Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN Hann hefur ekki einungis verið kallaður hug- myndafræðingur sænskra jafnaðarmanná, heldur einnig flokksheili þeirra. PÓLITÍSKT IIIJ<;MY]%T1»AKEKFI OLOFS FALMES hins nýja forsætisráðherra Svíþjóðar SVlAR eignuðust árið sem leið nýjan forsætisráðherra, sem nýtur mikils álits og glæstar vonir eru bundnar við. Eftir myndum að dæma er hann áberandi ungl- ingslegur í sjón, þrátt fyrir erilssama for- tíð. Aldur hans er að vísu ekki hár. Hann verður 43ja ára 31. janúar 1970, sama dag og þessar línur eiga að koma á prent. Paime er kynborinn maður. Ætt hans hefur verið rakin til Gústafs Vasa. Móðir hans er af baltneskri aðalsætt. Palme er hámenntaður, hefur m. a. lokið B. A. prófi á mettíma vestur í Bandaríkjum og embættisprófi í lögfræði í Stokkhólmi. Einnig hefur hann hlotið lautinantsgráðu í riddaraliðinu. Á barnsaldri var hann að eigin sögn ákaflega heilsuveill og þjáðist þá meira að segja af berklum ásamt ýms- um öðrum krankleika. Æskuár sín ger- nýtti hann til lærdómsiðkana, af því að hann var óvenju námgjarn og heilsan leyfði ekki mikla útivist með þátttöku í leikjum né líkamlega áreynslu. Við sjúkra- rúm hans sat þá frönsk menntakona, sem kenndi honum móðurmál sitt. Barnungur lærði hann einnig þýzku og ensku. Hann varð stúdent aðeins 17 ára gamall frá virðulegum menntaskóla í Sigtúnurn. Gat hann sér þar orðstír sem frábær og metn- aðargjarn námsmaður, en jafnframt sern harðskeyttur knattspyrnumaður. Hann er kjarkmikill og opinskár og hispurslausari en virðulegum og formföstum sænskum stjórnmálamönnum hefur stundum þótt hæfa. Palme hefur síðan 1953 verið einkarit- ari Tage Erlanders, fyrirrennara síns í forsætisráðherraembættinu. Upphaflega gegndi hann því hlutverki að skrifa og fága pólitískar greinar og ræður Erland- ers. En smám saman gerðist Palme hug- myndafræðingur forsætisráðherrans. Urðu þeir, þrátt fyrir aldarfjórðungs aldurs- mun, ákaflega samrýndir, enda andlega skyldir að kalla má. Það orð lék á, er Er- lander flutti ræður, að röddin væri að vísu hans, en að hugmyndirnar væru Palmes. Eitt sinn, er halda átti flokkssam- komu jafnaðarmanna, er sagt, að sam- herjar þeirra Erlanders og Palmes hafi spurt: „Kemur Erlander og heldur ræðu hjá okkur, eða kenmr Palme sjálfur?“ Og í annað sinn var sagt við mann einn í bið- stofu forsætisráðuneytisins: „Nei, herra Palme hefur ekki enn tíma til að tala við yður, en dygði yður ekki að tala við for- sætisráðherrann í hans stað?“ Þá var Palme 33ja ára gamall. Síðan hefur hann gegnt tveim ráðherraembættum og er nú yngsti forsætisráðherra Evrópu. ÞEGAR Olof Palme var nýorðinn for-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.