Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag 28. júní 2010 — 149. tölublað — 10. árgangur MÁNUDAGUR skoðun 14 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Híbýli og viðhald Fasteignir.is GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI UNIDRAIN GÓLFNIÐURFÖLL Tilboðsverð Kr. 49.900,- Sumarið er yndislegt! www.isafold.is - Sími 595 0300 FASTEIGNIR.IS28. JÚNÍ 201026. TBL. Fasteignasalan Eignamiðlun er með 251,5 fer- metra einbýlishús við Kleifarveg til sölu.H úsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni en hann teiknaði einnig innréttingar sem eru upprunalegar.Komið er inn í anddyri, á vinstri hönd er gesta-snyrting og á hægri hönd er gengið inn í eldhúsið en beint áfram er hol sem opnast inn í stofu og borðstofu sem mynda L. Á gólfum er parket. Arinn er í stofu og þaðan er gengið út á suðursvalir. Úr borðstofu er einn- ig hægt að ganga inn í eldhúsið sem er með eldri sér- smíðum innréttingum og borðkrók, dúkur er á gólfi. Úr stofu er gengið upp í efri stofu með svölum út af, þaðan sem er glæsilegt útsýni yfir sundin blá. Innaf stofu er rúmgott og bjart vinnuherbergi og geymsla undir súð innaf því. Á svefnherbergisgangi eru fjög- ur svefnherbergi og baðherbergi með baðkari og flís- um á veggjum, dúkur er á gólfi. Skápar eru í svefn- herbergjum og á gangi. Á neðri hæð eru tvö herbergi, kyndiklefi og stórt þvottahús með útgangi út í garð. Bílskúr er innbyggður. Útsýni yfir sundin blá Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og innréttingar sem eru upprunalegar líka. Bæjarhrauni 10 - Hafnarfirði - Sími 520 7500 - www.hraunhamar.is FASTEIGNASALA / LEIGUMIÐLUN Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali Mjósund 13 – Hafnarfi rði.Glæsileg íbúð með húsgögnum. Aðeins milljón út – rest lánuð til 10 ára á hagstæðum kjörum. Glæsileg 110 fm efri og neðri hæð í þessu fallega tvíbýlishúsi sem staðsett er í miðbæ Hafnarfjarðar. Íbúðin er öll nýstandsett að innan, fallegar innréttingar, gamli furupanellinn á efri hæðinni og nýtt massift eikarparket á neðri hæð. Björt og falleg eign á frábæum stað.Greiðsludæmi.Verð 23.800.000.Útborgun kr. 500.000.Eftir sex mánuði kr.500.000.Lán frá Íbúðalánasjóði 19.140.000.Rest kr. 3.760.000. lánuð til 10 ára á hagstæðum kjörum Glæsileg ný húsgögn fylgja, og einnig ný uppþvottavél, ísskápur og þvottavél.Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi hjá Hraunhamri í 896-0058. Sjá myndir inná fasteignir.is og mbl.is. híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2010 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 GARÐSHLIÐIÐ getur verið gaman að hressa upp á og mála í einhverjum glaðlegum lit. Ef liturinn er of afgerandi til lengdar er ekkert mál að mála bara aftur í einhverjum hlutlausum lit. - Gefðu íslenska hönnun Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Sængurfatnaðurinn frá Lín Design er ofinn úr bómullardamask.Yfir 30 tegundir af íslenskum sængurfatnaði til brúðargjafa. Íslensk hönnun á góðu verði. Dúnmjúkar brúðargjafir SagaMedica 10 ára Stefnt að stórsókn á erlendum vettvangi. tímamót 18 LÖGREGLUMÁL „Við viljum ekki vopnvæðast sem slíkir, en það er ljóst að þegar lögreglan er í lífs- hættu þarf hún að vera með búnað til að verja sig,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höf- uðborgarsvæðinu, um aukið og grófara ofbeldi gegn lögreglu en tíðkaðist lengi. Líflátshótanir ná til barna lögregluþjóna. „Aðalatriðið er þó það að lög- reglan er of fáliðuð og það skapar ákveðna hættu hvað varðar öryggi lögreglumanna,“ segir Geir Jón og að mikil breyting hafi orðið í seinni tíð. Hann segir lögreglu- þjóna mæta harðari viðbrögðum en áður var, en slík tilfelli verði oft rakin til sama hópsins. Alvar- legustu tilfellin tengjast oftar en ekki fíkniefnaneyslu. Fjöldi bótamála staðfestir þessa tilfinningu Geirs Jóns og annarra álitsgjafa sem Fréttablaðið leitaði til. Árið 2008 hlutu 29 lögreglu- þjónar varanlegan skaða vegna ofbeldis sem þeir urðu fyrir við skyldustörf. Þeir voru 38 í fyrra. Til viðbótar við gróft ofbeldi hefur hótunum í garð lögreglu- þjóna fjölgað. Eins og Fréttablað- ið greindi frá fyrir skemmstu er gengið svo langt að hóta fjölskyldu lögregluþjóna, þar á meðal börn- um, lífláti. Spurður hvort eðlilegt sé að lögreglan beri vopn til að mæta ofbeldinu bendir Geir Jón á að til skoðunar sé að lögregla á Íslandi beri rafbyssur. Það hafi sýnt sig að slík tæki séu árangursrík og hafi jafnvel bylt samskiptum lögreglu við ofbeldisfullt fólk. Gylfi Thorlacius hæstaréttar- lögmaður hefur farið með mörg mál fyrir lögreglumenn sem ráð- ist hefur verið á við skyldustörf. Hann segir að ofbeldi gegn lög- reglu sé að stórum hluta bundið við höfuðborgarsvæðið. Hann segir að málum þar sem alvarlegt líkams- tjón hlýst af samskiptum lögreglu og borgara fari fjölgandi. - jss / sjá síðu 6 Lögregla of fáliðuð til að mæta ofbeldi Tugir lögreglumanna hafa hlotið varanlegan skaða eftir átök við skyldustörf. Yfirlögregluþjónn telur lögreglu of fáliðaða til að mæta grófara ofbeldi. VÍÐAST ÞURRT Í dag verða víðast austan 3-10 m/s en stífari við SA- ströndina. Skýjað og þurrt að mestu en bjart með köflum N-lands. Hiti 10-18 stig, hlýjast NV-lands. VEÐUR 4 12 12 13 14 9 18 MENNING Hildur Berglind Arn- dal og Alexander Briem fara með hlutverk Lindu og Orms í væntan- legri kvikmynd Gunnars Björns Guðmundssonar byggðri á Gaura- gangi eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hildur er Hafnfirðingur og hóf nýlega nám í leiklistardeild Lista- háskóla Íslands. Alexander Briem segir uppreisnarsegginn Orm Óðinsson líkjast sér að einhverju leyti. „Ég sá mig svolítið fyrir mér í Ormi þegar ég las bókina á sínum tíma,“ segir hann. „Þannig að það er svolítið skondið að vera að fara að leika hann núna, tíu árum síðar.“ - afb / sjá síðu 30 Leikarar valdir í Gauragang: Frumraunin á hvíta tjaldinu EFNILEG Hildur og Alexander verða Ormur og Linda í Gauragangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ásdís Rán í Playboy Ásdís Rán hyggst sitja fyrir nakin á síðum búlgörsku útgáfu Playboy. fólk 22 England á leið heim Þjóðverjar völtuðu yfir Englendinga á HM. íþróttir 26 SAMFÉLAGSMÁL Mikil og góð stemning ríkti meðal gesta í Frí- kirkjunni í gærkvöld þegar Sam- tökin 78 efndu til hátíðarhalda til að fagna nýjum hjúskaparlögum. Hátíðarhöldunum fylgdu tilheyr- andi tónlistaratriði, glaumur og gleði og var andrúmsloftið létt og afslappað. Meðal þeirra sem fram komu voru Páll Óskar, Hörður Torfason, Sigríður Beinteinsdóttir, Berg- þór Pálsson, Andrea Gylfadóttir og Fríkirkjukórinn. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og séra Brynd- ís Valbjarnardóttir þjónuðu fyrir altari. Sérstakur gestur hátíð- arinnar var Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráð- herra. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, voru meðal þeirra fyrstu sem nýttu sér breytta hjúskaparlöggjöf. Þær sóttu um að staðfestri samvist þeirra yrði breytt í hjónaband, sem tók gildi í gær. Nýtt stjórnarfrumvarp um breytingu á hjúskaparlögum var samþykkt á Alþingi á dögunum. Gerir breytingin það að verk- um að einungis ein hjúskaparlög í landinu gilda fyrir alla, óháð kynhneigð fólks. Lögin tóku gildi í gær, á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra, en 27. júní 1969 hófust Stonewall-uppþotin í New York, sem talin eru marka upphaf réttindabaráttu samkynhneigðra. - sv Ný hjúskaparlög tóku gildi í gær á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra: Sigri fagnað í regnbogamessu NÁTTÚRA Hlaup hófst í Skaftá aðfaranótt sunnudags úr austari katlinum í Vatnajökli. Hann er sá stærri af tveimur og má búast við að hlaupið nái tólf til fjórtán hundruð rúmmetrum á sekúndu í dag. Ekki er talin hætta á ferðum en Almannavarnir telja þó rétt að vara við brennisteinsmengun sem helst gætir nærri upptök- um hlaupsins. Ferðamenn eru því beðnir að fara að öllu með gát. Tveir katlar eru undir jöklin- um sem vegna jarðhita fyllast af vatni sem hleypur fram öðru hvoru niður Skaftá. Hlaup úr vestari katlinum var 20. júní. - shá Hlaupið nær hámarki í dag: Annað Skaftár- hlaupið á viku MESSA Hörður Torfason, Páll Óskar og Bergþór Pálsson voru meðal kirkjugesta. GENGIÐ TIL MESSU Þetta par gekk til messu í rigningarúðanum í gærkvöldi. „Þetta var stórkostlegt í alla staði og snerti mig mikið. Maður fann fyrir gleðinni og þakklætinu sem ríkti í kirkjunni,“ segir Hörður Torfason um hátíðina í Fríkirkjunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.