Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN EIIMIM IMESTI LEIKSIGLR ÞESSARAR ALDAR ÞEGAR Julie Andrews var ráðin til að fara með hlutverk Elizu Doolittle í söng- leiknum My Fair Lady í New York,fannsr textahöfundi Ieiksins, Alan Jay Lemer, og Fredenck Loewe, sem samdi lögin, hún syngja prýðilega. Allt öðru máli gegndi um leiktúlkun hennar. Hlutverk Elizu var ákaflega vandasamt og gerólíkt þeim hlutverkum, sem -Julie hafði leikið áður. Auk þess var hún nú ekki nema 19 ára, þegar hér var komið sögu. Þeir Lerner og Loewe báðu Julie að lesa allar lýsingar á aðalatriðum leiksins vand- lega. Þeir sáu brátt, að hún réð ekki við hlutverkið, þegar Eliza er að breytast úr fákænni blómasölustúlku í fágaða heims- konu. Samt sem áður ákváðu þeir að hætta á að fá henni hlutverkið í þeirri trú, að fyrsta flokks leikstjóri mundi geta bætt túlkun hennar. Þessi áhætta átti eftir að valda þeim ruiklum áhyggjum. Á æfingum leiksins tókst hinum aðalleikendunum, þeim Rex Harrison og Stanley Holloivay, fljótlega að skapa þær persónur, sem til var ætlazt. Allt öðru máli gegndi um Julie Andrews. Hún náði engum tökum á skapbreyting- Uln Elizu og reyndist algerlega tilþrifa- iaus í hlutverki hennar; það dó blátt á- fi’am í höndum leikkonunnar. Julie söng lögin óaðfinnanlega, en til- svör hennar skorti allan sannfæringar- brótt. Satt að segja var ekkert útlit fyrir, að hún myndi valda hlutverkinu, þegar komið var að frumsýningu leiksins! Hér var mikið í húfi, eins og allir hljóta að skilja. Allur undirbúningur þessarar vönduðu, kostnaðarsömu og afdrifaríku frumsýningar við Broadway var eins og bezt varð á kosið. En allt þvílíkt myndi koma fyrir ekki, ef stúlkan, sem allur leikurinn snérist um, reyndist ekki vand- anum vaxin, ef hún félli á prófinu! Ástandið var blátt áfram uggvænlegt. Æfingarnar höfðu misst marks, og auð- sætt var, að útvega yrði aðra leikkonu í stað Julie, ef túlkun hennar breyttist ekki fljótlega til bstnaðar. Enginn tími var til að bíða þess, að henni smáfæri fram. Ger- breytingin á leik Julie yrði að verða jafn skjót, jafn kraftaverkskennd, og umynd- un Elizu Doolittle í leikritinu. Maðurinn, sem átti að sjá um, að þetta kraftaverk gerðist, hét Moss Hart, hann annaðist leikstjórnina á My Fair Lady. Allir vissu, að hann var óviðjafnanlegur snillingur í sinni grein. Það hafði hann margsýnt, m. a. við sviðsetningu söng- leikja. Ef Moss gæti ekki vakið leikgáfu Julie úr því dái, sem hún virtist vera fall- in í, myndi engum öðrum treystandi til þess. Aðeins ein helgi var til stefnu, og þegar Moss bað Julie að reyna að glíma við hlut- verk Elizu með sér einum í tvo daga, féllst hún undir eins á það. Hér virtist að vísu vera um algerlega vonlausa tilraun

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.