Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 21. júní 2010 Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun. Hrein og öflug lífræn orka Haltu blóðsykrinum í jafnvægi Grænt te og ginseng. Bragðbætt með Acai safa og granateplum með lágu GI-gildi, sem skilar orkunni hægt út í blóðið og gefur jafnvægi á blóð- sykurinn. Svart te og ginseng. Orkudrykkur sem er ljúffengur á bragðið og ríkur af andoxunar- efnum. Vissir þú að POWERSHOT er svalandi drykkur? Vissir þú að grænt te er vatnslosandi? Hvítt te og ginseng. Bragðbætt með kirsuberjasafa og Acai safa sem gefur sætt og ljúffengt bragð. Vissir þú að lágt GI-gildi gefur jafnvægi á blóðsykurinn? FYLKIR 2-4 BREIÐABLIK 1-0 Albert Brynjar Ingason 1-1 Olgeir Sigurgeirsson 1-2 og 1-3 Alfreð Finnb. (56. og 59.) 1-4 Kristinn Steindórsson (61) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (90.) Fylkisvöllur, áhorf.: 1144 Gunnar Jarl Jónsson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark): 9-10 (5-6) Varin skot: Fjalar 2 - Ingvar 3 Horn: 4-3 Aukaspyrnur fengnar: 12-9 Rangstöður: 4-6 Fylkir 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 5, Kristján Valdimarss. 4, Þórir Hannesson 4, (75. Tómas Þorsteins. -), Valur F. Gíslason 5, Andrés Jóhannes. 5, (60. Ásgeir Arnþórsson 4), Ólafur Stígsson 6, Einar Pétursson 5, Ingimundur Óskarsson 6, Kjartan Breiðdal 5, (60. Jóhann Þórhallsson 4), Pape Faye 4, Albert B. Ingason 6. Breiðablik 4–3–3 Ingvar Kale 7, Finnur Margeirs. 6, Elfar Helgason 6, Kári Ársælsson 6, Arnór Aðalsteins. 6, Guðm. Kristjánss. 7, Olgeir Sigur- geirsson 8, (75. Andri Rafn -), Kristinn Steindórs. 7, Jökull Elísabetarson 6, 75. Haukur Baldvinsson -), Kristinn Jónsson 7, Alfreð Finnbogason 8 *, (70. Guðmundur P. -). FÓTBOLTI Breiðablik sigraði Fylki sannfærandi, 2-4, er liðin áttust við í áttundu umferð Pepsi-deild- ar karla í gær. Mörk heimamanna skoruðu þeir Albert Brynjar Inga- son og Ingimundur Níels Óskars- son en mörk Blika skoruðu Olgeir Sigurgeirsson, Kristinn Steindórs- son og Alfreð Finnbogason sem gerði tvö mörk. Heimamenn voru andlausir í síðari hálfleik og Blik- arnir kláruðu dæmið með þrem- ur mörkum í upphafi seinni hálf- leiks. „Þetta var flottur leikur, ekki hægt að segja annað. Sérstaklega í síðari hálfleik þar sem við náðum að láta boltann fljóta vel og spila okkar leik. Við vorum að ströggla í fyrri hálfleik en töluðum saman í leikhlé um að halda áfram að gera það sem við vorum að gera og það gekk upp,“ sagði markaskorarinn Alfreð Finnbogason en hann var mjög ánægður með lið sitt í gær og hrósaði leikmönnum fyrir að koma sterkir til baka í síðari hálf- leik og vera þolinmóðir. „Hvort úrslitin hafi verið sann- gjörn eða ekki skiptir ekki máli, við héldum okkur inni í leiknum og kláruðum þetta, það var fyrir öllu,“ sagði Alfreð en hann var ánægður að ná að skora í gær og ekki fannst honum verra að mörk- in voru tvö frá honum í leiknum. „Ég er búinn að klúðra nokkr- um góðum færum undanfarið en það þýðir ekkert að væla yfir því. Maður bara tekur næsta færi og ætlar sér að skora þá. Þannig að það var kominn tími á að skora, ég er búinn að sakna þess,“ sagði Alfreð. „Það vantaði í síðasta leik að ná að spila okkar bolta en það kom í Breiðablik vann öruggan og sannfærandi sigur á Fylki í gær: Það var kominn tími á að skora ALBERT BRYNJAR Skoraði mark en brenndi líka af víti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN kvöld. Það voru allir einbeittir og við svöruðum hér í þessum leik og sýndum það að við ætlum okkur ákveðna hluti í þessari baráttu. Ég er mjög sáttur með að koma í Árbæinn og taka þrjú stig,“ sagði Alfreð Finnbogason, maður leiks- ins, eftir leikinn. - rog

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.