Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ---—---------------------—------- ÞEIR VITRU SÖGÐU -------——~—--------------——— HENNING FENGER: „Af öllum van- þakklátum viðfangsefnum veraldarinnar er ekkert verra en að skrifa bókmennta- sögu. Gildir þá einu, hversu ágætlega verk- ið er af hendi leyst; alltaf er hægt að finna að einhverju. Það er eins og þrjú grund- vallaratriði hókmenntasögunnar; tímabil, tegund og ritstörf höfundar, stangist hvert á við annað. Einbeiti maður sér að einu þeirra, gerist það á kostnað annars eða hinna beggja. Góður bókmenntasögu- höfundur verður að vera línudansari og trúður í senn“. X: „Það eru til tvenns konar eiginkon- ur, annars vegar þær, sem segja við menn sína; Þetta tekst þér aldrei! Og hinar, sem segja; Þetta tekst þér áreiðanlega! Eigin- wönnum þeirra síðarnefndu virðast oft allir vegir færir“. MARCUS AURELIUS: „Áhrifaríkasta hefndin er sú að vera ólíkur þeim, sem gerði þér rangt til“. GEORGE ELIOT: „Jafnskjótt og mað- ur yerður ánægður með sjálfan sig og það, sem hann hefur gert, er honum hætt að fara fram, og Iþá fer hann að hrörna“. ARABISKUR ORÐSKVIÐUR: „Fernt verður ekki endurheimt: „Talað orð; ör, sem hefur verið skotið; fortíðin og ónot- að tækifæri“. MICHAEL ANGELO: „Dauðinn og ást- m eru vængirnir tveir, sem bera menn frá jörðinni til himna“. X: „Göfugasta hefndin er fólgin í því að fyrirgefa öðrum“. X: „Góð áform réttlæta ekki illar at- hafnir“. ARABISKUR ORÐKVIÐUR: „Tækifær- m líða burt eins og skýin“. —--------------—------------------ Á BÓKAMARKAÐINUM ________________________________________ Þorsteinn Erlingsson: Rit I—III. Ljóðmæli, sög- ur, ritgerðir. Tómas Guðmundsson sá um út- gáfuna. 964 bls., íb. kr. 1332.00. Þórir Bergsson: Ritsafn I—III. Ljóðmæli sög- ur, ritgerðir. Guðmundur Gislason Hagalín sá um útgáfuna. 1120 bls., íb. kr. 1332.00. Hannes Jónsson: Lýðræðisleg félagsmálastörf. Með myndum. Bókasafn Félagsmálastofnun- arinnar 8. bók. 304 bls., ib. kr. 555.00. Donald Gordon: Flug leðurblökunnar. Skáld- saga. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. 238 bls., íb. kr. 411.00. Róbert G. Snædal: Ilrakfallabálkur I. bindi. Slysfarir, harðindi og önnur ótíðindi i Húna- vatnsþingi 1600—1850. 166 bls., ib. kr. 388.50. Hammond Innes: Ógnir fjallsins. Skáldsaga. Magnús Torfi Ólafsson þýddi. 203 bls., íb. kr. 438.50. Jónas Guðmundsson: Sjóferðasaga Jóns Otta skipstjóra. Bókin er samtöl við einn kunn- asta togaraskipstjóra eldri kynslóðarinnar. Teikningar eftir Gunnar S. Þorleifsson. 126 bls., ib. kr. 411.00. Mennirnir í brúnni. Þættir af starfandi skip- stjórum. I. bindi. Með myndum. Skráð hafa Árni Johnsen, Ásgeir Jakobsson og Guðmund- ur Jakobsson. 166 bls., ib. kr. 610.50. Guðmundur Daníelsson: Dunar á Eyrum. Ölfusá — Sog. Með myndum og litmyndum. 426 bls., ib. kr. 766.00 Marteinn frá Vogatungu: Og maður skapast. Skáldsaga, sem gerist i Reykjavík á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. 183 bls., ib. kr. 399.50. Robert F. Kennedy: í leit að betri lieimi. Ræður öldungadeildarþingmannsins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandarikjanna. Vilhjálm- ur G. Skúlason þýddi. 276 bls., ib. kr. 666.00. Pétur Aðalsteinsson: Bóndinn og landið. Ljóð. 78 bls., íb. kr. 244.00. Útvegiwn allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu tun land allt. Mióhaveraiun ÍSAFOL/ÐAIi Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.