Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN
15
New York. Þaðan fór hann 15 ára gam-
all og komst í sjóherinn, en var settur á
land í San Diego í Kaliforníu, „þegar þeir
komust að því, að ég var of ungur,“ segir
hann.
Síðan hvarf hann aftur til New York
og komst þar í snjómokstur á götunum
fyrir 8 dollara daglaun, en vann síðan hjá
veðmálamanni. Áður en Robbins var orð-
inn 21 árs, í kreppunni frægu, hafði hann
grætt rúma eina milljón dollara á því að
kaupa baunir úti á ökrunum og selja þær
niðursuðuverksmið j um.
„Ég fékk léða 800 dollara," segir hann,
„og eyddi 200 af þeim í flugnám. Síðan
leigði ég mér flugvél, flaug til Virginíu-
ríkis og keypti þar baunaekrur. Bændurn-
ir voru alveg stórhrifnir af að sjá mig
fljúga í þessari vél.“
Seint á 4. tug aldarinnar, þegar stríðið
var í aðsigi, keypti Robbins 4 skipsfarma
af sykri, en tapaði 2 millj. dollara á þeim,
þegar Franklin D. Roosevelt forseti setti
verðlagsákvæði á sykur. Þetta var eitt af
hinum alkunnu „pennastrikum" stjórn-
málamannanna, sem gert hafa fjölda fólks
öreiga. „Það gerði mig gjaldþrota," sagði
Robbins. „Og af því að enginn vildi nú
veita mér atvinnu, hóf ég lífsbaráttuna að
nýju og gerðist skipamiðlari hjá Uni-
versal“
Robbins kveðst hafa gerzt rithöfundur
af einskærri tilviljun. Það orsakaðist þann-
ig, að honum ofbauð gersamlega, þegar
Universal keypti handrit eitt fyrir 850
000 dollara. Hann áleit það nefnilega alls
ekki þess virði. „Þá sagði ég við sjálfan
niig: Betur gæti ég skrifað en þetta.“ —
Svo tók hann sig til og skrifaði „Never
Love a Stranger“, sem varð undir eins
metsölubók; hún kom út 1948.
Aðspurður um ástæðurnar fyrir vel-
megun sinni svaraði Robbins, sem núna
hefur um 40 lögfræðinga og bókhaldara í
þjónustu sinni:
„Ég er hamingjusamur. Ég rek gífur-
lega sölustarfsemi.“
Hann er glaðlyndur og opinskár og kær-
ir sig bollóttan um frásagnarstílinn í bók-
um sínum. „Það eina, sem skiptir mig
máli, er að segja sögu,“ segir hann. Um
mat komandi kynslóða á bókum sínum er
honum öldungis sama. „Þegar ég er dauð-
ur, varðar mig ekkert um, hvað sagt verð-
ur um mig,“ segir hann.
Ætla mætti, að Harcld Robbins væri
lítið annað en lifandi reiknivél. En því fer
fjarri. Hann er glaðlyndur gæfumaður.
„Það, sem skiptir mig mestu máli í lífinu,
er kona mín og dóttir. Ég veit, að það
kann að hljóma hjákátlega eftir það, sem
hér hefur verið sagt, en það er sannleik-
ur,“ segir hann að lokum.
mammmmmmmmmm^^mmmmmmmmmmmmmamma^m^mmmammmmm^^i^mmmmmmmmw^^mmmmw
SAfiT |
að vasaþjófar skoði tízkublöð einkum
með tilliti til þess, hvar vasarnir verði
næst.
♦
að gervitennur geri gömlu fólki unnt að
naga sig í handarbökin.
♦
a'ð hrukkur ættu helzt að vera rákir eftir
bros.
♦
að greindari mennirnir eigi hinum ó-
greindari velgengni sína að þakka.
♦
að stam veiti forréttindi til að ganga bak
orða sinna.
Fátt gleður meira en góð mynd.
IVÝJA HIYXDASTOFAIV
Skólavörðustíg 12 . Sími 15-1-25