Fréttablaðið - 02.07.2010, Page 16
16 2. júlí 2010 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Besta ekki alltaf nóg
Katrín Helga Hallgrímsdóttir sjálf-
stæðiskona var ánægð með flokkinn
sinn eftir samþykkt jafnréttisstefnu
á landsfundi. „Að því er ég best
veit erum við fyrsti flokkurinn,
sennilega á Íslandi og ef ekki þá
fyrsti hægri flokkurinn á Norð-
urlöndunum til þess að setja
sér jafnréttisstefnu.“ Nú hefur
jafnréttisstefna verið hluti af
stefnumálum flestra, ef ekki
allra, stjórnmálaflokka hér á
landi annarra en Sjálfstæðis-
flokksins um nokkra hríð, að
því að best er vitað. En það
besta er ekki alltaf nóg.
Sjálfbærar veiðar á hvölum
Nú eru hvalveiðar hafnar á ný og
margur hefur stigið fram fyrir skjöldu
og lýst yfir ánægju sinni. Það er líka
alveg sjálfsagt að nýta hvalastofninn
eins og aðra stofna, séu menn
þeirrar skoðunar að menn
hafi rétt til að drepa dýr
sér til matar.
Sjálfbærar veiðar á lóum
Þeir hinir sömu og hafna öllum
tilfinningarökum gagnvart hval-
veiðum verða hins vegar að vera
samkvæmir sjálfum sér. Það
er ekki hægt að hlæja að
umhverfisverndarsinnum
sem telja að það eigi ekki
að drepa hvali vegna þess
að þeir séu svo göfugar og
gáfaðar skepnur og segja á
sama tíma að ekki megi veiða
lóuna vegna fegurðar hennar
og kvæðis Jónasar. Því hlýtur að
líða að því að stjórnin heimili lóu-
veiðar, enda lóan herramannsmatur.
kolbeinn@frettabladid.is
HALLDÓR
Dómsmál
Jón Þór
Ólafsson
stjórnmála-
fræðingur
Meðan HM er í hámarki er stórleikur á Íslandi. Það færðist fjör í leikinn á dög-
unum þegar Hæstiréttur gaf gengistrygg-
ingu lána rauða spjaldið. En hvaða leikmenn
eru í keppnisliðunum og hver er staðan í
leiknum?
Staðan er þannig að meðan réttaróvissa
ríkir um hverjir vextir lánanna skulu vera
segja 36. grein laga nr. 7/1936 og neytenda-
verndartilskipun ESB að neytandinn skuli
njóta vafans. Í þessu tilfelli eru neytendurnir
í liði lántakenda.Lið fjármálafyrirtækja eiga
að hámarka arð fjárfesta sinna. Þau klúðr-
uðu sókn með ólöglegum lánum og reyna nú
að bjarga því sem bjargað verður fyrir sig og
sína liðseigendur. Fyrrum liðsmaður þeirra,
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, keppist
nú við að sannfæra almenning um að það sé
almannahagur að verja fjárfesta í leiknum.
Lið Seðlabanka og Fjármálaeftirlits eiga að
standa vörð um stöðugleika fjármálakerfis-
ins. Þeir hafa líka stillt sér í vörn fjárfesta
og segja það almannahagsmuni að allir geri
hið sama. Vörnin er samt veik því allur efna-
hagsleikvöllurinn hvílir umfram allt á rétt-
aröryggi. Þegar það tapast þá tapast stöðug-
leiki fjármálakerfisins einnig.
Ragna Árnadóttir ber sem dómsmálaráð-
herra ábyrgð á að lögum sé framfylgt og að
standa vörð um réttaröryggi landsmanna.
Við umbjóðendur hennar höfum veitt henni
vald til þessa. Til að verja réttaröryggi lands-
ins þarf leikáætlun Rögnu að minnsta kosti
að innihalda þrjár eftirfarandi leikfléttur.
1. Þegar Seðlabankinn og FME mæla með
því að fjármálafyrirtæki rukki vexti sem
réttaróvissa er um og brjóti því lög um að
neytandinn skuli njóta vafans, þá á ráðherra
að gefa út yfirlýsingu um að slíkt verði ekki
liðið.
2. Ef lánafyrirtækin senda út innheimtu-
seðla með vöxtum sem réttaróvissa er um
er það ekki neytandans að fara í mál. Það er
ráðherra að framfylgja lögum um að neyt-
andinn skuli njóta vafans og benda fjármála-
fyrirtækjum á að þau geti sótt rétt sinn fyrir
dómstólum. En ef þau haldi vaxtakröfunni til
streitu verði þau ákærð.
3. Ef sýslumenn, og aðrir starfsmenn
dómsmálaráðherra, ætla að ganga erinda
fjármálafyrirtækja við að ganga að eigum
lántakenda án þess að sækja málið fyrir
dómstólum, skal ráðherra samstundis stöðva
þá og ávíta.
Boltinn er hjá Rögnu. Sjáum hvort hún og
hennar liðsmenn standa vörð um réttarör-
yggi landsmanna eða hvort hún stendur á
hliðarlínunni meðan hennar sýslumenn og
lögregla hjálpa fjármálafyrirtækjunum að
rúlla upp réttaröryggi landsins.
Leikjafræði lánanna
F
lokksstjórn Samfylkingarinnar ályktaði á fundi sínum
um síðustu helgi að ráðherrar flokksins ættu að segja
sig tímabundið frá þingmennsku og gera það sem fyrst.
„Með því sýna ráðherrar Samfylkingarinnar í verki
þann ásetning flokksins að styrkja beri stöðu Alþing-
is og skerpa á aðskilnaði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu,“
sagði í ályktun flokksstjórnarinnar.
Þetta er í grunninn góð tillaga, en sennilega hafa flokksstjórn-
armenn ekki hugsað útfærsluna alveg til enda. Eins og kom fram
í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær, fylgir því bæði umstang og
kostnaður að ráðherrar hverfi
af þingi og teknir séu inn vara-
menn í staðinn. Alþingi þyrfti
til dæmis að leigja skrifstofu-
húsnæði fyrir þá, sem þannig
settust á þing og fjölga sætum
í pínulitlum þingsal.
Þá gera stjórnarskrá og lög
ekki ráð fyrir að ráðherrar geti
sagt af sér þingmennsku tíma-
bundið og snúið aftur á þing ef flokkur þeirra hættir til dæmis
stjórnarþátttöku. Aukinheldur væri eitthvað sérkennilegt að ráð-
herrar annars stjórnarflokksins segðu af sér þingmennsku, en
hins ekki.
Hins vegar er full ástæða til að huga að því við almennar
stjórnkerfisbreytingar í framtíðinni að skerpa á aðskilnaði lög-
gjafar- og framkvæmdarvalds með því að ráðherrar gegni ekki
jafnframt þingmennsku.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur
oftsinnis, allt frá árinu 1995, lagt fram á Alþingi frumvarp um
slíkan aðskilnað, að norskri og sænskri fyrirmynd. Rök hennar
hafa meðal annars verið þau að vegna þess að ráðherrar sitja ekki
í þingnefndum, væri um sjötti hluti þingheims óvirkur í nefnda-
starfinu. Þá myndi það efla aðhald Alþingis með framkvæmdar-
valdinu að ráðherrar væru ekki jafnframt þingmenn.
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, nefnir
önnur rök í Fréttablaðinu í gær. Þegar litlir flokkar eiga sæti í
ríkisstjórn getur komið upp sú staða að hálfur þingflokkurinn
sitji í ráðherraembættum og ríkisstjórnin hefur þegar af þeirri
ástæðu yfirhöndina í þingflokknum. „Það er eðlilegra að ráðherr-
ar þurfi að rökstyðja sín mál fyrir þingflokknum og vinna þeim
fylgi,“ segir Árni Páll.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær myndi það kosta um
190 milljónir króna ef ráðherrar hættu á þingi og teknir yrðu inn
varamenn í staðinn. Jafnframt væri sætaskipan í þingsalnum í
nokkru uppnámi, því að ráðherrar þyrftu eftir sem áður að eiga
sæti á Alþingi embættis síns vegna. Framhjá þessum vanda er þó
auðvelt að komast með því að fækka þingmönnum um leið og sú
regla yrði sett að ráðherrar gegndu ekki jafnframt þingmennsku.
Þá þyrfti nýtt fyrirkomulag ekki að verða dýrara.
Þessi hugmynd hlýtur að koma til umræðu á stjórnlagaþing-
inu, sem haldið verður á næsta ári samkvæmt nýsettum lögum
frá Alþingi.
Eiga ráðherrar að hætta á þingi um
leið og þeir setjast í ráðherrastól?
Betri aðskilnaður
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Nýjar
Kiljur!
SkeifunNi 11
104 Reykjavík
S. 533 1010
Taktu með þér góða bók í fríið
1990 kr