Fréttablaðið - 02.07.2010, Side 10

Fréttablaðið - 02.07.2010, Side 10
 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiangans, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar Siemens ryksugur á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! HJÁLPARSTARF Mæðrastyrksnefnd mun hjálpa skjólstæðingum sem eru í sárustu neyð, þótt hefðbund- in sumarlokun standi nú yfir hjá nefndinni, svo fremi sem það er mögulegt. Þetta segir Ragnhild- ur Guðmundsdóttir formaður hennar. Sumarlokanir eru hafnar hjá hjálparstofnunum og eru þær settar á sama tíma. Mæðrastyrks- nefnd og Fjölskylduhjálp Íslands úthluta næst 18. ágúst. Spurð hvort ekki hefði komið til greina að forráðamenn stofnan- anna hefðu með sér samráð um að dreifa lokununum, þannig að fólk í brýnni þörf gæti leitað eitthvert til að fá aðstoð segir Ragnhild- ur að þótt nefndin hafi haft sam- starf við Hjálparstarf kirkjunn- ar og Rauða krossinn fyrir jólin, hafi ekki verið haft samstarf um lokanir. „Hjá okkur vinna allir í sjálfboðavinnu. Málin hafa æxlast þannig að það eru margar konur sem ætla að fara í frí hjá okkur og þá skellur það allt á sama tíma eins og venjulega.“ Ragnhildur bætir við að þeir sem fara ekki í frí noti þann tíma þegar lokað er til þess að þrífa, mála og ganga frá ýmsu sem koma þurfi í lag innanhúss. „Svo erum við svolítið að hugsa um okkur sjálfar. Við þurfum að efla okkur og styrkja fyrir veturinn til að geta tekið á móti þeim verkefn- um sem við vitum að bíða okkar í vetur.“ Ragnhildur segir sjálfboða- liða nefndarinnar vera farna að þekkja skjólstæðinga sína og viti hvar þörfin sé brýnust. Geti þeir greitt götu þeirra sem í allra mest- um erfiðleikum eigi þá verði það gert. „Ef hjálparstofnanirnar myndu loka sitt í hvoru lagi yrði alveg gríðarlegt álag. Ég sé ekki fyrir mér hvernig við ættum að geta sinnt því með hefðbundnum úthlut- unum,“ segir Ásgerður Jóna Flosa- dóttir framkvæmdastýra Fjöl- skylduhjálparinnar. Hún segir enn fremur að Fjölskylduhjálpin þurfi einnig að huga að fjármögn- un fyrir haustið og jólin, þegar álagið verði fyrirsjáanlega mjög mikið. Það sé þó engin spurning í sínum huga að fengi stofnunin fjárstyrk, til að mynda frá Reykja- víkurborg, þá yrði reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þótt sumarlokun standi yfir. „Við reynum að gera sem mest úr því fjármagni sem við höfum úr að spila,“ segir hún og nefn- ir að í vor hafi sjálfboðaliðarn- ir sett niður kartöflur í 1.000 fer- metra svæði sem leigt hafi verið í Skammadal. Uppskerunni verði svo úthlutað með haustinu. jss@frettabladid.is KARTÖFLUGARÐAR Í SKAMMADAL Sjálfboðaliðar Fjölskylduhjálpar Íslands við 1.000 fermetra kartöflugarða í Skammadal. Skjólstæðingar stofnunarinnar fá að njóta uppskerunnar í haust. FRETTABLADID/VILHELM Sinnir sárustu neyð í sumarlokuninni Sumarlokanir standa nú yfir hjá hjálparstofnunum. Mæðrastyrksnefnd mun þrátt fyrir það reyna að rétta þeim hjálparhönd sem eru í sárustu neyð. Fjöl- skylduhjálp Íslands setur niður kartöflur til að gera sem mest úr peningunum. FANGELSISMÁL Bygging nýs gæslu- varðhalds- og skammtímavistun- arfangelsis verður boðin út fyrir lok september næstkomandi. Þá hefur dómsmála- og mannrétt- indaráðherra skipað nefnd sem ætlað er að gera tillögur að lang- tímaáætlun á sviði fullnustumála, að því er fram kemur í frétt frá dómsmálaráðuneyti. Í hinu nýja fangelsi er gert ráð fyrir fimmtíu fangelsisrýmum með deild fyrir kvenfanga. Undir- búningur þessarar framkvæmd- ar hefur staðið yfir í langan tíma en á fundi ríkisstjórnarinnar hinn 30. mars síðastliðinn var samþykkt tillaga Rögnu Árna- dóttur dómsmála- og mannrétt- indaráðherra um að hefja þessa framkvæmd í haust. Ríkiskaup munu sjá um útboðið fyrir hönd ríkissjóðs en miðað er við að bjóðendur byggi húsið og leigi ríkinu. Vinnu við forathug- un hinnar nýju fangelsisbygging- ar er að mestu lokið. Nú er hafin vinna við gerð frumáætlunar og uppdráttar að fangelsinu en því er meðal annars ætlað að koma í stað Hegningarhússins á Skóla- vörðustíg og fangelsisins í Kópa- vogi. Staðsetning fangelsisins hefur ekki verið ákveðin. -jss RAGNA ÁRNADÓTTIR Alþingi samþykkti tillögu hennar um útboðið í haust. Alþingi hefur samþykkt tilllögu dóms- og mannréttindaráðherra: Nýtt fangelsi boðið út í haust

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.