Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 lífið er 2), / aáam L m t JÓNAS SVEINSON læknir varð hverjum þeim ógleymanlegur, sem kynntist honum. Hann var hinn dæmigerði eldhugi, maður mikilla hugsjóna, ávallt með fullt fang margs konar framtíðaráforma, gerhugull gáfumað- ur, hagsýnn athafnamaður. Mér hafði aldrei orðið stai'sýnna á nokkui-n mann við fyrsjlu sýn, nema ef vera skyldi Gest Einarsson á Hæli, þegar Jónas kvaddi dyra, þar sem við Kristján, bróðir hans, sátum niðursokknir við latínulestur heima hjá Kristjáni. Þá var hörkuvetur í landi og baráttan við 4. bekkjar námsgreinar Menntaskólans í Reykjavík næsta örðug sveitapiltum, sem lítt eða ekki höfðu setið á skólabekk áður. Þá var ótrúlega hress- andi að kynnast heimsmannslegum lækna- stúdentinum frá Árnesi, ekki sízt þegar hann tók að eggja okkur Kristján til dáða og spá okkur að því loknu meiri námsafrekum en okkur gat órað fyrir. Seinna hittumst við Jónas endrum og eins, bæði i Reykjavík og erlendis. Og ailtaf var hann samur og jafn. Augu hans leitruðu af góðvild, gáfum og glettni. Frásagnir um ný- stárlegar hugmyndir streymdu af vörum hans- Sjúklingar hans, sem ég hitti að máli, elskuðu hann og dáðu. Svo var hann skyndilega kall- aður burt af þessum heimi fyrir aldur fram, skjótt og óvænt, eins og viðbrögð hans í líf- inu höfðu löngum verið. Forsjóninni þótti ekki hæfa að leggja langa banalegu á jafn snarráð- an mann, sem löngum hafði unnið skjóta sigra á dauðanum í gifturíku læknisstarfi sínu. En Jónas læknir mun vei'ða langlífur í landinu, eftir að samtíðarmenn hans eru allir, því að hann hefur látið eftir sig lífvæniega lýsingu á ævistarfi sínu í bók, sem kom út sl. haust: Lífið er dásamlegt. Minnisgreinar og ævisöguþættir. Ragnheiður Hafstein bjó til prentunar, Helgafell 1969, 223 bls. Bóksalar segja, að þessi minningabók Jón- asar hafi orðið metsölubók sl. árs, og kemur það ekki á óvart, því að Jónas læknir var Prýðilega ritfær. Þættir hans leiftra af fjöri og karlmennsku eins og í’æða hans í lifanda lífi. Við lestur bókarinnar er sem við hlustum á frásögn hans, svo eðlilegt og lifandi er þetta ritmál. Hin snjalla regla: Talaðu eins og þú hugsar, skiifaðu eins og þú talar, virðist hafa verið honum i blóð borin. Bók Jónasar er ekki ævisaga. Hana mundi hann hafa skrifað með öðrum hætti. En löng og hefðbundin íslenzk ævisaga hefði naum- ast komið frá þessum önnum kafna manni fyrr en á eliiárum hans. Hann hefði ekki haft tíma til að nostra við þess háttar bókar- gerð. Annríki hins ástsæla læknis leyfði hon- um aðeins að verða frábær greinahöfundur, eins og þátturinn um tengdaföður hans, sóma- mannirm Július sýslumann Havsteen, sýnir ljóslega. Lifið er dásamlegt er barmafullt af sönn- um ævintýrum og alþýðlegum fróðleik um afrek læknavísindanna. Menn verða margs vísir við lestur bókarinnar. Við, héraðslækna- börnin frá fyrstu áratugum aldarinnar, vit- um, að örðugleikar læknanna i dreifbýlinu og fátæktinni eru sízt ýktir í frásögn Jón- asar. Við endurlifum þá alla undir hand- leiðslu hans. Lýsingarnar á baráttunni við sjúkdóma fólksins norður við Dumbshaf er okkur í raun og veru nægileg skýring á því, að læknir lézt einatt fyrir aldur fram. ís- lenzkir héraðslæknar þeirrar tíðar voru víst velflestir útslitnir menn á miðjum aldri, mið- að við íslenzka ævilengd í dag. Einn þeirra öðlaðist aðeins tveggja nátta svefnfrið heima hjá sér frá áramótum til páska um síðustu aldamót. Hann þjónaði heilli vegalausri og símalausri sýslu, þar sem flestar ár voru óbrúaðar. Þrisvar barg hann lífi sínu á sundi í baráttu við straumvötn með jakaferð um há- vetur. Oítlega kom hann dauðþreyttur gang- andi heim til sín með hnakkinn sinn á bak- inu, af því að hann óaði við að sundleggja reiðskjótana í illviðrum. Frásagnir fyrrnefndrar bókar um áræði og snilli Jónasar Sveinssonar í skurðaðgerðum við hinar frumstæðustu aðstæður norður í Húnavatnssýslu eru mjög lifandi. í þeirri al- vai’legu baráttu læknisins öi'lar á nokkru gamni, þar sem hann skýrir mjög hispurs- laust frá yngingatilraunum sínum, er gerðu Hvammstanga að ævintýralegri stórborg í æsifréttum heimsblaðanna og tiltæki Jónas- ar að atriði í erlendri leiksýningu. Fi’ú Ragnheiður Hafstein hefur sýnt minn- ingu manns síns lofsverðan sóma með út- gáfu þessarar fróðlegu og skemmtilegu bók- ar, sem Helgafeil hefur gert vel úr garði.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.