Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 62
50 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. Listastefna, 6. frá, 8. tugur, 9. fljót- færni, 11. númer, 12. urga, 14. jarðrík- is, 16. hvað, 17. form, 18. ennþá, 20. tveir eins, 21. uppspretta. LÓÐRÉTT 1. kvenklæðnaður, 3. bardagi, 4. rafall, 5. for, 7. fuglategund, 10. ger- ast, 13. pili, 15. dreifa, 16. gyðja, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. dada, 6. af, 8. tíu, 9. ras, 11. nr, 12. ískra, 14. heims, 16. ha, 17. mót, 18. enn, 20. rr, 21. lind. LÓÐRÉTT: 1. sarí, 3. at, 4. dínamór, 5. aur, 7. fashani, 10. ske, 13. rim, 15. strá, 16. hel, 19. nn. „Það eru Kellogs kornflögur. Auðvelt og fljótt. Gott þegar maður er að drífa sig.“ Linda Ósk Guðmundsdóttir hönnuður. Harka er hlaupin í íslenska prótín- drykkjamarkaðinn eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Íslensku prótíndrykk- irnir Hámark og Hleðsla eru með yfir- burðastöðu á markaðnum samkvæmt tölum frá Capacent og eru báðir aug- lýstir sem vinsælasti prótíndrykkur landsins. Prótínmarkaðurinn stækkaði um 433 prósent með tilkomu íslensku drykkjanna. Fréttablaðið hafði samband við Einar Oddsson lækni sem staðfesti að neysla á prótíndrykkjum sé mjög algeng orsök vindgangs. Þegar tekið er tillit til gríðarlegrar söluaukningar á slík- um drykkjum má slá því föstu að vind- gangur er vandamál í gríðarlegri sókn á Íslandi. En er prótíndrykkjaneysla algeng greining á vandamálum fólks? „Það fer eftir sjúklingahópnum sem þú ert að fást við,“ segir Einar. „Það er algengt að yngra fólk sé að drekka prót- índrykki – í sambandi við æfingapró- gramm og þess háttar. Það er slatti af fólki sem notar talsvert mikið af þessu, í vaxtarrækt og lyft- ingum og þess háttar. Þetta er mishollt fyrir fólk.“ Og má búast við að þetta fólk reki meira við en meðal- maðurinn? „Já (hlær). En við höfum svo sem ekki mælingar á því.“ - afb Prumpa meira eftir prótínþamb LEYSUM VIND Rithöfundurinn Egill Gillzenegger, fótboltakonan Katrín Jónsdóttir og útvarpsmaður- inn Ívar Guðmundsson hafa öll auglýst prótíndrykki. Sagan segir að vöðvatröllið Gaz Man hafi fengið viðurnefni sitt eftir mikla neyslu prótíns. „Ég er bara að reyna að tengj- ast konunni í sjálfum mér,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri. Ragnar er um þessar mundir að ganga frá handriti að fyrsta hluta í því sem hann kallar kvennaþrí- leik. Vinnutitill fyrstu myndar- innar er Járnhaus og fjallar um stúlku á sveitabæ úti á landi á níunda áratugnum, sem dreymir um að verða þungarokkstjarna. Ragnar segir kvikmyndaheim- inn karllægan þar sem flestir sem gera kvikmyndir og skrifa handrit séu karlmenn. „Ef karlmaður skrifar hand- rit, þá skrifar hann það oftast út frá sinni eigin reynslu eða hugar- heimi,“ segir Ragnar. „Stærstur hluti kvikmynda er byggður á reynsluheimi karla. Okkur vant- ar allar hinar sögurnar. Það eru óteljandi sögur af konum.“ Síðustu verkefni hefur Ragn- ar unnið að miklu leyti í hópi karla. Vaktaserían og kvikmynd- in Bjarnfreðarson eru skrifaðar af Ragnari ásamt fjórum karl- mönnum og fjalla um karlmenn. En réðst Ragnar í gerð kvennaþrí- leiks vegna utanaðkomandi þrýst- ings? „Meinarðu frá femínistum?“ spyr Ragnar. Tja, eða konum almennt? „Nei, alls ekki. Fyrsta myndin sem ég gerði var með kvenpersón- ur í aðalhlutverkum,“ segir hann og vísar í kvikmyndina Fíaskó frá árinu 2000. „Maður er alltaf for- vitinn um það sem maður þekk- ir ekki – það sem maður er ekki sjálfur. Konur þykja mér oft for- vitnilegri en karlmenn.“ Ragnar segist eiga erfitt með að hugsa um eina mynd í einu. Það endurspeglast í verkefnum hans. Kvikmyndin Foreldrar fylgdi á eftir Börnum og Vaktaserían varð þríleikur og kvikmynd. „Ég fékk þrjár hugmyndir með skömmu millibili sem hafa verið að þróast og fjalla um konur. Hvort sem þær verði á endanum tengdar eða ekki,“ segir hann. Ragnar stefnir á að hefja tökur á næsta ári, en það veltur, eins og svo margt annað, á fjármögn- un. „Það er allt í biðstöðu í þess- um bransa út frá óvissunni sem við stöndum fyrir; úr hvaða fé er að spila,“ segir hann. „Við urðum fyrir gríðarlegum niðurskurði á síðasta ári og það hefur verið bent rækilega á síðustu mánuði hvað er efnahagslega rangt að skera kvikmyndagerð svona niður. Ef stjórnvöld sjá að sér og sjá ljós- ið þá verður þessi mynd vonandi gerð á næsta ári.“ atlifannar@frettabladid.is RAGNAR BRAGASON: SKRIFAR HANDRIT AÐ ÞREMUR KVIKMYNDUM Kannar hugarheim kvenna í væntanlegum þríleik STÓRT VERKEFNI Í BÍGERÐ Ragnar er að leggja lokahönd á handrit kvikmyndar sem verður sú fyrsta í þríleik um konur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er í raun stórviðburður að Laurie Anderson sé að koma hing- að,“ segir Ragnheiður Óladóttir, forstöðumaður Vatnasafnsins og Amtbókasafnsins í Stykkishólmi. Bandaríski listamaðurinn Laurie Anderson ætlar að flytja gjörning og spila tónlist í Vatnasafninu í Stykkishólmi á laugardaginn og verður þetta í fyrsta sinn sem hún kemur hingað til lands. Anderson sló í gegn í listheiminum á níunda áratugnum og er einnig þekkt fyrir að vera eiginkona tónlistarmanns- ins Lou Reed. „Hún er ein af þeim fyrstu sem notuðu margmiðlun í list sinni. Hún er mikil gjörninga- manneskja og fjöllistakona. Hún er líka mjög skemmtileg og fyndin,“ segir Ragnheiður. „Hún er mjög þekkt á meðal listamanna og um leið og það fréttist af þessum við- burði varð strax uppselt.“ Aðeins um eitt hundrað manns sjá gjörninginn, enda fer hann fram í sérstöku rými Vatnasafns- ins þar sem aðeins fjörutíu sæti eru í boði. „Vatnasafnið er lista- verk sem var komið fyrir í gamla bókasafninu í Stykkishólmi,“ segir Ragnheiður. „Hún verður þarna innan um glersúlur sem eru fyllt- ar með jöklavatni úr íslenskum jöklum og mun flytja þar þennan gjörning. - fb Laurie Anderson treður upp í Stykkishólmi LAURIE OG LOU Laurie Anderson ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum heimsfræga, Lou Reed. Laurie flytur gjörning í Vatnasafninu á laugardaginn. NORDICPHOTOS/GETTY Eurovision-hópurinn með Heru Björk í broddi fylkingar hefur í nægu að snúast úti í Noregi. Í gær heimsótti hópurinn grunnskóla en þar höfðu krakkarnir fræðst um Ísland og fluttu fyrirlestur um landið fyrir hópinn. Hera tók svo að sjálfsögðu lagið fyrir krakkana og flutti Krummi svaf í Klettagjá og að sjálfsögðu Je Ne Sais Quoi á meðan bakraddasöngvarinn Pétur Örn lék undir á gítar … Pétur þykir afar fyndinn maður og er hann búinn að halda uppi stemningunni í hópnum í Noregi. Eftir heimsókn- ina í grunnskólann tók við æfing í söngskóla Siggu Beinteins og því næst lá leiðin til Örnu Grétarsdóttur, prests Íslendinga í Noregi. Nóg er um veisluhöld en á þriðjudag var hópnum boðið í grill hjá Íslendingafélaginu í Ósló. Í gærkvöldi lét hópurinn svo sjá sig í serbneska sendiráðsbústaðnum, en þar hitti Hera keppinaut sinn úr fyrri undanriðlinum. Æfingar eru hafnar á leikverkinu Enron í Borgarleikhúsinu. Þar á bæ ættu menn að vera orðn- ir vanir efnahags- legum hörmungum eftir að hafa eytt nokkrum sólarhringum í lestur rannsóknar- skýrslunnar. Þeir sem hafa litið inn á æfingar telja raunar að það sé jafnvel nánast enginn munur á inni- haldi skýrslunnar frægu og leikritsins um Enron sem Stefán Jónsson leikstýrir. Töluverð tónlist er í verkinu en það eru trommufélagarnir Helgi Svavar Helgason úr Flís og Sigtryggur Baldursson sem sjá um hana. Sig- tryggur er auðvitað orðinn nokkuð nátengdur fjármálahruninu því hann stóð fyrir baraáttutónleikum fyrir nímenningana frægu á laugardaginn en tengdasonur trymb- ilsins er einmitt einn þeirra sem er kærður fyrir árásina á Alþingi. - afb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 Ólöf Nordal sækist eftir varaformannsembættinu. 2 Framsóknarmenn vilja að grunnskólabörnum verði gefinn hafragrautur og lýsi. 3 Ásgeir Börkur Ásgeirsson Fylki er leikmaður annarrar umferðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.