Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.02.1970, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 RAD D I R-------- -----RAD D I R--- -----------RAD D I R Álit tveggja skálda Jakob Jóh. Smári segir: ÞAÐ mundi sízt vanþörf á að auka áhuga almennings, einkum unga fólksins, á ljóðlist, því honum mun hafa hrakað verulega á síð- ustu árum. Liggja tli þess ýmiskonar or- sakir og líklega þó sérstaklega sú, að nú er um fleiri viðfangsefni að ræða í andlegum efnum en áður var. Þó er mér ekki grun- laust um, að formbylting sú, sem orðið hefur í ljóðunum nú undanfarið, muni eiga þar drjúgan þátt í, því að mönnum finnast þessi ljóð engin ljóð vera, þó að þau séu kölluð það, og harla lítið til þeirra að sækja — og erfitt að læra og muna. Þetta er að mestu leyti óbundið mál, og mun því i strangasta skilningi ekki ljóð kallast. Ég hygg, að helzta ráðið til þess að endur- vekja áhuga almennings á ljóðlist, sé það, að láta unglinga lesa, læra og syngja sem mest af hefðbundnum réttnefndum Ijóðum, þá mun og ekki hjá því fara, að unglingunum aukist orðaforði, en orðfæð þeirra er ein sú mesta ógnun við íslenzkt mál, sem nú vofir yfir. Kristján frá Djúpalæk segir: Ég tel mikla ástæðu að reyna að auka á- huga fólks á ljóðum. Þau eru hvorutveggja lífsnautn og læknisdómur og hafa(á liðinni tíð bjargað sálarheill þúsundanna. Helzta ráð til að vekja áhuga á þessari grein listar, sem annarri, er að kynna hana, en varast skal að gefa inn of stóra skammta til dæmis í skólum og útvarpi. Svo maður hafi matarlyst þarf hæfilega svengd. Óát kemur í fé, sem veltir fyrir sér of stórri gjöf. Látið aðeins hina beztu lesara lesa hin beztu ljóð og sjaldan. (Úr svörum skálda við spurningunni: Teljið þér rétt að auka áliuga almennings á ljóðlist og þá hvcrnig? Mbl. 7. febr. 1968). Um Picasso lásum við nýlega eftirfarandi ummæii í er- lendu blaði: Það, sem eykur listfrægð Picassos, er, að fólk heldur, að hann sé brjálaður eða að hann sé svikari, en heimurinn litur á hann með lotningu, af því að hann er margmilljónari. Einungis^það safn af eigin myndum, sem hann hefur á langri ævi látið á afvikinn stað, er metið á 5—6 milljónir dollara. Hann er eins auðugur og Onassis, húseignaauðmaður eða arabiskur olíukóngur. Hann er heilt fyr- irtæki á borð við Esso, án þess að þurfa að skipta um nafn. Og svo er hann kommúnisti. Naumast er unnt að hugsa sér magnaðri aug- lýsingar-þverstæðu. Lausn á MARGT BÝR í ORÐUM á bls. 21: Ál, áll, áls, ála,ár, árla, árs, ára, ás, ása, á, áa, áar, áð, lá, lás, lása, lásar, lár, lára, lárs, láð, láðs, láða, læ, læð, læða, læs, læsa, lær, læra, lærð, lærða, lærðs, la, las, brá, bráa, bráð, bráða, bráðs, bræla, bál, báls, bála, bálar, báða, báð- ar, bæ, bæla, bær, bærs, bæra, bæs, bæsa, bað, baðs, ball, balls, blað, blaðs, blá, blár, blás, bláa, bláar, blæ, blæs, blæð, blæða, blæi;, brall, bralls, ráð, ráð, ráðs, ráða, rás, rása, ræ, ræð, ræða, ræðst, ræl, ræll, ræls, ræla, ræsa, æð, æða, æð- ar, æðra, æl, æla, ær, æra, ærst, æs, æsa, æsar, ærsl, ærsla, ærð, sá, sál sála, sáð, sáðs, sáða, slá, sár, sær, særa, sæ, særð, sæl, sæll, sæla, sæða, sal, sarð, að, al, als, at, ar, arð, arðs. ★ Skófatnaður í fjölbreyttu úrvali. ★ Kaupið skóna þar, sem úrvalið er mest. SKÓYERZLUN PÉTURS ANDRÉSSONAR Laugavegi 17 — Laugavegi 96 — Framnesvegi 2

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.