Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 29
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2010 3 Gömlum viðarhúsgögnum er vel hægt að forða frá því að fara á haugana eins og með- fylgjandi myndir sanna. Hér er að finna tvær leiðir til að koma þeim í fyrra horf. Viðarhúsgögn sem standa úti frá vori og fram á haust þarfnast við- halds á nokkurra ára fresti. Tvær leiðir eru til að koma þeim í fyrra horf. Annars vegar er hægt að slípa viðinn upp og bera síðan á. Hins vegar má nota efni til að fjar- lægja gamalt lakk áður en nýtt er borið yfir. Þeir Hlynur Magnússon og Arnar Már Þorsteinsson hjá Húsa- smiðjunni kunna réttu tökin og komu gömlu borði og stól í stand. „Ég ákvað að slípa borðið enda var það frekar illa farið. Ég not- aði til þess svokallaðan skrið- dreka og fór yfir allt með sand- pappír númer sextíu sem er sér- staklega grófur. Á kantana notaði ég síðan lausan pappír og fór svo yfir allt með pappír númer hundr- að,“ segir Hlynur. Eftir að hafa burstað sag og drullu af borðinu var hann búinn að gera borðið til- búið fyrir olíuna og þá tók Arnar Már við. „Galdurinn er að löðra borðið í olíu og bera sífellt nýja umferð á blautt yfirborðið. Það er síðan látið standa um stund og yfirleitt ýrast litlar trefjaagnir upp í timbrinu. Þeim er náð niður með því að slípa viðinn á meðan hann er ennþá blautur með fínum vatns- pappír en þannig næst eggslétt áferð. Umframolían er síðan fjar- lægð með bómullarklút og borðið látið þorna í um það bil sólarhring. Að því loknu er gott að fara aftur yfir með fínum pappír til að fjar- lægja mögulegar trefjar, olíubera á ný og þurrka að lokum umfram- olíuna af,“ segir Arnar. Hann beitti svo öðrum aðferðum við að lappa upp á stólinn. „Fyrst bleytti ég hann upp með vatni og bar svo á hann sterkan pallahreinsi sem hreinsar uppsöfnuð óhrein- indi. Ég notaði til þess grófan pens- il og gætti þess að vera með hanska enda um ætandi efni að ræða.“ Efn- inu er leyft að virka í fimmtán mín- útur og það svo fjarlægt með vatni. Þá er bleikiefni borið á og því leyft að virka jafn lengi. Það er svo spúlað af og stóllinn látinn þorna í sólarhring. Þá er olían borin á og sífellt farnar nýjar umferðir ofan í blautan viðinn. Umframolían er síðan þurrkuð af og ættu húsgögnin að duga næstu árin. - ve Notað verður nýtt Húsgögnin hafa heldur betur tekið breyt- ingum og ættu að nýtast vel í sumar. Mikilvægt er að bleyta viðinn fyrir meðhöndlun svo efnin vinni aðeins á yfirborðinu.Kominn tími á viðhald. Arnar fjarlægir umframolíu með bómullarklút. Galdurinn er að löðra borðið í olíu og fara sífellt nýja umferð á blautt yfirborið. Hlynur notar lausan pappír á kantana. Hlynur byrjar á því að slípa borðið upp með skriðdreka og notar til þess grófan pappír. Skriðdrekann má ýmist kaupa eða leigja í Húsasmiðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 2 3 5 4 Eins og nýr. 1 Til að ná niður litlum trefjaögnum sem ýrast upp er farið yfir lakkið með vatnspappír númer 200 en þannig fæst eggslétt áferð. 3 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.