Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 2
2 28. júní 2010 MÁNUDAGUR SLYS Sænskur svifdrekaflugmað- ur brotlenti í Spákonufelli fyrir ofan Skagaströnd í gærmorgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og lenti hún á slysstað korter yfir eitt. Björgunarsveit- armönnum gekk greiðlega að ná til mannsins og veita honum aðhlynningu þar til þyrlan kom á staðinn. Hann hafði sjálfur hringt í neyðarlínuna. Maðurinn var fluttur á bráða- móttöku Landspítalans með opið beinbrot á vinstri ökkla og skerta meðvitund. Hann gekkst undir aðgerð síðdegis í gær. - sv Erlendur ferðamaður slasast: Svifdrekaflug- maður hrapar RÓM, AP Vísindamenn telja að einfalt blóðpróf geti í framtíðinni spáð fyrir um hvenær breytingaskeið kvenna hefst. Telja þeir að konur geti fengið þess- ar upplýsingar við ungan aldur og því auðveldað þeim að skipuleggja líf sitt á nýjan hátt með tilliti til barneigna. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem verð- ur kynnt á læknaráðstefnu í Róm í dag. Íranskir sérfræðingar halda þar fram að frumniðurstöður þeirra bendi eindregið í þessa átt. Prófið spáir ekki fyrir um hvenær konur verða ófrjóar, sem oftast er um áratug áður en breytingaskeið hefst, held- ur er byggt á vitneskju um upphaf breytingaaldurs. Sérstaklega er þetta talið gagnlegt fyrir þann hóp kvenna þar sem breytingaskeiðið hefst snemma; eða á fertugsaldri. Íranarnir rannsökuðu blóðsýni úr 266 konum frá tvítugu til fertugs. Þeir mældu hormónamagn þeirra sem segir til um hversu mörg egg eru eftir í líkama þeirra og var konunum fylgt eftir í sex ár. Af 63 konum í þeim hópi skeikaði aldrei meira en um fjóra mánuði á milli spár vísindamanna og upp- hafs tíðahvarfa þeirra. Efasemdir hafa vissulega komið upp um áreiðan- leika blóðprófs í þessum tilgangi. Telja læknar og sérfræðingar í frjósemi kvenna líklegra að nokk- ur próf yfir ævina þurfi til. Eins að rannsaka þurfi þúsundir kvenna áður en niðurstaðan verður stað- fest. - shá Talið að einfalt blóðpróf geti sagt fyrir um breytingaskeið kvenna: Hafa lært á lífsklukkuna MÓÐIR OG BARN Konur geta í framtíðinni stillt saman áætlanir sínar um barneignir, nám og vinnu af töluverðri nákvæmni. NORDICPHOTOS/GETTY STJÓRNMÁL Flokksráð Vinstri grænna tók ekki afstöðu til álykt- unar um hvort Ísland eigi að draga aðildarumsókn sína að Evrópusam- bandinu til baka á fundi sínum um helgina. Þess í stað var samþykkt tillaga Ásmundar Einars Daðason- ar, þingmanns flokksins, um að vísa málinu til málefnaþings flokksins sem haldið verður á haustmánuð- um. Flokksráðið fól stjórn flokksins að skipa hið fyrsta undirbúnings- hóp til að halda utan um meðferð málsins fram að málefnaþinginu. Flokksráðið ítrekaði jafnframt and- stöðu VG við aðild að ESB í máls- meðferðartillögu sinni um Evrópu- mál. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Flokksráðsfund- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn í Reykjavík 25.- 26. júní 2010 skorar á þingflokk VG að standa að því að draga aðild- arumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu til baka.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag er ályktun í þessa veru flokknum erfið. Hafni flokkurinn ályktuninni muni harðlínufólk gegn ESB innan flokksins túlka það sem stuðning við aðild. Samþykkt álykt- unar um að draga beri aðildarum- sókn til baka fari hins vegar illa í samstarfsflokkinn í ríkisstjórn; en í stjórnarsáttmála flokkanna tveggja er kveðið á um að Ísland skuli sækja um aðild. Flokksráðið, sem nú frestar því að taka afstöðu til málsins, samþykkti stjórnarsátt- málann á sínum tíma. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem eindregið er lagst gegn sölu eða langtímaframsali á orku- auðlindum og orkufyrirtækjum; í því ljósi skuli nefnd um erlendar fjárfestingar taka upp kaup Magma Energy á HS Orku. Alls voru fjórtán ályktanir af ýmsum toga samþykktar á fundin- um. - shá Flokksráð Vinstri grænna vísaði Evrópumálunum til málefnaþings sem haldið verður í haust: Evrópumál til gagngerrar endurskoðunar „Snorri, er þetta nýr þáttur í íslenskri kvikmyndagerð?“ „Já, og við skulum vona að þetta verði að heilli seríu.“ Snorri Þórisson er framkvæmdastjóri Pegasus sem framleiðir kvikmyndir. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að eftirspurn erlendis frá eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefði aukist til muna. Af því tilefni var rætt við Snorra sem sagði áhugann vera meiri en nokkru sinni. FÉLAGSMÁL Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðj- unnar, í maí síðastliðnum. Í bréf- inu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði með- ferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðar- heimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í með- ferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdrag- anda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barna- verndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræð- um við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferð- arrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífs- stíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundr- uð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmund- ar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarks- tíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is Saka Guðmund um einelti og hroka Tíu starfsmenn Götusmiðjunnar sendu Barnarverndarstofu bréf þar sem þeir biðja um hjálp. Hótanir í garð barnanna var kornið sem fyllti mælinn. Götu- smiðjunni var lokað á föstudagskvöld og börnunum komið fyrir annars staðar. FRESTAÐ Flokksráð VG sló umfjöllun um ýmis stærstu málin á frest til haustsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SJÁVARÚTVEGUR Hvalbátarnir tveir, Hvalur 8 og Hvalur 9, héldu til veiða í gærkvöldi, um tíu dögum síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Bátarnir tveir hafa verið í slipp á undanförnum vikum og voru prufukeyrðir í síðustu viku. Kristján Loftsson hjá Hval hf. hefur sagt að reynt verði að veiða leyfilegan kvóta ársins þrátt fyrir óvissu um framtíð veiðanna. Heimilt er að veiða 150 lang- reyðar í ár, auk 25 sem ekki veidd- ust af kvóta síðasta árs, en þá veiddust alls 125 langreyðar. - shá Hvalbátarnir farnir á miðin: Stórhvelaveiðar eru að hefjast HALDIÐ TIL VEIÐA Ef áætlanir standast verða veiddar 175 langreyðar í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Brenndist á fæti Ferðamaður brenndist illa á fæti þegar hann steig í hver á Ölkeldu- hálsi í gær. Farið var með manninn á slysadeild Landspítalans í Reykjavík. Björgunarsveitarmenn úr hálendis- gæslu Landsbjargar fóru á slysstað. Maðurinn var staddur með hópi ferðamanna á svæðinu. LÖGREGLUFRÉTTIR SLYS Þyrla Landhelgisgæslunn- ar var kölluð austur á tólfta tím- anum á laugardagskvöld eftir að tilkynning barst frá bænum Kálfafelli í Suðursveit að kona hefði þar orðið fyrir árás naut- gripa. Bærinn er um 30 kílómetra austan við Kirkjubæjarklaust- ur. Vegna gruns um innvortis blæðingar var þyrlan kölluð út af lækni á Klaustri, en flogið var með konuna á Landspítalann í Fossvogi. Alls eru 28 naut í gerði á Kálfa- felli og ekki er vitað hvað konan var að gera þar fyrir innan. Hún var gestkomandi á nærliggjandi bæ. Þorsteinn Kristinsson, vakt- stjóri hjá lögreglunni á Hvols- velli, segir að atvik sem þessi séu óalgeng en fyllstu varúðar eigi ætíð að gæta þegar naut eru annars vegar. „Menn eiga alltaf að sýna varúð í kringum stálpuð naut,“ segir Þorsteinn. „Þetta eru stórar skepnur og ólíkindatól.“ Konan gekkst undir rannsókn- ir á Landspítalanum í gær en er ekki talin alvarlega slösuð. - sv Kona slasaðist í Fljótshverfi: Flutt með þyrlu eftir árás nauta NAUTGRIPIR 28 naut voru inni í girðing- unni þar sem konan varð fyrir árás. MYNDIN ER ÚR SAFNI. GÖTUSMIÐJAN Engin starfsemi er í Götusmiðjunni eftir að allir skjólstæðingar henn- ar voru fluttir burt fyrir helgina. Myndin var tekin árið 2007 þegar Bragi Guðbrands- son átti fund með Guðmyndi Tý Þórarinssyni í Götusmiðjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Árangur meðferðar- innar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma. BRAGI GUÐBRANDSSON FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.