Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 28. júní 2010 21 www.fronkex.is Alicia Keys lét fyrir skömmu blessa ófætt barn sitt að hefðbundn- um Zulu-sið og fengu Alicia og maður hennar, Swizz Beatz, ásamt ófæddu barni þeirra Zulu-nöfn undir fíkjutré, sem er talið gefa bæði góða heilsu og lukku. Athöfnin fór fram í S-Afríku, þar sem litla fjölskyldan var stödd vegna tónleika Keys á HM, en Alicia Keys fékk einnig sérstaka bless- un að Zulu-sið fyrir framlag sitt til hjálpar- stofnunar Bobbi Bear, sem berst fyrir því að hjálpa börnum sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Það er svo bara að vona að blessun Zulu- manna komi barni og fjölskyldu Keys vel í framtíðinni. Alicia Keys blessuð Nýlega var það tilkynnt að söng- konan Lady Gaga hefur sett heimsmet. Hún er nú fyrsti og eini lista- maðurinn í sögu tónlistarniður- hals sem á þrjú lög sem náð hafa því að vera halað niður fjórum milljón sinnum. Lögin sem um ræðir eru Poker Face, Just Dance og Bad Romance. Þetta er frábær árangur og má ætla að söngkonan furðulega sé einstaklega ánægð með þessar niðurstöður. Sérstaklega með það fyrir augum að hún telst frekar ný í bransanum. Heimsmet í niðurhali Eins og áður hefur komið fram komst upp um framhjáhald kylf- ingsins Tiger Woods með á annan tug kvenna á síðasta ári. Nú er svo komið að skilnaður hans og eigin- konu hans Elin Nordegren er á loka- stigi. Parið fyrrverandi náði sam- komulagi sín á milli um flest atriði í skilnaðinum. „Bæði Tiger og Elin eru mjög nálægt því að klára sam- komulagið og er þá undirskriftin ein eftir,“ segja heimildarmenn. Elin Nordegren, fyrrverandi kona Tigers, má gera ráð fyrir því að fá um 750 milljón dollara í sinn hlut en það eru um 96 milljarðar íslenskra króna. Þó þessi upphæð sé há er spurning hvort hún bæti fyrir sársaukann og niðurlæging- una sem kylfingurinn olli henni og fjölskyldunni. En þetta er þó senni- lega miklu meira en nóg til þess að byrja nýtt og betra líf. Konurnar sem Tiger átti ástar- ævintýri með áttu ýmislegt sam- eiginlegt. Ekki einungis héldu þær í vonina um að þær væru „hans eina“ heldur voru þær með svipað starfs- heiti. Hjákonurnar unnu ýmist á bar eða voru fyrrverandi og núver- andi klámmyndaleikkonur. Eftir að Rachel Uchitel, opinberaði samband sitt við kylfinginn, komu konurnar fram ein af annarri með sögur og sannanir um samböndin. Skilnaðurinn á lokastigi Jessica Alba stoppaði nýverið kínverska stúlku sem hafði áætl- að að fara í allsherjar lýtaaðgerð sem átti að gera stúlkuna líkari leikkonunni. Að öllum líkindum er þetta ekki daglegt brauð hjá Alba, en hin 21 árs gamla Xiaoqing vildi ólm gangast undir lýtaaðgerðina, allt til þess hún gæti unnið ástir fyrrverandi kærasta síns á ný – en uppáhalds leikkona hins fyrr- verandi er einmitt Jessica Alba. Inngrip Alba virðist hafa virkað, en hin unga Xiaoging mun ekki gangast undir aðgerðina, þrátt fyrir að lýta- læknar hafi boðið henni aðgerðina fría. Tvær Ölbur? SÆL OG BLESSUÐ Zulu-blessunin kemur sér von- andi vel fyrir bæði Aliciu og ófætt barn hennar. Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Skilnaðurinn er nú að ganga í gegn og ætti Elin að ná að byrja nýtt og betra líf von bráðar. SLÆR HEIMSMET GAGA á nú þrjú lög sem hefur verið halað niður fjórum milljón sinnum. Sumir hefðu líklega ekkert á móti því að vita af tveimur ölbum, enda leikkonan gullfalleg.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.