Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.06.2010, Blaðsíða 18
 28. júní 2010 MÁNUDAGUR2 „Við erum nýbúnar að koma okkur fyrir hér í Hugmyndahúsi háskól- anna og hér er hvetjandi andrúms- loft og mikill kraftur,“ segir Þór- unn Hannesdóttir, vöruhönnuður og ein þriggja stofnenda hönnun- arfyrirtækisins Færisins en það var sett á fót nú í byrjun árs. Að fyrirtækinu standa auk Þórunnar, Karin Eriksson vöruhönnuður en þær stunduðu báðar nám við Cent- ral St. Martins í London. Í byrjun árs fengu þær svo liðstyrk Her- borgar Hörpu Ingvarsdóttur arki- tekts. Stefna Færisins er að veita ferskum blæ inn í íslenskan hönn- unarheim og vinnur fyrirtækið meðal annars að rannsóknum, markaðssetningu, hugmyndaþró- un, prótótýpugerð og umboðs- vinnu. „Ég veit ekki um mörg íslensk fyrirtæki sem vinna eins og Færið en við sjáum fyrir okkur að láta framleiða vörur eftir aðra hönnuði undir vörumerkinu Færið. Það er lítið um atvinnu fyrir vöruhönnuði á Íslandi en mikil gróska í hönn- uðum sjálfum. Það sem stendur hönnuðum helst fyrir þrifum er að fá vörurnar framleiddar.“ Þór- unn segir að svo virðist sem mikið af vélum til framleiðslu hafi verið seldar úr landi í góðærinu þar sem hagstæðara var þá að láta fram- leiða hluti erlendis. Nú sé hinsveg- ar lag og hvetja þurfi íslensk fram- leiðslufyrirtæki áfram. „Okkur er mikið í mun að vörur Færisins séu framleiddar á Íslandi.“ Þrátt fyrir stutta starfsæfi hefur Færið sent frá sér nokkrar vörur sem seldar eru víða um land, meðal annars í Epal og Kraum og Hrím og Sirku á Akureyri. Innblástur- inn sækja þær í norrænar hefðir þar sem fara saman gömul gildi og ný sem henta nútíma lífsstíl. Færið hefur enn fremur fengið umfjöll- un í erlendum hönnunartímaritum og skrifaði breska tímaritið ICON meðal annars um Færið sem nýja og upprennandi hönnuði. Heimasíða Færisins er www. faerid.com heida@frettabladid.is Gróska hjá hönnuðum Að hönnunarfyrirtækinu Færinu standa tveir vöruhönnuðir og arkitekt. Færið hefur það að markmiði að veita ferskum andblæ inn í íslenskan hönnunarheim og skapa íslenskum hönnuðum atvinnu. Master skóklemman spratt upp úr ævin- týrinu um Stígvélaða köttinn. MYND/FÆRID Nestisboxið Askur er handunninn úr íslenskum viði. MYND/FÆRID Epikk-hillurnar bjóða upp á fjölda möguleika á uppröðun en þær er einnig hægt að nota með gömlu Hansahillunum. Epikk-hillurnar eru selda í Hrím á Akureyri. MYND/FÆRID Herborg Harpa Ingvarsdóttir arkitekt og Þórunn Hannesdóttir vöruhönnuður reka hönnunarfyrirtæki Færið ásamt Karin Eriksson vöruhönnuði í London. Sjá má glasamotturnar Eyjabakka á vinnuborðinu skornar úr leðri og korki. FRÉTABLAÐIÐ/VILHELM HNÍFAPÖR í sumarbústaðnum þurfa ekkert endilega að vera öll í stíl. Í staðinn fyrir að kaupa ný getur verið skemmti- legt að nota bara afganga héðan og þaðan og blanda saman. Flottir sumarskór úr leðri, mjúkir og þægilegir. Teg: 3345 Stærðir: 36 - 40 Verð: 14.785.- Teg: 37205 Stærðir: 36 - 40 Verð: 16.885.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18 Lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Taktur - Fyrir 16-25 ára. atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. kl.9 -13 Spænskuhópur - Spjöllum saman á spænsku um pólitík og lífið. kl.11-12 Einföld súpa - Lærðu að gera einfalda súpu og smakkaðu í lokin kl. 11:30 -13 Skapaðu þér góða framtíð! - Hópastarf fyrir 16-25 ára. Styrktu sjálfsmyndina og lærðu tilfinningastjórnun. Annar hluti af sex. Lokað! kl. 13 -15 Samskipti í lit - Litir nýttir til að auka skilning okkar hvert á öðru. kl. 13 -14 Jóga - Léttar æfingar og teygjur. Komdu og prófaðu. kl. 15 -16 Ráðgjöf fyrir innflytjendur kl. 14 -16 Briddsklúbbur kl. 14 -16 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Ókeypis fyrir alla Mánudagur 28. júní Gleðin - Orsök og afleiðingar - Gleðin ætti að vera stór þáttur í lífi okkar, en það er hún ekki alltaf. Veltum gleðinni fyrir okkur. kl.13 -14 Prjónahópur - Heklaðu og prjónaðu með okkur. kl. 13 -15 Ömmur og afar - Hvaða hlutverki gegna amma og afi í lífi okkar? Umsjón: Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur. kl.14:30 -15:30 Þriðjudagur 29. júní Miðvikudagur 30. júní Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu Fimmtudagur 1. júlí Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Art of living - Slökun. kl. 15 -16 LOKAÐ! Rauðakrosshúsið verður lokað alla föstudaga í júlí Heilsuhópur Takts - Fyrir 16-25 ára. Útileikfimi í Nauthólsvík. Mæting kl. 9 í Rauðakrosshúsinu. Leikfimin hefst kl. 9:30. Föstudagur 2. júlí - Lokað Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi - Gengið um höfuðborgarsvæðið þrisvar í viku (mán. kl. 13, mið. og fös. kl.10) og margvíslegir staðir skoðaðir. Upplýsingar um upphafsstaði hverju sinni á raudakrosshusid@gmail.com. Heilsuhópur Takts - Fyrir 16-25 ára. Gengið á Helgafell. Mæting kl. 10 í Rauðakrosshúsinu. Gangan hefst kl. 10:30. Hvernig stöndumst við álag? - Fjallað um áhrif hugsana á líðan okkar og leiðir til að takast á við álag. kl.13 -14 Taktur - Fyrir 16-25 ára. atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. kl.9 -12 Ítölsk matargerð -Lærðu að gera ljúffenga rétti og fáðu góð ráð með smakkinu. kl.13 -14 Heilsa og hreyfing - Lærðu að gera holla máltíð eða kvöldbita úr ávöxtum og grænmeti. kl.14 -15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.