Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 42
26 21. júní 2010 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Frakkar vilja eflaust gleyma HM í Suður-Afríku sem allra fyrst. Allt mótið hefur óánægja þeirra skinið í gegn, hvort sem það er meðal leikmanna, þjálfara eða stuðningsmanna. Franska liðið var um það bil að hefja æfingu sína í gær þegar fars- inn sem var löngu byrjaður náði nýjum hæðum. Fyrirliðanum Patr- ice Evra sinnaðist við styrktarþjálf- arann Robert Duverne. Þeir hófu slagsmál og þjálfarinn Raymond Domenech þurfti að skilja þá að. Allt liðið gekk þá af æfingasvæð- inu og fór upp í rútu en æfingin var opin almenningi. Mikill fjöldi fólks sá atvikið. Leikmennirnir drógu fyrir gluggatjöldin og sendu svo frá sér yfirlýsingu. „Franska knattspyrnusamband- ið reyndi ekki á neinum tímapunkti að verja leikmannahópinn. Það tók ákvörðun sem var bara byggð á upplýsingum frá fjölmiðlum. Vegna þessa og til að mótmæla ákvörðun- um sem yfirmennirnir og samband- ið tók ætlar enginn leikmaður að taka þátt í æfingunni,“ sagði í yfir- lýsingunni sem vísaði til ákvörðun- arinnar að senda Nicolas Anelka heim. Leikmennirnir bættu þó við: „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að endurheimta stolt Frakka á þriðjudaginn.“ Frakkar þurfa þá að vinna Suður- Afríku stórt til að eiga möguleika á að komast áfram og jafnframt treysta á að Mexíkó og Úrúgvæ geri ekki jafntefli. Anelka var sendur heim á laug- ardaginn og í gær ætlaði Evra að komast að því hver lak upplýsing- unum um rifildi Anelka og Dom- enech í fjölmiðla. Það endaði með áðurnefndum slagsmálum. Duverne rauk í burtu í kjölfar- ið og hendi passanum sínum í jörð- ina. Franska liðið var þá komið upp í rútu en Domenech las yfirlýsingu liðsins fyrir fjölmiðla skömmu síðar. Í kjölfarið sagði framkvæmda- stjóri landsliðsins, Jean-Louis Val- entin, af sér og var harðorður þegar hann yfirgaf Suður-Afríku. „Þetta er skandall fyrir Frakka og allt unga fólkið hérna. Þetta er skandall fyrir franska knatt- spyrnusambandið og fyrir allt liðið. Þeir vilja ekki æfa, það er óásætt- anlegt,“ sagði Valentin, algjörlega brjálaður. „Fyrir mér er þessu lokið. Ég er hættur hjá sambandinu. Mér er ofboðið og hreinlega flökurt,“ bætti hann við og HM Frakka er fyrir löngu orðinn einn stór skrípaleikur. hjalti@frettabladid.is D-RIÐILL Gana - Ástralía 1-1 0-1 Brett Holman (11.), 1-1 Asamoah Gyan (25. ,víti). Rautt spjald: Harry Kewell (Ástralía, 24.) STAÐAN Gana 2 1 1 0 2-1 4 Serbía 2 1 0 1 4-1 3 Þýskaland 2 1 0 1 1-1 3 Ástralía 2 0 1 1 1-5 1 NÆSTU LEIKIR Gana-Þýskaland miðvikud. kl. 14.00 Serbía-Ástralía miðvikud. kl. 14.00 E-RIÐILL Holland - Japan 1-0 Wesley Sneijder (53). Kamerún - Danmörk 1-2 1-0 Samuel Eto´o (10.), 1-1 Nicklas Bendtner (33.), 1-2 Dennis Rommendahl (61.). STAÐAN Holland 2 2 0 0 3-0 6 Japan 2 1 0 1 1-1 3 Danmörk 2 1 0 1 2-3 3 Kamerún 2 0 0 2 1-3 0 NÆSTU LEIKIR Danmörk-Japan fimmtud. kl. 18.30 Holland-Kamerún fimmtud. kl. 18.30 F-RIÐILL Slóvakía-Paragvæ 0-2 0-1 Enrique Vera (27.), 0-2 Cristian Riveros (86.). Ítalía-Nýja Sjáland 1-1 0-1 Shane Smeltz (7.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (29. , víti). STAÐAN Paragvæ 2 1 2 0 3-1 4 Ítalía 2 0 2 0 2-2 2 Nýja-Sjáland 2 0 2 0 2-2 2 Slóvakía 2 0 1 1 1-3 1 NÆSTU LEIKIR Slóvakía-Ítalía fimmtud. kl. 18.30 Paragvæ-Nýja-Sjáland fimmtud. kl. 18.30 G-RIÐILL Fílabeinsströndin-Brasilía 1-3 0-1 Luis Fabiano (25.), 0-2 Luis Fabiano (52.), 0-3 Elano (62.), 1-3 Didier Drogba (79.). STAÐAN Brasilía 2 2 0 0 5-2 6 Portúgal 1 0 1 0 0-0 1 Fílabeinsstr. 2 0 1 1 1-3 1 Norðu-Kórea 1 0 0 1 1-2 0 NÆSTU LEIKIR Portúgal - Norður-Kórea í dag kl. 11.30 Portúgal-Brasilía föstud. kl. 14.00 Fílabeinsstr. - N-Kórea föstud. kl. 14.00 LEIKIR DAGSINS Portúgal-Norður-Kórea kl. 11.30 Chile-Sviss kl. 14.00 Spánn-Hondúras kl. 18.30 HM UM HELGINA FÓTBOLTI Nýja-Sjáland átti stigið sem það fékk gegn heimsmeist- urum Ítala í gær fyllilega skilið. Barátta liðsins var aðdáunarverð og Ný-Sjálendingar gerðu Ítölum lífið leitt og uppskáru eftir því. Niðurstaðan 1-1 jafntefli. Ítalir gerðu einnig jafntefli í fyrstu umferðinni og eru með tvö stig. Reyndar kemst liðið áfram á þremur jafnteflum ef Nýja-Sjáland tapar fyrir Paragvæ í lokaumferð- inni. Flestir bjuggust við öruggum sigri Ítala gegn Nýja-Sjálending- um en það sló þögn á ítölsku þjóð- ina strax á sjöundu mínútu þegar Nýja-Sjáland komst yfir. Shane Smeltz skoraði þá af stuttu færi eftir aukaspyrnu sem Ítalir náðu ekki að hreinsa frá. Ítalir fengu ódýra vítaspyrnu sem Vicenzo Iaquinta jafnaði úr. Þrátt fyrir að vera mikið með bolt- ann sköpuðu þeir í raun aðeins tvö hættuleg færi eftir að hafa jafnað. Þá skorti fleiri og betri hugmyndir á síðasta þriðjungi vallarins. Vörn- in þeirra er ekki svo slæm, þeir hafa fengið tvö skot á mark sitt í keppninni en bæði hafa farið inn. „Það verður erfitt að vinna okkur í þriðja leiknum. Öll liðin geta enn farið áfram, hver hefði trúð því?“ sagði Ricki Herbert, þjálfari Nýja-Sjálands. Fyrirliðinn Ryan Nelsen bætti við: „Þetta var frábær frammi- staða hjá strákunum, einbeiting- in og þorið var til staðar. Markið þeirra átti aldrei að standa. Ítalir eru með frábært lið en allir lögðu sig fram allan leikinn. Ég held að ég sé með krampa í öllum vöðv- unum í fótunum,“ sagði Nelsen og brosti. - hþh Ítalir þurfa að vinna Slóvaka eða gera jafntefli og treysta á hagstæð úrslit til að komast áfram: Hugmyndasnauðir heimsmeistarar HANDBOLTI Fabio Cannavaro hendir sér á eftir boltanum í slagnum við Nýja-Sjáland í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Skrípaleikur Frakka heldur áfram Frakkar eru í tómu tjóni í Suður-Afríku. Þeir þurfa að vinna heimamenn stórt á morgun og treysta á önn- ur úrslit til að komast áfram. Fyrirliðinn lenti í slagsmálum og liðið neitaði að mæta á æfingu. OF MIKIL ATHYGLI Raymond Domenech les yfirlýsingu frá leikmönnum franska landsliðsins fyrir fréttaþyrsta blaðamenn. Þar lýstu leikmenn óánægju sinni sem endaði með því að þeir neituðu að æfa. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Vandræði í undankeppninni: Í öðru sæti tiðlakeppninnar. Komust á HM á ólöglegu marki gegn Írum eftir fræga hendi Thierry Henry. Spilamennskan í Suður-Afríku: Lélegir lengst af. 0-0 gegn Úrugvæ og 2-0 tap gegn Mexíkó. Nicolas Anelka: Kallaði þjálfarann „hóruson” eftir að hann var tekinn af velli í hálfleik gegn Mexíkó. Var rekinn heim með skömm í kjölfarið. Hafði byrjað báða leikina. Patrice Evra, fyrirliði: Reifst við Robert Duverne úr þjálfarateymi Frakka. Aðskildir af þjálfaranum. Engin æfing á sunnudag: Í mótmælaskyni við það að Anelka var sendur heim neitaði liðið að æfa í gær. Jean-Louis Valentin: Framkvæmdastjóri Frakka sagði upp eftir lætin í gær og fór heim. FÓTBOLTI Paragvæ er svo gott sem komið áfram á HM eftir 2-0 sigur á Slóvakíu í gær. Paragvæjar voru miklu betri allan leikinn og verð- skulduðu stigin þrjú. Enrique Vera skoraði fyrra markið og Cristian Riveros kláraði leikinn rétt fyrir leikslok. Paragvæjar mæta Ný-Sjálend- ingum í síðustu umferðinni og þurfa að tapa 2-0 fyrir þeim til að Nýsjálendingar komist upp fyrir þá á markatölu. - hþh F-riðill á HM: Paragvæ í stuði TILÞRIF Leikurinn í gær var fín skemmt- un. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Frakkar og HM 2010: FÓTBOLTI Luis Fabiano skoraði tvö mörk fyrir Brasilíu sem sýndi meistaratakta gegn Fílabeins- ströndinni í gær. Lokatölur 3-1 fyrir Brassa. Fabiano var frábær í leiknum. Hann skoraði fyrsta markið með þrumuskoti upp í þaknetið eftir lúmska sendingu frá Kaka. Fabiano sýndi svo frábæran ein- leik í seinna markinu sínu þegar hann lék á nokkra varnarmenn og þrumaði boltanum í markið. Elano skoraði þriðja markið eftir sendingu frá Kaka en Didi- er Drogba minnkaði muninn með skallamarki. Niðurstaðan sanngjarn sigur Brassa gegn rögum Fílabeins- strendingum sem voru hræddir við að sækja. Kaka fékk sitt annað gula spjald undir lokin þegar hann virtist fara með olnbogann í bringuna á einum andstæðingnum sem hljóp á hann. Fílabeinsstrendingurinn hélt um andlit sitt og fiskaði Kaka af velli. - hþh Brasilíumenn sýndu sambatakta í gær: Luis Fabiano frábær FÖGNUÐUR Fabiano fagnað eftir fyrra mark hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.