Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 „Manninn andspænis okkur, unga Ameríku- manninn. Komdu hingað, Ginny, þá skaltu sjá!“ Niðri á götunni hafði langur og spegilgljá- andi bíll verið stöðvaður, og út úr honurn steig Jack Feeley. „Hann á meira að segja ákjósanlegasta bíl, sem hugsazt getur,“ muldraði Rut fyrir munni sér. „Vertu ekki að gægjast þetta lengur,“ sagði ég. „Það endar með því, að hann sér þig.“ Rut var nú aldrei vön að fara í felur með áhuga sinn á karlmönnum. Flestir þeirra urðu líka undir eins hrifnir af henni, og hana skorti sjaldan skemmtilega og veraldar- vana fylgisveina. En mér var kunnugt um, að hún var farin að verða leið á skemmtana- lífinu, að henni virtist það vera sá hluti æv- innar, sem nú væri lokið. Hún vildi gjarnan fara að gifta sig. ( „En ég finn hann aldrei,“ sagði hún stund- um við mig, „manninn, sem er að einhverju leyti öðruvísi en allir hinir, þann, sem ég þrái að giftast. Af hverju finn ég hann ekki, Ginny? Er það ég, sem er eitthvað skrítin, eða er þetta af því, að ég er að verða gömul og vandfýsin?“ Framh. i næsta blaði. Nonni litli: „Mamma, hann pabbi var aS lcoma heim úr vinnunni, og hann hlýtur aö vera voöalega svaugur, því hann ætlar alveg aö éta vinnukonuna.“ Hvaft merkja þessi ' ' ' ORÐ? 1. Banghagur, 2. bastarður, 3. dádofa, 4. ega- sléttur, 5 faðmbyggir, 6. gagar, 7. gárungi, 8. hagurbal, 9. hampi, 10 óðborg. Merkingarnar eru á bls. 15. MINJAGRIPiR □□ GJAFAVÖRUR VIÐ ALLRA HÆFI. Skartgripaverzlunin EMAIL HAFNARSTRÆTI 7 - SIMI 2-D4-75 Sigríður Skúladóttir Briem: uölm f vestrinu, i hinu gullroðna bliki sólarlagsins, býr ástin mín, litla barnið mitt, stóra stúlkan mín. Bak við allar annir hversdagsleikans vakir lifandi mynd hennar í Ijósi dagsins, i húmi nælurinnar. Fyrir svefninn, Þegar myrkrið hefur blindað augu mín, bið ég fyrir henni, ástinni minni, litla barninu rnínu, stóru stúlkunni minni. Ofboðslegar tölur ÁRIÐ 1969 voru 13 040 000 bílar í umferð í Frakklandi auk aragrúa vagna, sem útlend- ingar óku. Dauðsföll af völdum bílstjóra í landinu samsvara á hverjum 5 árum mann- tjóni Japana í kjarnorkuárásinni á Hiro- shima, en manntjón á öllum bílvegum heims- ins er á hverjum 10 árum talið ámóta mikið og hlauzt í heimsstyrjöldinni 1914—:18. Allt er, þá þrennt er ENSKUR bóndi, Tim Hiles, 23ja ára, ætl- aði að kvænast 21ns árs stúlku frá Persíu, Fataneh Daneshvari, í kirkju einni í Shrop- shire í júlí sl. sumar. Síðan stóð til, að þau yrðu gefin saman aftur í persneska sendiráð- inu í Lundúnum og í þriðja sinn austur í Persíu að ári. Tvær síðari hjónavígslurnar eru algert skilyrði þess, að Tim verði talinn löglegui eiginmaður stúlkunnar samkvæmt trúarbrögðum Múhammedstrúarmanna. Gullsmiðir STEINÞÓR og JÓHANNÉS Laugavegi 30. Sími 19209. Austurstræti 17. Sími 19170. Demantar, perlur, silfur og gull.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.