn að þessu sinni enda er hann hvorki meiddur né upptekinn með sínu félagsliði, Tottenham. „Hann er ekki í formi til að spila þennan leik. Leikmenn á Englandi eru flestir farnir í frí og tók ég stöðuna á þeim. Ég mat það þannig að meðal annarra væri Eiður ekki í formi til að spila þennan lands- leik,“ segir Ólafur sem þó valdi þrjá leikmenn í hópinn sem spila í ensku B-deildinni en tímabil- inu þar lauk viku fyrr en í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári var síðast valinn í landsliðið fyrir vináttulands- leik gegn Kýpur í byrjun mars. Hann fékk frí í þeim leik vegna anna hjá félagsliði sínu, Totten- ham. Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma kom Eiður hing- að til lands sama dag og landsliðið var á Kýpur. Hann flaug svo aftur til Englands degi síðar og fór á æfingu hjá Tottenham. Ólafur lét þá hafa eftir sér í fjöl- miðlum að hann vissi af þessu og ætlaði að skoða þetta mál nánar. Áttum gott spjall „Við áttum gott spjall eins og mað- urinn sagði,“ sagði Ólafur. „Það var ekkert í því sem kom mér á óvart.“ Spurður hvort Eiður hafi brugð- ist trausti hans svaraði Ólafur ein- faldlega neitandi. „Það er vegna þess að hann fékk frí á þeim for- sendum að hann væri að fara að æfa með Tottenham. Hann mætti á allar æfingar þar. Annað var ekki hluti af samkomulagi okkar.“ Ólafur sagði einnig að Eiður væri í sínum framtíðaráætlunum með landsliðið. „Eiður Smári gefur áfram kost á sér í landsliðið. Eiður Smári er besti fótboltamaður sem við eigum. Hann verður [aftur] valinn í landsliðið hjá mér – pott- þétt,“ sagði Ólafur. Spurður hvort besti fótbolta- maður landsins eigi ekki að spila alla landsleiki sagði Ólafur að svo þyrfti ekki að vera. „Ef hann er ekki leikhæfur þá nota ég hann ekki.“ Framtíðarlandsliðsmenn Ólafur velur nú yngra og óreynd- ara landslið en oft áður. Meðal- aldur leikmanna hefur nú lækk- að um tæp fjögur ár frá þeim hópi sem var valinn fyrir leikinn gegn Kýpur og meðalfjöldi þeirra leikja sem leikmenn eiga að baki hefur næstum helmingast – úr 30,2 leikj- um í 16,5. „Þetta er spennandi og ungur hópur. Við eigum mikið af efni- legum strákum sem hafa verið að spjara sig vel með sínum liðum. Það er því ekkert óeðlilegt að áætla að það verði ákveðin kyn- slóðaskipti í liðinu,” sagði Ólafur. „En að sjálfsögðu mun það ekki breytast að ég vel alltaf besta landsliðið hverju sinni. En hluti af því að gera þessa leikmenn til- búna fyrir framtíðina er að þeir fái að spila svona leiki og öðlist þar með reynslu af því að spila með A- landsliðinu. Ég tel að þessir ungu strákar séu okkar framtíðarlands- liðsmenn, hvort sem ég verð áfram landsliðsþjálfari eða ekki.“ Leikur Íslands og Andorra fer fram á Laugardalsvelli laugar- daginn 29. maí. eirikur@frettabladid.is Eiður Smári brást ekki trausti mínu Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi ekki Eið Smára Guðjohnsen í íslenska landsliðshópinn sem mæt- ir Andorra um aðra helgi. Hann þvertekur fyrir að það sé vegna trúnaðarbrests á milli hans og Eiðs Smára. LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Ólafur Jóhannesson á blaðamannafundi KSÍ í gær þar sem hann kynnti landsliðshópinn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Eiður Smári gefur áfram kost á sér í landsliðið. Eiður Smári er besti fótboltamaður sem við eigum. Hann verður valinn í landsliðið hjá mér. ÓLAFUR JÓHANNESSON ÞJÁLFARI A-LANDSLIÐS KARLA FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Reading, í landsliðshópinn sem mætir And- orra um aðra helgi. Er það í fyrsta sinn sem Gylfi er valinn í A-lands- liðið en Ólafur hefur verið gagn- rýndur fyrir að velja hann ekki fyrr, til að mynda þegar Ísland mætti Kýpur í mars síðastliðnum. „Þessi gagnrýni var út í hött. Ég hef aldrei átt kost á því að velja Gylfa í landsliðið. Fyrsti mögu- leikinn til þess var á móti Kýpur en þá var mikilvægur leikur hjá U- 21 landsliðinu á sama tíma,“ sagði Ólafur. „Ég hef ekki valið þá í A- landsliðið þegar þeir eru að spila sjálfir með U-21 liðinu – ekki nema ég viti að ég ætli að nota þá sjálf- ur. Mér finnst ósanngjarnt gagn- vart þeim að vera varamenn og taka jafnvel ekkert þátt í leikn- um ef það þýðir að þeir missa af leik með U-21 landsliðinu í staðinn. Þess vegna var Gylfi ekki valinn í það skiptið.“ Ólafur segir að fram að þeim tíma hafi hann átt möguleika á að velja hann. „Hann fór ekki í gang fyrr en eftir áramót en þá komst hann í stuð. Fram að þeim tíma var liðið hans meira að segja í fall- baráttu í Englandi.“ Gylfi er einn margra ungra leikmanna sem voru valdir í landsliðið að þessu sinni. Þeirra á meðal eru Birkir Bjarnason sem hefur farið á kostum með Viking í Noregi að und- anförnu sem og Kol- beinn Sigþórsson sem heillaði Ólaf mikið í hans fyrstu landsleikjum. „Ég valdi Kolbein fyrst fyrir leikina gegn Færeyjum og Mexíkó og sannaði fyrir mér í þessum tveimur leikj- um að hann er tilbúinn að spila fyrir landsliðið. Ég var afar ánægður með hann í þessum leikjum og hann er framtíðar- leikmaður landsliðs- ins.“ - esá Ólafur Jóhannesson valdi Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Reading, í fyrsta sinn í A-landslið karla: Gagnrýnin vegna Gylfa var út í hött GYLFI ÞÓR Nýliði í íslenska landsliðinu. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Þau ummæli sem Stefán Logi Magnússon hefur látið hafa eftir sér í Noregi höfðu engin áhrif á val Ólafs Jóhannessonar á markvörðum landsliðsins. „Ég er með tvo bestu mark- verðina í hópnum,“ sagði Ólafur en hann valdi þá Gunnleif Gunn- leifsson og Árna Gaut Arason. „Þar sem ég vel bara tvo mark- verði er ekki pláss fyrir fleiri. Ég veit að Stefán Logi hefur verið að standa sig mjög vel í Noregi og er það bara gott mál.“ Nú fyrir stuttu lét Stefán Logi hafa eftir sér að hann ætti meiri möguleika á að komast í landslið- ið sem miðvörður en markvörður. „Ég hlusta ekki á þetta,“ sagði hann spurður um þessi ummæli. „Svona lagað hefur heldur engin áhrif á mitt val. Ég vel bara þá tvo bestu markverði sem ég á hverju sinni.“ - esá Ólafur um Stefán Loga: Ummæli höfðu ekki áhrif á val STEFÁN LOGI Ekki í náðinni hjá lands- liðsþjálfaranum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MIKIÐ ÚRVAL GOTT VERÐ Allar gerðir d ekkja á frábærum kjörum! fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að kaupa ný dekk fyrir sumarið. GOTT VERÐ & FRÁBÆR GREIÐSLUKJÖR Rauðhellu 11, Hfj. ( 568 2035 Hjallahrauni 4, Hfj. ( 565 2121 Dugguvogi 10 ( 568 2020 VAXT ALAU ST VISA & MAS TE RC A R DGildir til 3 1. m aí 20 10 VA X TA LA US T Í AL LT AÐ 6 MÁNUÐI www.pitstop.is ÞRJÁR FULLKOMNAR ÞJÓNUSTUSTÖÐVAR FÓTBOLTI Ísland spilar aðeins tvo landsleiki í sumar, gegn Andorra og Liechtenstein. Eftir þá taka við þrír erfiðir leikir í undan- keppni EM 2012. „Auðvitað var það mín ósk að fá að spila „alvöru“ landsleik gegn sterkri þjóð,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. „En þessar þjóðir eru ekki í bið- röðum eftir því að fá að spila við okkur. Við erum bara ekki hærra skrifaðir en það.“ KSÍ var þó nálægt því að fá landsleik gegn Nígeríu sem spil- ar á HM í sumar. „Það voru góðar líkur á því en eins og margir vita er oft erfitt að eiga við Nígeríu- menn. Það gekk því miður ekki upp,“ sagði Ólafur. - esá Vildi einn landsleik til: Okkar ekki beðið í röðum NÍGERÍUMENN Erfitt að eiga við þá segir landsliðsþjálfarinn. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.