Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2010 3híbýli og viðhald ● fréttablaðið ● Fjörugrjót í fallegum umbúðum gæti verið skondið heimilisskart. Kona sem kallar sig Margie heklar utan um steina og selur á netinu. Á vefsíðunni www.resurrecti- onfern.typepad.com er að finna myndir af fallegum steinum, klæddum í rómatískt hekl. Hannyrðakonan Margie, sem segist sjálflærð í listinni að hekla, tekur einnig myndir af steinunum sem hægt er að kaupa sem vegg- myndir og kort. Skemmtileg nálg- un á náttúruna sem fer vel inni í stofu. Vefverslunin etsy.com selur einnig veggmyndirnar af steinun- um meðal annars. - rat Sænsku arkitektarnir Gabri- ella Gustafson og Mattias Ståhlbom reka saman hönnun- arfyrirtækið TAF í Stokkhólmi. Í hönnun sinni leitast þau við að glæða hversdaginn ein- hverju óvenjulegu með litlum en áhrifamiklum breytingum á því hvernig hlutir líta út og hvernig þeir virka. Lampinn Woodlamp er þeirra mótspil við borðlampa sem venjulega birtist okkur í rennilegu stáli og flottum tæknilegum útfærslum. Með einföldum skrúfum, sem ekkert er gert til að fela, er hægt að stilla hæð og stöðu lampans og rafmagnssnúran er einnig sýnileg, þrædd gegnum viðinn. Við fyrstu sýn gæti Wood lamp litið út fyrir að hafa verið klambrað saman en í einfaldleika sínum stendur hann þó fyllilega sem úthugsuð og vel útfærð vara sem glæðir hversdag- inn einmitt einhverju óvenjulegu. Sama má segja um lampann Bottle þar sem hversdagslegur og óspennandi hlutur hefur feng- ið nýtt hlutverk, en lampinn lítur út eins og vatnsbrúsi. Brúsann má hengja upp í loft eða á vegg og leggja hann frá sér, þess vegna á gólfið og nota lampann jafnt utan- dyra sem innan. Gabriella og Mattias hafa vakið talsverða athygli í hönnunartíma- ritum og á sýningum fyrir óvenju- lega og hressilega nálgun arkitekta á vöruhönnun. Heimasíðan þeirra er www.taf- arkitektkontor.se. - rat Óvenjulegir lampar úr smiðju TAF Woodlamp gefur flóknum, rennilegum borðlömpum úr stáli langt nef í einfaldleika sínum. MYND/PÅL ALLAN Standlamp- inn Foto er ætlaður til heimilisins en hefur þó útlit stúdíóljósa. Hann fæst einnig sem loftljós og vegglampi. Arkitektarnir á bak við TAF Gabriella Gustafson og Mattias Ståhlbom hafa hlotið lof fyrir hressilega nálgun á vöruhönnun. Heklað utan um fallega steina. MYND/WWW.RESURRECTIONFERN.TYPEPAD.COM ● KÓKKASSA og aðra kassa úr hörðu plasti eða við má hæglega nota til að útbúa flottan garðbekk eins og þennan sem sést hér á myndinni. Út- færslan er ekki aðeins einkar umhverf- isvæn heldur líka mjög smart í alla staði. Kassar til dæmis í rauðum og gulum lit koma mjög sterkir inn. Fjörugrjót í nýju og óvæntu ljósi Vatnsbrúsi hefur fengið nýtt og spenn- andi hlutverk sem lampinn Bottle. Lampinn ber nafnið E27 og vísar þannig bæði nafnið og útlitið beint í hina upprunalegu ljósaperu Edisons.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.