Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 6
6 28. júní 2010 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING Eru ofbeldi og hótanir gegn lögreglu tíðari og grófari en áður? Bótagreiðslur til lögreglumanna við skyldustörf, sem borgarar hafa ráðist á og slasað, hafa náð nýjum hæðum á síðustu árum. Það sýnir að ofbeldi gegn lögreglu hefur farið harðnandi. Fjöldi mála af þessu tagi í málaskrám lögreglu milli ára segir einnig sína sögu. Málunum hefur farið fjölgandi. Þá hafa hótan- ir í garð lögreglumanna orðið gróf- ari. Þær beinast nú ekki einungis að lögreglumönnunum sjálfum heldur hafa einnig komið upp mál þar sem borgarar hafa hótað þeim að lífláta börn þeirra, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu. Gylfi Thorlacius hæstaréttarlög- maður sem farið hefur með fjöl- mörg mál fyrir lögreglumenn sem ráðist hefur verið á við skyldustörf segir að bótafjárhæðir geti numið frá nokkrum tugum þúsunda, þegar um minni háttar mál sé að ræða, og MÓTMÆLI VÖRUBÍLSTJÓRA Lögreglumaður slasaðist alvarlega þegar ráðist var á hann á Kirkjusandi í kjölfar mótmæla vörubíl- stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Aukið og grófara of- beldi gegn lögreglu Ofbeldi borgara gegn lögreglu er orðið tíðara og grófara en áður. Það er sam- dóma álit viðmælenda Fréttablaðsins. Hótanir ná jafnvel til barna lögreglu- manna. Hópur lögreglumanna hefur hlotið varanlegan skaða á síðari árum. „Það hefur mikil breyting átt sér stað í seinni tíð,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæð- inu. Hann hefur verið starfandi lögreglumaður í 34 ár. „Lögreglumenn fá mun harðari viðbrögð og meira andstreymi heldur en var hér áður. Þetta er slæmt hvað varðar ölvað fólk en verst þegar þeir eiga í hlut sem eru undir áhrifum fíkniefna. Þeir eru öllu illskeyttari en hinir ölvuðu.“ Geir Jón segir það oft sama fólkið sem sé ofbeldisfullt gagnvart lögreglu. Spurður hvort auka þurfi öryggis- búnað vegna þessarar þróunar segir Geir Jón að bent hafi verið á öflugt tæki, rafbyssur, sem lögregla víða um heim hafi talið að væri algjör bylting í samskiptum við ofbeldisfullt fólk, sem ráðist beinlínis gegn lögreglumönnum. Þetta sé til skoðunar hér. „Við viljum ekki vopnvæðast sem slíkir, en það er ljóst að þegar lögreglan er í lífshættu þarf hún að vera með búnað til að verja sig. Aðalatriðið er þó það að lögreglan er of fáliðuð og það skapar ákveðna hættu hvað varðar öryggi lögreglumanna.“ Lögregla of fáliðuð GEIR JÓN ÞÓRISSON „Í grunn- námi og á síðari stigum menntunar er lögreglumönn- um haldið við í þeirri tækni og kunnáttu að takast á við fólk. Valdbeit- ingartök er að stórum hluta aðferð við að verjast árás,“ segir Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, spurður hvort kennsla í skólanum taki að einhverju leyti mið af auknu og harðara ofbeldi gagnvart lögreglu. „Grundvallaráhersla er á að sýna meðalhóf, gæta sín og fara ekki fram með offorsi eða valdbeitingu þegar óþarfi er. En vissulega verð- um við vör við að þráðurinn í fólki er styttri nú en fyrir nokkrum árum og ofbeldi gegn lögreglu hefur tvímælalaust aukist. Megináherslan er á að menn verji sig, en séu ekki fyrirfram að beita óþarfa aðferð- um. Þetta þarf að vera hófstillt, því þetta snýst ekki um að slást við fólk, heldur takast á við það ef beita þarf valdi. Kennslan felur meðal annars í sér að geta tekist á við fólk á jákvæðan hátt, hjálpað og greitt götu þess. En vissu- lega þarf lögreglan stundum að bregðast við neikvæðum viðbrögð- um og jafnvel fyrirvaralausu og ástæðulausu ofbeldi af hálfu þeirra sem hún á samskipti við. Það er vandmeðfarið hlutskipti.“ Þráðurinn stuttur ARNAR GUÐMUNDSSON allt upp í átta til níu milljónir króna, skaðist lögreglumaður alvarlega. Nokkur dæmi séu um síðarnefndu bótaupphæðirnar. „Mjög stór hluti þessara mála gerast hér á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Gylfi. „Ég hef tilfinn- ingu fyrir því að borgararnir séu að sýna meiri hörku gegn lögreglu og bregðist verr við. Meira sé um alvarlegra líkamstjón sem leiði til þess að bætur séu greiddar.“ Gylfi segir að enn sé ekki búið að gera upp öll þau bótamál lögreglu- manna sem komu í kjölfar mótmæla vörubílstjóra við Rauðavatn og bús- áhaldabyltingarinnar svonefndu. „Ég hef gert kröfu um bætur fyrir ellefu lögreglumenn sem slös- uðust í búsáhaldabyltingunni og tvo sem slösuðust í átökum sem tengd- ust mótmælum vörubílstjóra. Þar af hafa fjórir verið metnir með varan- legan skaða, tveir vegna mótmæla við Alþingi og tveir í mótmælum vörubílstjóra. Tveimur málum er enn ólokið, sem tengjast mótmæl- unum við Alþingi.“ jss@frettabladid.is Bætur úr ríkissjóði Til lögreglumanna sem hlutu varan- legan skaða Ár fjöldi 2008 29 2009 38 Skýrslur um ofbeldi gegn lögreglu Ár Fjöldi 2006 55* 2007 77 2008 61 2009 73 *Einungis Reykjavík Ég hef tilfinningu fyrir því að borgararnir séu að sýna meiri hörku gegn lögreglu og bregðist verr við. GYLFI THORLACIUS HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Fylgdist þú með fundum stjórn- málaflokkanna um helgina? JÁ 31,2% NEI 68,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur HM í knattspyrnu staðið undir væntingum þínum? Segðu skoðun þína á visir.is ERLENT Stærsti gullpeningur í heimi hefur verið seldur á upp- boði í Austurríki á um hálfan milljarð króna. Peningur þessi er um 100 kíló og 53 sentímetrar í þvermál. Hann er metinn á 120 milljónir. Það var Oro Direct, málmvið- skiptafyrirtæki frá Spáni, sem tryggði sér peninginn á uppboð- inu. Fyrirtækið sem hélt uppboð- ið greindi frá því á vefsíðu sinni að hátt verð á gulli í heiminum sé ástæða þess að peningurinn fór fyrir svo háa upphæð. - ls Risa gullpeningur á uppboði: Dýrasti gull- peningur heims Á UPPBOÐINU Peningurinn vegur 100 kíló. STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Sam- fylkingarinnar, telur að íslenska flokkakerfið standi frammi fyrir fjórum grundvallarmálum sem varði hagsmuni þjóðarinnar umfram önnur. Hún vill að Samfylkingin taki forystu í þeim málum og öll skuli þau verða útkljáð í þjóðaratkvæða- greiðslum, þegar þar að kemur. Hér vísaði Jóhanna til inngöngu í Evrópusambandið, að festa auðlindir í stjórnarskrá sem sameign þjóðar- innar, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi og ný stjórnarskrá. Að sögn Jóhönnu þarf Samfylkingin að leiða þessi mál til lykta og um leið „breikka faðm- inn og bjóða fleiri velkomna í flokk- inn“. Þetta kom fram í ræðu formanns- ins á flokkstjórnarfundi Samfylk- ingarinnar, sem haldinn var um helgina. Jóhanna vill að Samfylk- ingin heiti því að það verði í for- gangi að festa auðlindirnar sem almannaeign í stjórnarskrána áður en næst verður gengið til kosninga, og að stýra umsóknarferlinu í ESB í farsæla höfn. „Heitum því að þjóð- in fái nýja stjórnarskrá á vakt okkar í stjórnarráðinu. Heitum því, góðir félagar, að þjóðin fái nýtt sann- gjarnt fiskveiðistjórnunarkerfi sem þjóni almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum á meðan við stýrum þessari þjóðarskútu,“ sagði Jóhanna í ræðu sinni og setti fram spurningar sem hún telur að glímt verði við á næstu árum. Hún telur spennandi og sögulega tíma fram undan. „Mun þjóðin vilja eitt kjör- dæmi? Mun þjóðin vilja þjóðkjörinn forsætisráðherra og afnám forseta- embættis? Mun þjóðin vilja stjórn- arskrárbundið bann við þátttöku í stríði?“ spurði Jóhanna. Flokksstjórnarfundurinn sam- þykkti einróma yfirlýsingu þar sem fullum stuðningi er lýst við Jóhönnu og aðra ráðherra Samfylkingarinn- ar. - shá Jóhanna Sigurðardóttir segir spennandi og sögulega tíma fram undan hjá þjóðinni: Stór mál verði sett í þjóðaratkvæði JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Sagði Sam- fylkinguna heita því að auðlindir verði festar sem almannaeign í stjórnarskrá. Bjargað úr Bresti Vegfarendur björguðu manni úr bíl sem hafði lent út í miðri ánni Bresti í Eldhrauni nálægt Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitin Kyndill frá Klaustri var á staðnum og lögregla einnig. Ökumaðurinn er heill á húfi. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.