Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.09.1970, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 FRÆGAR KVIKMYADADlSIR I IVEKT SI.VVI MAÐUR er nefndur Pierre Gherardi. Hann er ítalskur kvikmyndaarkitekt og teiknar búninga handa kvikmyndaleikurum. Fyrir þessi störf sín hefur hann hlotið tvenn Ósk- arsverðlaun og auðvitað heimsfrægð í þokka- bót. Gherardi skrifaði nýlega grein í vikublaðið „Gente“, þar sem hann sagði frá kynnum sínum af ýmsum kunnum kvikmyndadísum. Vitað er, að hann er manna færastur um að klæða þær í viðhafnarbúninga, en í þessari grein virðist hann engu síður til í að „af- klæða“ þær dýrðarljómanum! Hann segist t. d. hafa lagfært útlit Soroyu, fyrrverandi keisaradrottningar, er síðar gerð- ist kvikmyndaleikkona, með því að raka hár- ið af enni hennar og gagnaugum. Einnig kveðst hann hafa flikkað upp á útlit Vittorios Gassmans með því að troða eins konar teygj- upp í nasaholurnar á honum. Gherardi segir, að Sara Churchill sé með augu, er líkist spæleggjum. Til þess að laga þau kveðst hann hafa gripið til þess ráðs, sem siðan hafi oft verið notað, að strekkja and- litshúð hennar með því að líma híalínsræmur a hana. Við það hafi augnaráð leikkonunnar blátt áfram orðið seiðmagnað! „En stundum tekst mér alls ekki að laga ^aanneskjuna minnstu vitund, hvernig sem eg fer að“, segir Gherardi. „Reynsla mín af Anettu Ströyberg var ömurleg. Höfuð henn- ar tjáði mér alls ekkert. Andlitið minnti mig a hljóm sprunginnar kirkjuklukku. Ég var alveg ráðþrota. Þá er þó skárra að bjástra Vlð andlit, sem eru eins og egg, sem allt er hægt að gera við. Þannig er andlitið á Sandra sem hins vegar er mjög góðlátleg stúlka Julie Christie vildi fá mig til að klæða sig, aður en hún léki í kvikmynd. Hún er of höf- aðstór, og þess vegna fer henni vel að vera stuttklædd. En hún vildi vera í stuttum pils- um, þegar hún átti að vera fín dama. Að mínu áliti eru pils, sem ná aðeins niður á mitt læri, ekki fínn búningur, en hún vildi endi- lega vera í þeim! Og þá var mér öllum lokið. Claudia Cardinale er allt of hálsstutt, og oft er hún of feit. En hún er hlýðin eins og nýliði í hernum, og einu sinni tók hún að iðka hlaup eldsnemma á hverjum morgni á Via Flamina, hálfa aðra klukkustund, þangað til hún hafði létzt um 10 pund og var orðin tággrönn. Það er unaðslegt að búa Claudiu Cardi- nale undir leikhlutverk. Hún er elskuleg og auðveld viðfangs, mesti spéfugl, ávöl í vexti eins og rómversk kona og býr yfir móðurlegri girnd, gerólík þeim Sophiu Loren og Ginu Lollobrigidu, sem báðar minna mig á tilbúna, hraðfrysta rétti; þær hrífa mig ekki. Anita Ekberg kom með sinn furðulega barm til að láta kvikmynda sig í „Hinu Ijúfa lífi“. Hún gjóaði augunum á mig eins og hæna, þar sem hún stóð í Trevitonlindinni. Síðan lyfti hún örmunum skyndilega, svo að hinn ofboðslegi barmur hennar gompaðist upp úr kjólnum, sem ég hafði gert henni vegna þessarar myndatöku. „Þetta er allt honum Gherardi að kenna“, sagði hún kjökrandi við Fellini. Saumakona nokkur hljóp til og tróð barmi leikkonunnar aftur niður í kjólinn. En Anita Ekberg leit á mig með hænuaugnaráði sínu og brosti reiði- lega til mín. Þegar mér verður hugsað til móður hennar Soroyu, rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Enn þá er mér sem ég heyri afskipta- semi hennar, þegar hún sagði: „Já, en mér hefur nú alltaf fundizt prinsessan svo yndis- leg, þegar hún er með slöngukrullurnar sín- ar“. Kvikmyndadísirnar hafa hjúfrað sig að mér á vissum stundum ævinnar. Þá hef ég strekkt húðina á andlitum þeirra og bólstrað líkami þeirra. Stundum hef ég verið það nær- göngull við þær, að þær hafa upp frá því hvorki viljað sjá mig né heyra. Ég þekki alla veikleika þeirra og vélabrögð, og þegar þær mæta mér, kinoka þær sér við að heilsa mér“, segir þessi Óskarsverðlaunahafi að lokum. ^ GÓÐUR mánuður byrjar á því, að menn gerast áskrifendur að SAMTÍÐINNI.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.