Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 12
12 21. júní 2010 MÁNUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Breytt lög um fjármálafyrirtæki
Umtalsverðar breytingar
á lögum um fjármála-
fyrirtæki voru samþykktar
á Alþingi. Gera má ráð fyrir
að lögin breyti starfsum-
hverfi íslenskra fjármála-
fyrirtækja mikið í kjölfarið.
Meðal breytinga er að Fjár-
málaeftirlitinu (FME) eru
gefnar auknar valdheimild-
ir, settar eru ýmsar skorður
við lánveitingum fjármála-
stofnana og reglur um stór-
ar áhættuskuldbindingar
eru þrengdar.
Ný lög um fjármálafyrirtæki voru
samþykkt á Alþingi síðasta laugar-
dag en um er að ræða umtalsverð-
ar breytingar frá fyrri lögum.
Lagafrumvarpið var lagt fram
af Gylfa Magnússyni, efnahags- og
viðskiptaráðherra, en var samið
af nefnd sem skipuð var af Björg-
vini G. Sigurðssyni, þáverandi við-
skiptaráðherra, í kjölfar banka-
hrunsins haustið 2008.
Beindust augu manna að því
hvort eitthvað í innlendu reglu-
verki kynni að hafa brugðist eða
hvort bæta mætti virkni þess, ekki
síst með það að markmiði að komið
yrði í veg fyrir að sambærilegir
erfiðleikar endurtækju sig, að því
er fram kemur í athugasemdum
við frumvarpið.
Var hugað sérstaklega að því
hvort tilefni væri til að endurskoða
ákvæði um lán og viðskipti starfs-
manna fjármálafyrirtækja við slík
fyrirtæki. Jafnframt var stuðst við
skýrslu um lagaumhverfi og fram-
kvæmd fjármálaeftirlits á Íslandi
sem finnski bankaeftirlitsmaður-
inn Kaarlo Jännäri samdi fyrir
ríkisstjórn Íslands og skilaði í
mars 2009.
„Ég held að þetta sé mjög stórt
skref fram á við og að við getum á
grundvelli þessara laga treyst því
að við séum komin með nokkuð
góða umgjörð um fjármálakerf-
ið. Hún er þó ekki endanleg, það
er ýmislegt sem á eftir að skoða
og það verður gert,“ sagði Gylfi
Magnússon og bætti því við að
þessar breytingar væru í stórum
dráttum í samræmi við það sem
hefði verið að gerast erlendis.
Spurður hverjar hann teldi mik-
ilvægustu breytingarnar svaraði
Gylfi: „Það sem skiptir mestu máli
eru þær skorður sem settar eru
við lánveitingum banka, sérstak-
lega lán með veði í eigin bréfum
eða bréfum annarra fjármálafyr-
irtækja og lán eða önnur fyrir-
greiðsla til tengdra aðila.“
Gylfi sagðist reikna með því að
frekari breytingar yrðu gerðar á
lagaumhverfi fjármálafyrirtækja
á haustþingi. Jafnframt yrðu lög
um Seðlabankann og FME skoðuð.
magnusl@frettabladid.is
Umtalsverðar breytingar á lög-
um um fjármálafyrirtæki
Ein af niðurstöðum rannsóknar-
nefndar Alþingis var að brýn þörf
væri á að skýra lagagrundvöll um
innra eftirlit fjármálafyrirtækja.
Í nýjum lögum er skerpt á reglum
um innri endurskoðun í fjármálafyr-
irtækjum. Fjármálafyrirtæki, önnur
en verðbréfamiðlanir og rafeyrisfyr-
irtæki, skulu nú hafa starfandi end-
urskoðunardeild sem annast innri
endurskoðun. Skal deildin gera FME
grein fyrir niðurstöðum kannana
sinna eigi sjaldnar en árlega.
Fjöldi starfsmanna skal endur-
spegla stærð fyrirtækisins og settar
eru reglur um menntun og reynslu
yfirmanns slíkrar deildar.
Að auki getur FME nú sett reglur
um framkvæmd áhættustýringar og
stöðu þeirra sem framkvæma hana.
Framkvæmd áhættustýringar í
gömlu bönkunum var líka gagnrýnd
í rannsóknarskýrslu Alþingis.
Meiri kröfur til stjórnarmanna
Ákveðnar breytingar eru gerðar á
hæfisskilyrðum stjórnarmanna og
framkvæmdastjóra í fjármálafyr-
irtækjum. Meðal nýmæla mega
stjórnarmenn og framkvæmdastjóri
fjármálafyrirtækis ekki hafa hlotið
dóm vegna brota á samkeppnis-
lögum eða sérlögum sem gilda
um aðila sem lúta opinberu eftirliti
með fjármálastarfsemi, þar á meðal
lögum um fjármálafyrirtæki.
Lögð eru til þrengri og skýrari
ákvæði um fjárhagsstöðu, mennt-
un, starfsreynslu og starfsferil
en áður, en jafnframt er gert ráð
fyrir að bæði stjórnarmenn og
framkvæmdastjórar fari í sérstakt
hæfismat hjá FME.
Innra eftirlit aukið
Þeim ákvæðum þar sem FME fær heimildir til að leggja
mat á rekstur eða hegðun eftirlitsskylds aðila er fjölgað
en þetta var ein af tillögunum sem birtust í skýrslu
Kaarlo Jännäri. Meðal nýrra heimilda FME eru:
■ FME er heimilt að takmarka starfsemi einstakra starfs-
stöðva fjármálafyrirtækja telji það sérstaka ástæðu
til. Því er enn fremur heimilt að setja starfsstöðvum
sérstök skilyrði fyrir áframhaldandi starfsemi.
■ FME getur sett reglur um framkvæmd áhættustýring-
ar, stöðu þeirra sem framkvæma áhættustýringu, og
um eftirlitskerfi vegna áhættuþátta í starfsemi slíkra
fyrirtækja.
■ FME er heimilt að krefja fjármálafyrirtæki um upplýs-
ingar um skuldbindingar sínar telji það að lántökur
einstaks aðila geti haft kerfislæg áhrif.
■ FME leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast eða
auka við virkan eignarhluta (það er beina eða óbeina
hlutdeild í félagi sem nemur 10 prósentum eða meira)
sé hæfur til að eiga eignarhlutann.
■ Leiki vafi á því hver sé eða verði raunverulegur eigandi
virks eignarhluta skal FME telja viðkomandi óhæfan til
þess að fara með eignarhlutann.
■ FME skal setja reglur um hvað teljast eðlilegir við-
skiptahættir.
■ Heimildir FME til að leggja stjórnvaldssektir á þá sem
gerast brotlegir gegn lögum um fjármálafyrirtæki eru
auknar.
Auknar heimildir Fjármálaeftirlitsins
Bann við lánum með veði í eigin bréfum
Fjármálafyrirtækjum er nú óheimilt að veita lán sem
eru tryggð með veði í hlutabréfum eða stofnfjárbréfum
útgefnum af þeim sjálfum. Sama gildir um aðra samninga
sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf.
Slíkar lánveitingar voru algengar í íslensku bönkunum
og þá sérstaklega Kaupþingi árin fyrir bankahrunið, að því
er fram kemur í rannsóknarskýrslu Alþingis, og veiktu getu
fjármálakerfisins til þess að standa af sér áföll. Dæmi þess
voru fjölmörg að eignarhaldsfélög fengu lán til hlutabréfa-
kaupa með veðum í bréfunum sem skyldu keypt. Slíkar
lánveitingar hafa í för með sér að ef bréfin lækka í verði
tapar eigandi félagsins engu en ef þau hækka græðir
hann. Áhætta lántakandans er því engin en bankans mikil.
Reglur um stórar áhættur þrengdar
Reglur um stórar áhættuskuldbindingar eru skýrðar og
þrengdar. Áhætta vegna eins viðskiptamanns eða hóps
tengdra viðskiptamanna má framvegis ekki fara fram úr
25 prósentum af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis. Sé
lánveiting vegna móður- eða dótturfélags fjármálafyrir-
tækis skulu mörkin vera 20 prósent. FME getur hins vegar
tilgreint lægri hlutföll fyrir einstök fyrirtæki.
Leiki vafi á því hverjir teljist til hóps tengdra aðila er
fjármálafyrirtæki skylt að tengja aðilana saman nema
viðkomandi fjármálafyrirtæki geti sýnt fram á hið gagn-
stæða.
Samanlagt má stór áhætta fyrirtækis ekki fara yfir 800
prósent af eiginfjárgrunni en með stórri áhættu er átt við
áhættu sem nemur 10 prósentum eða meira af eiginfjár-
grunni.
Lán til starfsmanna takmörkuð
Fjármálafyrirtækjum er nú óheimilt að veita lán eða
aðra fyrirgreiðslu til stjórnarmanns, lykilstarfsmanns eða
þess sem á virkan eignarhlut í því nema gegn traustum
tryggingum. Það sama gildir um aðila í nánum tengsl-
um við framangreinda. FME er falið víðtækara eftirlit en
áður með slíkum viðskiptum.
Enn fremur er samningur fjármálafyrirtækis um lán,
ábyrgðir, kauprétt eða sambærileg viðskipti við fram-
kvæmdastjóra nú háður samþykki stjórnar viðkomandi
fyrirtækis. Ákvörðun stjórnar skal bókuð og tilkynnt
FME. Það sama gildir um viðskipti við þá sem eru í
nánum tengslum við framkvæmdastjóra fjármálafyrir-
tækis.
Reglur um hvatakerfi og kaupauka
FME skal setja reglur um kauprétti og kaupaukagreiðsl-
ur fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækjum er áfram
heimilt að veita slík hlunnindi en taka skal tillit til heild-
arafkomu fjármálafyrirtækis yfir lengri tíma, undirliggj-
andi áhættu og fjármagnskostnaðar. Áunnin réttindi
starfsmanna samkvæmt kaupaukakerfi skulu færð til
gjalda á hverju ári og sérstaklega gerð grein fyrir þeim í
skýringum með ársreikningi.
Fjármálafyrirtæki er nú óheimilt að gera starfsloka-
samning við framkvæmdastjóra eða annan lykilstarfs-
mann nema hagnaður hafi verið af rekstri fyrirtækisins
samfellt síðustu þrjú ár af starfstíma hans.
Starfslokasamningar skulu vera í formi beinna
launagreiðslna og ekki vara lengur en í tólf mánuði eftir
starfslok.
Dregið úr áhættu fyrirtækja
BREYTT STARFSUMHVERFI Starfsumhverfi fjármálafyrirtækja á Íslandi breytist umtalsvert með nýjum lögum.
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ Þeim ákvæðum er fjölgað þar sem
FME fær heimildir til að leggja mat á rekstur eða hegðun
fjármálafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég held að þetta sé
mjög stórt skref fram
á við og að við getum á
grundvelli þessara laga treyst
því að við séum komin með
nokkuð góða umgjörð um
fjármálakerfið.
GYLFI MAGNÚSSON
EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA