Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 MY FAIR LADY varð miklu meira en fádæma leiklistarviðburður í New York. Leikurinn varð einnig aðalumræðuefnið í samkvæmisiífinu. Aðgöngumiðarnir að leiknum gengu kaupurn og sölum fyrir 100 dollara hver miði. Enginn þóttist maður með mönnum, nema hann hefði séð leikinn! Sætapantanir komust brátt upp í 4000 á dag. Fólk varð oft að bíða 4 mánuði eftir að sjá leikinn. Julie Andrews lék Elizu þarna í meir en 2 ár, en henni leiddist þá ekki eins mik- ið í New York og árið, sem hún hafði dval- izt þar áður við leikstaif sitt í The Boy Friend, enda kom unnusti hennar, Tony Walton, frá Englandi og dvaldist hjá henni. Móðir hennar kom líka að finna hana, og gömul skólasystkin hennar gerðu slíkt hið sama. Faðir hennar Ted Wells, bi’á sér einnig vestur um haf að hitta hana. En því er þess getið sérstaklega héi% að hann hafði aldrei fyrr gert jafn víð- i'eist, enda maður með afbrigðum heima- kær. Julie Andrews ríkti sem drottning á Broadway 600 glæsileg leikkvöld. Siðan tók Sally Ann Howes við hlutverki Elizu af henni. Sá háttur er oft hafður á í lang- lífum leiksýningum stórborganna. Er þá stundum búið að leysa alla upphaflegu leikarana af hólmi með tilkomu nýrra leikara, löngu áður en sýningum lýkur. En eftir hæfilega hvíld beið Julie fram- haldsstarf í My Fair Lady í Drury Lane ieikhúsinu í Lundúnum. ♦ MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undir e*ns bústaðaskipti til að forðast vanskil. Alls konar myndatökur Einnig passamyndir, teknar í dag, tilbúnar á morgun. Studio GESTS, Laufásvegi 18 a — Sími 2-40-28 IINDUR - AFREK ^ Hæst launaða hljómsveit heimsins er hljómsveit Metropolitanóperunnar í New York, en vikukaup hvers tónlistarmanns hennar nam árið 1967 sem svarar um 20.250 ísl. kr., miðað við skráð gengi dollarans hér á landi í marz 1970. ^ Stærsta trumba. heimsins er 7.64 m að ummáli. Hún var smiðuð í Elkhart í Indíana- ríki Bandaríkjanna, en er eign Longhorn hljómsveitarinnar í Texasháskóla. Trumban er á hjólum og er dregin af dráttarvél. ♦ Mjósta skipgengt sævarsund heims- ins er milli eyjarinnar Euboea og gríska meginlandsins. Það er aðeins 40 m breitt, þar sem það er mjóst. 4 Minnsta selategund, sem til er, eru svo- nefndir hringselir. Þeir eru fullvaxnir um 140 cm á lengd og vega 90 kg. ^ Elzti sjúklingur, sem vitað er til, að hafi verið skorinn upp, var þá 111 ára og 105 daga gamall. Hann hét James Henry Brett yngri (f. 1849, d. 1961) og átti heima í Texas. Aðgerðin var gerð á mjöðm öldungsins rösk- um 3 mánuðum, áður en hann lézt. Stærsta unna marmarabákn í heimin- um er legsteinn á leiði „ókunna hermanns- ins“ í Arlington þjóðargrafreitnum í Virgin- íu í Bandaríkjunum. Steinn þessi vegur meir en 45 lestir og var tekinn úr rúml. 90 lesta marmarabjargi í Yule í Colorado. ^ Stærsta tjald, sem reist hefur verið, náði yfir 17.500 fermetra svæði. Það var saumað af Deuter fyrirtækinu í Ágsborg í Þýzkalandi og reist af því á sýningarsvæði í Bryssel árið 1958. ^ Arabía er stærsti Skagi heimsins. Flat- armál hennar er um það bil 3.200.000 fer- kílómetrar. MINJÁGRIPIR DG GJAFAVÖRUR VIÐ ALLRA HÆFI. Skartgripaverzlunin EIMAIL HAFNARSTRÆTI 7 - SÍMI 2-D4-75

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.