Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 34
18 21. júní 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is VILHJÁLMUR BRETAPRINS ER 28 ÁRA Í DAG. „Sumir segja það bera vott um skort á metnaði, en í raun er það mjög metn- aðarfullt að vilja hjálpa öðrum.“ William Arthur Philip Louis Bretaprins er eldri sonur Karls Bretaprins og Díönu prinsessu, annar í erfðaröð- inni að bresku krúnunni. Næsta föstudag, 25. júní, eru 105 ár liðin frá fæðingu stór- söngkonunnar Maríu Markan en hún var fædd og uppal- in í Ólafsvík. Af því tilefni hefur Átthagastofa Snæfells- bæjar í samstarfi við Framfarafélag og menningarnefnd Snæfellsbæjar sett saman dagskrá sem fram fer í gamla heimabæ Maríu þann sama dag. Kristín Björg Árnadóttir hjá Átthagastofu Snæfellsbæjar er ein þeirra sem sjá um að skipuleggja daginn. „Dagskráin hefst með málþingi í félagsheimilinu Klifi klukkan 13, þar sem fjallað verður um Maríu Markan og söngferil hennar. Lýs milda ljós er yfirskrift málþings- ins en þeir sem þekktu Maríu eru sammála um að frá henni hafi stafað milt ljós. Meðal þeirra sem flytja erindi er frænka Maríu, Anna Agnarsdóttir, Trausti Jónsson og Lisa Weisshappel,“ segir Kristín. Eftir málþingið er geng- ið um æskuslóðir Maríu og endað á Átthagastofu með lítilli sögusýningu um fjölskyldu Maríu. Dagskráin er styrkt af Menningarráði Vesturlands. „María Markan á ótrúlegan feril en eftir að hafa lært söng í Berlín til ársins 1935, hélt hún sína fyrstu sjálfstæðu tónleika í Berlín. Hún var ráðin til þýskra óperuhúsa og árið 1938 var hún komin í konunglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn,“ segir Kristín. Þar fékk Fritz Busch, hljómsveitar- stjórinn kunni, augastað á söngkonunni og réð hana í hlut- verk í Glyndbourne-óperunni í Englandi. María var ráðin við Metropolitan-óperuna í New York árið 1941. „María er af mörgum talin okkar fremsta klassíska söng- kona fyrr og síðar. Við höfum notið mikillar aðstoðar frá fjölskyldu Maríu en þetta verkefni er svo hugsað sem hluti af verkefni Átthagastofu Snæfellsbæjar um þekkta lista- menn sem tengjast Snæfellsbæ.“ Um kvöldið verða tónleikar á Klifi í anda Maríu. Þar koma fram Veronice Osterhammer, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Örn Magnússon og Elísabet Waage. juliam@frettabladid.is MÁLÞING OG TÓNLEIKAR Í ÓLAFSVÍK: 105 ÁR FRÁ FÆÐINGU MARÍU MARKAN LJÓS MARÍU MARÍA MARKAN Söngkonan fæddist og ólst upp í Ólafsvík, þar sem hennar verður minnst næstkomandi föstudag. MYND/ÚR EINKASAFNI Á þessum degi árið 1988 kom kanadíski söngvarinn og ljóð- skáldið Leonard Cohen til lands- ins. Tilefnið voru tónleikar sem Cohen ætlaði að halda í Laugar- dalshöll þremur dögum síðar, 24. júní, og voru þeir hugsaðir sem eins konar Listahátíðarauki en Listahátíð í Reykjavík lauk formlega nokkrum dögum áður. Cohen var strax spurður af blaðamanni á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins hvort hann hefði kynnt sér íslenskar bókmenntir og sögu Íslands og hann jánkaði því og dró því til sönnunar upp bókina The Northern Sphinx eftir Magnús Magnússon. Frá flugvellinum hélt söngvarinn svo í Bláa lónið. Cohen vakti mikla athygli hér á landi. ÞETTA GERÐIST: 21. JÚNÍ 1988 Cohen til landsins Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Halldórsson pípulagningameistari Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, sem lést þann 15. júní, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Garðarsdóttir Örn Þór Þorbjörnsson Gylfi Garðarsson Hólmfríður Garðarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðfinna Jónsdóttir Bólstaðarhlíð 60, áður til heimilis að Syðsta-Ósi í Miðfirði, lést á Landakoti laugardaginn 12. júní sl. Útför hennar fer fram frá Melstaðarkirkju miðvikudaginn 23. júní kl. 14.00. Rúta fer frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Þorvaldur Böðvarsson Hólmfríður Skúladóttir Hólmfríður Böðvarsdóttir Sveinn Kjartansson Jón Böðvarsson Ingibjörg Jóhannesdóttir Ingibjörg Böðvarsdóttir Þórunn Guðfinna Sveinsdóttir Pétur Böðvarsson Hildur Árnadóttir Elísabet Böðvarsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Björn Eyþórsson prentari, Álfheimum 60, lést á gjörgæsludeild Landspítala fimmtudaginn 17. júní 2010. Torfey Steinsdóttir Steinn Bjarki Björnsson Eyþór Hreinn Björnsson Ingunn Þorsteinsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Ragnar Björgvinsson garðyrkjufræðingur Rjúpnasölum 8, Kópavogi, sem lést 11. júní, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 23. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minn- ast hans er bent á MND félagið. Elsa Hildur Óskarsdóttir Björgvin Jónsson Guðlaug Hrönn Björgvinsdóttir Óskar Jónsson Þóra Hrönn Óðinsdóttir Laufey Jónsdóttir Sigríður Jónsdóttir Þórður Helgi Jónsson og barnabörn. Dipl. Ing. Tómas Þ. Árnason f. 14. mars 1939 d. 17. maí 2010 Ránargötu Dachstr. 48, Reykjavík Essen Í kærleika og þakklæti kveðjum við. Jarðarförin hefur farið fram í Þýskalandi með nánustu fjölskyldu og vinum. Sophia Árnason Pétur Tómasson Ursula Tómasdóttir Maria Florentine Garðar Árnason Guðrún Árnadóttir Hulda Árnadóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær bróðir okkar og mágur Grétar Breiðfjörð lést á heimili sínu 15. júní s.l. Jarðarför verður auglýst síðar. Kolbrún Jónsdóttir Jörgen Tomasson Ævar Breiðfjörð Ásta Guðjónsdóttir Ragnar Breiðfjörð Jóna S. Kristinsdóttir Dorothy M. Breiðfjörð Daníel Guðmundsson Óskar Breiðfjörð Margrét Breiðfjörð Kristín Breiðfjörð Jón Emil Hermannsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, Auðbjargar Guðmundsdóttur Illugastöðum Vatnsnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands Hvammstanga fyrir einstaka alúð og umönnun. Jónína Ögn Jóhannesdóttir Birgir Jónsson Guðmundur Jóhannesson Bjarney G. Valdimarsdóttir Árni Jóhannesson Anna Olsen Jónína Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir Jóhann Ingi Haraldsson Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson Þorbjörg Ásbjarnardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, sonar og bróður, Bjarna Davíðssonar sem lést í Árósum 29. janúar s.l., fer fram frá Selfosskirkju, mánudaginn 28. júní n.k., kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Lilja. MOSAIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.