Fréttablaðið - 21.06.2010, Blaðsíða 5
Hýsum „gersemar heimsins“
Látum verkin tala – eflum Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur sett sér það metnaðarfulla
markmið að stórefla starfsemi sína með því að setja á laggirnar
alþjóðlega tungumálamiðstöð þar sem leikir og lærðir geta fræðst á
lifandi og skapandi hátt um erlend tungumál og skyggnst inn í ólíka
menningarheima. Til að skapa þessu tímamótaverkefni viðeigandi
ramma er í undirbúningi að reisa hús fyrir alla starfsemi stofnun-
arinnar, m.a. rannsóknir og kennslu í erlendum tungumálum. Vigdísi
Finnbogadóttur er þetta verkefni afar hugleikið og hún hefur sjálf lagt
mikið af mörkum við undirbúning þess.
Vigdís hefur ætíð talað einarðlega fyrir mikilvægi tungumálakunnáttu
og menningarþekkingar. Við viljum taka undir orð hennar um leið og
við heiðrum mikilvægt framlag hennar til tungumála.
Í tilefni af stórafmæli Vigdísar og því að 30 ár eru liðin frá sögulegu
forsetakjöri hennar hafa margir orðið til að leggja byggingar verkefninu
lið og er vonast til að takast megi að fullfjármagna það á þessu
afmælisári. Fram til 29. júní stendur yfir þjóðarátak, þar sem öllum
– einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum – gefst tækifæri til að
leggja sitt af mörkum.
Sýnum hug okkar í verki
Göngum til liðs við Vigdísi svo þetta metnaðarfulla verkefni megi
verða að veruleika.
Styrktarsímanúmer:
903 1030 1.000 kr.
903 3030 3.000 kr.
903 5030 5.000 kr.
Hægt er að greiða með greiðslukorti á vigdis.hi.is eða leggja
inn á reikningsnúmer byggingarsjóðs: 0137-26-000476,
kt. 600169-2039. Tilgreina þarf í skýringu: 137567.
Nánari upplýsingar um verkefnið og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
eru á www.vigdis.hi.is
Tungumál heimsins eru gersemar.
Vigdís Finnbogadóttir
Þekking á erlendum tungumálum er fámennri
þjóð með eigin tungu og menningu bráð nauðsyn.
Hún er lykill að auknum skilningi og víðari sýn á
heiminn í veröld þar sem allt og allir koma okkur við í síauknum mæli.
Tungumál heimsins þarf að skilja svo samskipti
geti farið farsællega fram.
Bandalag háskólamanna – Bandalag íslenskra listamanna – Barnaheill – Blindrafélagið – Exedera – Ferðamálastofa – Félag heyrnarlausra
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga – Félag kvenna í atvinnurekstri – Félag leiðsögumanna – Edda öndvegissetur – Kennarasamband Íslands
Krabbameinsfélag Íslands – Kvenfélagasamband Íslands – Kvenréttindafélag Íslands – Landvernd ríkisins – Leikfélag Reykjavíkur – Móðurmál
Rótarý á Íslandi – Samhjálp kvenna – Samtök atvinnulífsins – Samtök kvenna af erlendum uppruna – Skógræktarfélag Íslands
Skotturnar, kvennafrí – STÍL, samtök tungumálakennara – Útflutningsráð Íslands – Verkfræðingafélag Íslands – Yrkja – Zontasamband Íslands.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
í erlendum tungumálum