Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 7
7. blað 37. árg, IMr. 365 September 1970 SAMTÍÐIIM HEIIVilLISBLAÐ TIL SKEIUIVITUIMAR 0G FRÓÐLEIKS SAMTítílN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúlason, Reykjavík, sími 1252G, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 200 kr. (erlendis 250 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veiít móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. ÆVIM LENGIST NIÍ ÓÐFLCGA MANNSÆVIN lengist jafnt og þétt, og fólk verður hamingjusamara en áður. Um næstu aldamót niunu konur og karlar elskast í hárri elli sem ung væru. — Framan greind ummæli lásuni við nýlega í erlendu blaði, og voru þau höfð þar eftir vísindamönnum ýmsra landa. Þeir segja enn fremur: Meðalaldur fólks getur í dag orðið 72 ár, ef það lifir heilsusamlegu lífi. Árið 1980 er ekki vonlaust, að hann verði orðinn 100 ár, en full- yrða má, að hann verði 120 ár um næstu alda- mót, enda er þess vænzt, að þá hafi mönnum tekizt að sigrast á krabbameininu, sem lengi hefur reynzt býsna örðugt viðfangs. Bandaríkin verja árlega gífurlegum fjárhæð- um til þess að vinna úr jurtum lyf gegn sjúk- dómum, sem nú eru taldir ólæknandi, og spá vísindamenn vestan hafs því, að unnt verði að sigrast á þeim fyrir næstu aldamót. Einnig er vonazt til, að hættulaust reynist þá að fram- kvæma meiri háttar skurðaðgerðir á gömlu fólki, sem því er nú ofraun að þola. Bjart- synir læknar segja, að hugtakið „ólæknandi sjúkdómur" muni verða úr sögunni árið 2000. Uni næstu aldamót er gert ráð fyrir, að mikil þörf verði á læknum, er starfi sem ráðgjafar gamals fólks í ástamálum, enda er búizt við, að 100 ára gamalt fólk muni þá þarfnast við- hka þjónustu í þeim efnum og fimmtugt fólk þarfnast nú á dögum. Læknisfræðiprófessarar í Sovétríkjunum full- jrða, að árið 2000 muni ástalíf 100 ára gamals fólks verða með miklum blóma. Bandariskir háskólakennarar taka í sama streng og segja, að árið 2000 muni 100 ára gamalt fólk, hlaðið lífs- orku, geysast um stræti og torg stórborganna, beinvaxið og hnakkakert, klætt samkvæmt nýj- ustu tízku. Meðal fólks á þeim aldri munu þá mörg undur gerast, segir sænskur læknir, sem starf- ar við einka-elliheimili í Stokkhólmi. Og hann bætir við: Þá mun margt 100 ára gamalt fólk ganga í heilagt hjónaband. í rökréttu framhaldi af þessum nýstárlegu fullyrðingum hinna bjartsýnu vísindamanna eru þeir yfirleitt allir sammála um, að lengja beri embættisaldur hinna lífsreyndu, marg- fróðu og stálhraustu opinberu starfsmanna, sem margir hverjir eru nú þegar miklu fær- ari til starfa um sjötugt en fimmtugir starfs- bræður þeirra voru fyrir nokkrum áratugum. Er þetta sjónarmið nú víða á dagskrá. Meðan við vorum að snara þessari hressi- legu frásögn hins erlenda blaðs á íslenzku, varð okkur hugsað til tæknimannanna, sem nú eru i óða önn að smíða hergögn til gereyðingar öllu lífi á jörðunni og gott ef ekki til að sundra hnettinum, ef svo vill verkast. Vel rnættu lækn- arnir segja um þá: Ólíkt höfumst við að. — Það er næsta nöturlegt, að ýmsir mestu tækni- snillingar 20. aldarinnar skuli starfa í þágu samvizkulausra vopnaframleiðenda, er einnig hafa að handbendi valdamikla stjórnmálamenn mestu hervelda heimsins.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.