Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 Guðm. Arnlaugsson: 46. grein SKÁLDSKAPUR ■ 18 Á SKÁKBORDI Sú þraut Kasparjans, er hér birtist, dugði honum til sigurs í fyrstu taflloka- samkeppni Sovétríkjanna 1946, enda hef- ur hún ótrúlega margt að bjóða. 72. Kasparjan Hvítur á að vinna. I fljótu bragði virðist h-peðið eina vinn- ingsvon hvíts, en við nánari athugun kemur í ljós, að það er dauðadæmt. 1. Rg7! Hvítur gefur h-peðið strax upp á bátinn. Hrókurinn verður að fara af c-línunni til uð sækja það, og þar fær hvítur tækifæri til mannvinnings, en svartur eignast líka hættuleg færi til að ná manninum aftur. 1. ... Hxh6 2. Hc5f Kdí Nú dugar ekki að vera bráðlátur: 3. Hxc7 Hh2f og síðan Kxd3 eyðileggur allar vinn- ingsvonir. — Endumýjum gömlu sængurnar — — Seljum sængur og kodda — DON- OG FIÐURHREINSUNIN Vatnsstíg 3 — Sími 18740 3. HcU! Keð U. Hxc7 Kf6 Nú er riddarinn í hættu. 5. Re8f Kf7 6. Hc8 Riddaranum er borgið í bili, því að Hh8 strandar á Rd6f. En nú koma djúpt hugsaðir leikir hjá báðum. 6. ... He6V. Miklu lævíslegra en að leika Hg6f strax. 7. KdlH Bráðum kemur í ljós að þetta er eina leiðin til vinnings! 7. ... Hg6! 8. Rc7 Svartur hótaði að vinna riddarann með Hg8. En nú kemur sóknin úr annarri átt. 8. ... Hc6! Hvítur sýnist nú kominn úr öskunni í eld- inn. Ekki er sjáanleg nokkur leið til að hreyfa hrókinn eða riddarann án þess að annarhvor þeirra falli. En nú kemur 9. Kd2H Þennan leik þurfti hvítur að eiga inni. Án hans hefði skákin verið jafntefli. En nú er svartur í eins konar leikþröng þótt ótrúlegt megi virðast. Ef hann þyrfti ekki að leika, kæmist hvítur ekkert áleið- is, riddarinn væri bundinn og engin leið til að losa hann. En sérhver leikur svarts losar riddarann úr prísundinni: (A) 9,—Hc5 10. Hf8f! Kxf8 11. Re6f (B) 9.—e6(e5) 10. Rb5! Hxc8 11. Rd6f (C) 9,—Kg6 10. Rd5! Hxc8 11. Rxe7f Þetta þykir mér einstaklega falleg þraut. + SKEMMTIÐ ykkur við skopsögur SAM- TÍÐARINNAR. Gullsmiðir STEINÞÓR og JÓHANNES Laugavegi 30. Sími 19209. Austurstræti 17. Sími 19170. Demantar, perlur, silfur og gull.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.