Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 4
4 28. júní 2010 MÁNUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 25.06.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 202,4086 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,79 128,39 190,31 191,23 156,92 157,8 21,078 21,202 19,597 19,713 16,396 16,492 1,4256 1,434 188,44 189,56 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 29° 29° 23° 33° 30° 22° 22° 22° 26° 25° 34° 34° 22° 29° 23° 21°Á MORGUN Hægviðri eða hafgola, dálítil væta V-til. MIÐVIKUDAGUR 3-10 m/s. 12 12 11 12 9 9 14 17 14 10 13 18 5 3 2 5 4 6 6 5 7 10 4 10 10 14 12 13 11 12 12 10 14 SVIPAÐ VEÐUR Það verður fremur hægur vindur á landinu í dag og víðast þurrt en á morgun eru horfur á hægviðri um allt land og vætu af og til um vestanvert landið. Svipað veð- ur á miðvikudag en útlit fyrir heldur vaxandi NA-átt syðra með rigningu á fi mmtudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Landsfundur Sjálfstæð- isflokksins samþykkti á laugardag stjórnmálaályktun þess efnis að umsókn um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu verði dregin til baka án tafar. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður flokks- ins með 62 prósentum atkvæða en Pétur Blöndal þingmaður gaf kost á sér gegn honum. Ólöf Nordal var kjörin nýr varaformaður flokksins með 70 prósentum atkvæða. „Það var mér mjög mikilvægt að fá endurnýjað umboð og ég er þakk- látur fyrir að njóta trausts,“ segir Bjarni Benediktsson. Í ræðu sinni við setningu lands- fundarins lagði Bjarni áherslu á að ef umsóknin að Evrópusambandinu yrði ekki dregin til baka ætti Sjálf- stæðisflokkurinn að taka fullan þátt í aðildarviðræðunum. Sú afstaða kom einnig fram í þeim drögum sem forysta flokksins lagði fyrir landsfundinn. Í þeirri ályktun sem landsfundurinn samþykkti var hins vegar ekki kveðið á um þetta. Bjarni Benediktsson taldi þetta ekki mikla breytingu. Hann sagðist ekki sjá mikinn mun á því að vera fyrir utan Evrópusambandið eða mjög mikið fyrir utan Evrópusam- bandið og bætti því við að það væri mikill misskilningur ef einhver héldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætl- aði sér að sitja með hendur í skauti á meðan viðræður ættu sér stað. Bjarni sagðist ekki óttast að Evr- ópusinnar innan raða flokksins muni yfirgefa hann í meiri mæli en áður. Það sem væri mikilvægast að taka með sér frá fundinum væri það að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sent skýr skilaboð til þjóðarinnar. Hann hefði horfst í augu við þau mál sem gera þurfti upp vegna hrunsins og markað skýra stefnu um það hvern- ig beri að taka á efnahagsmálum og atvinnumálum dagsins í dag. Benedikt Jóhannesson, formað- ur samtakanna Sjálfstæðir Evrópu- menn, sagði að skoðanabræðrum sínum fyndist þessi niðurstaða leið- inleg, sumir væru óánægðir, jafnvel reiðir. Hann sagðist mundu berjast áfram fyrir málstað samtakanna innan flokksins. Aðspurður sagðist hann ekki vera farinn að hugsa sér til hreyfings úr flokknum. Ólöf Nordal, nýkjörinn varafor- maður, var ánægð með niðurstöðu landsfundarins og taldi kjör nýrrar forystu og breytingarnar á stefnu flokksins í Evrópumálum mark- verðast af fundinum. Hún sagði niðurstöðuna í Evrópumálum ekki koma sér á óvart en lagði áherslu á það að meðan aðildarviðræðurn- ar væru í gangi væri það skylda Sjálfstæðisflokksins að sýna þessu samningsferli aðhald. magnusl@frettabladid.is Aðildarumsóknin að ESB verði dregin til baka Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill hætta við aðildarferlið. Mikil óánægja meðal Evrópusinna í flokkn- um. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður og Ólöf Nordal var kjörin nýr varaformaður. STJÓRNMÁL Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins samþykkti álykt- un þar sem skorað er á þá sem þegið hafa háa styrki frá félögum eða notið fyrirgreiðslu sem ekki hafi staðið almenningi til boða, að víkja úr sínum embættum. Tillagan var lögð fram af séra Halldóri Gunnarssyni en full- trúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu hafði áður samþykkt hana. Í ræðu sinni nefndi Halldór sérstaklega Gísla Martein Baldursson borgarfull- trúa og Guðlaug Þór Þórðarson þingmann og sagði að þeim bæri að segja af sér. Halldór uppskar lófaklapp að lokinni ræðu sinni. Ekki náðist í Gísla Martein og Guðlaug Þór í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - mþl Ályktun landsfundar: Styrkþegar víki GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON GÍSLI MARTEINN BALDURSSON KANADA,AP Þúsundir mótmælenda gengu um götur Toronto í Kanada í gær vegna fundar G20-ríkjanna þar í borg. Hópar börðust við óeirðalögreglu; kveikt var í bílum og rúður brotnar í verslunum og skrif- stofubyggingum. Samkvæmt fréttaskeytum í gær höfðu tæplega 500 manns verið handteknir í gær- kvöldi. Lögregla gerir ráð fyrir að átök við mótmæl- endur haldi áfram á meðan fundinum stendur. Engar fregnir hafa þó borist af því að mótmælendur eða lögreglumenn hafi slasast alvarlega til þessa. Undanfarna daga hefur fjöldi fólks gert tilraunir til þess að komast í gegnum varnargirðingar í kring- um fundarstaði. Margir hafa verið vopnaðir barefl- um en í fréttum er til þess tekið að lögregla í Kanada hafi höndlað málið vel, þrátt fyrir að handtökur og myndir frá borginni sýni að hart sé tekist á. - shá Óeirðalögregla og mótmælendur takast á í Toronto vegna G20-fundar: Hundruð manna handtekin TORONTO Í GÆR Gríðarleg öryggisgæsla er í borginni og 20 þúsund lögregluþjónar voru við störf í gær. NORDICPHOTOS/GETTY ■ Lögð er megináhersla á þrennt: Meiri atvinnu, lægri skatta og heilbrigðari stjórnmál. ■ Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar. ■ Hvatt er til þjóðarsáttar um lausn á bráðum skuldavanda heimilanna. Vænlegast er að allir flokkar og mik- ilvæg hagsmunasamtök snúi bökum saman í leit að lausnum. ■ Sérstaklega ber að endurskoða starf- semi og starfsumhverfi fjármálafyr- irtækja. Sagt er já við: ■ Kraftmiklu og fjölbreyttu atvinnulífi til að auka hagvöxt. Tillit verði tekið til umhverfismála við uppbyggingu atvinnulífs. ■ Fjölbreyttu einkaframtaki, meðal annars á sviði heilbrigðis- og mennta- mála en þar er nú þegar mikill áhugi sem ekki má kæfa. ■ Uppbyggingu stóriðju og orkufreks iðnaðar. ■ Að allra leiða verði leitað til þess að afnema gjaldeyrishöft hið fyrsta. Sagt er nei við: ■ Hærri sköttum til að brúa fjárlaga- hallann. Mikilvægara er að hafa skýra forgangsröðun í ríkisútgjöldum og ná víðtækri samvinnu um sparnaðarað- gerðir. ■ Fyrningarleiðinni sem mun rústa sjávarútveginum en við viljum að fiskveiðiréttur verði skilgreindur til langs tíma. ■ Óhóflegum styrkjum, þ.m.t. ríkisstyrkj- um, til stjórnmálaflokka og frambjóð- enda sem dæmi eru um síðastliðin ár. ■ Illa ígrunduðum niðurskurði í velferð- ar- og menntamálum. Helstu ályktanir landsfundarins NÝ FORYSTA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ólöf Nordal varaformaður að loknu kjöri flokksforystu á landsfundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MEXÍKÓ Níu létust og níu slösuð- ust í Mexíkó um helgina þegar grímuklæddir byssumenn skutu á meðferðarheimili í norðurhluta landsins. Ódæði af þessu tagi hófust í landinu árið 2008 en er þetta í þriðja skiptið sem árásir á með- ferðarheimili í landinu eiga sér stað. Mannskæðasta árás- in til þessa átti sér stað fyrir tíu dögum í Chihuaha-borg þegar 19 sjúklingar voru myrtir á hrotta- legan hátt. - sv Sjúklingar myrtir í Mexíkó: Skotið á með- ferðarheimili STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins. Bjarni fékk 61,9 prósent af 925 atkvæðum. Pétur Blöndal fékk 30,4 prósent. Þegar Bjarni var kjörinn for- maður í fyrra fékk hann 58,1 pró- sent af 1.705 atkvæðum. Ólöf Nordal var kjörin nýr varaformaður með 69,7 prósent af 893 atkvæðum. Auk Ólafar voru í framboði Lára Óskarsdótt- ir sem hlaut 17,4 prósent atkvæða og Steinunn Ruth Stefnisdóttir sem hlaut lítið fylgi. - mþl Forysta kjörin á landsfundi: Bjarni bætti litlu við sig

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.