Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2010, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.07.2010, Qupperneq 24
4 föstudagur 2. júlí Sálarsveitin Moses Hightower kemur fram á Funk í Reykjavík um helgina og á mánudag- inn kemur fyrsta plata sveitarinnar, Búum til börn, í verslanir. Andri Ólafsson og Steingrímur Karl Teague eru menn- irnir á bak við rödd sveitarinnar. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason S álarfull tónlist mun lita þessa helgi hjá strákunum í hljóm- s v e i t i n n i M o s e s Hightower. Auk þess að spila sjálfir annað kvöld á tón- listarhátíðinni Funk í Reykjavík, sem nú er í fullum gangi, koma liðsmenn sveitarinnar þar fram með mismunandi sveitum. Það er í þeirra anda að leggja öðrum hljómsveitum lið, enda fylgja þeim sjálfum iðulega tvær söngkonur og tveir blásarar, þegar þeir koma fram. Sveitina skipa að staðaldri þeir Andri Ólafsson, sem syngur og spilar á bassa, gítarleikarinn Dan- íel Friðrik Böðvarsson, Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og Steingrímur Karl Teague, sem syng- ur og spilar á hljómborð. „Við erum náttúrlega með alveg ógurlegt þrí- eyki af söngkonum með okkur,“ segir Steini, og er þar ekkert að ýkja. Söngkonurnar sem syngja bakraddir með Moses Hightower eru þær Bryndís Jakobsdóttir, Sig- ríður Thorlacius og Ragnheiður Gröndal. „Þetta er svolítið eins og að fá Mike Tyson, Muhammad Ali og Sugar Ray Robinson til að sjá um handklæðin á áhugamanna- boxmóti,“ heldur hann áfram. Á TVEIMUR OG FJÓRUM Þótt þeir séu hógværðin uppmáluð hafa liðsmenn Moses Hightower lifað og hrærst í tónlist undan- farin ár og unnið með mörgum af fremstu tónlistarmönnum lands- ins. Þeir segja mikla stemningu fyrir sálartónlist á Íslandi í dag. Steini: „Það er eiginlega algjört rugl hvað er mikill sviti í gangi, miðað við Ísland.“ Andri: „Það er nefnilega fullt af fólki hérna sem kann að klappa á tveimur og fjórum. Funk í Reykja- vík er heiðarleg tilraun til að ná því öllu saman á einn stað á sama tíma.“ En hvernig skilgreina þeir sjálf- ir sína tónlist? Steini: Bláeyg sálartónlist finnst mér alltaf að ég eigi að segja. Í sögulegu samhengi er þetta kannski r&b. Eins og Marvin Gaye er r&b.“ LIÐSMENN MOSES HIGH- TOWER FEIKA ÞAÐ EKKI Fullt nafn og gælunafn: Andri Ólafsson. Auglýsi eftir gælunafni. Aldur: 24. Hverfið þitt: 861 Njáluslóðir, 105 Teigarnir og svo 1079EX Amsterdam. Hjúskaparstaða: Pappírsbrúðkaup fram undan. Frægasti ættingi þinn: Þessa dagana Auðun Helga- son vitorðsmaður Þorsteins J. Helsti áhrifavaldur: Dale Cooper. Hljóðfærin í lífi þínu: Í tímaröð: Klarinett, píanó, kassa- gítar, kontrabassi, rafmagnsbassi. Í fyrra lífi varstu: Gamli sorrí Gráni. Steini og Andri Söngvarar og textahöfundar sálarsveitarinnar Moses Hightower eru sammála um að það sé miklu erfiðara að semja texta en lög. Það sé miklu auðveldara að verða asnalegur í mæltu máli en í tónum. Andri: „Við erum ekki að tala um Destiny‘s Child. Rhythm and blues er náttúrlega upprunalega skilgreiningin, en nútíma r&b er komið svolítið langt frá því. Þetta byrjaði sem eitthvert grúv hjá okkur og svo ákváðum við að fara poppveginn. Þetta er það sem kemur út.“ BÚUM TIL BÖRN Fyrsta plata Moses Hightower, Búum til börn, er að koma út á mánudaginn og í tilefni af því verða haldnir útgáfutónleikar á fimmtudaginn í Iðnó, sem hefjast klukkan níu. Þangað geta lesend- ur mætt, fengið nýja diskinn á af- sláttarkjörum og skilgreint tón- listina sjálfir að vild. En eru þeir annars mikið í því sjálfir, að búa til börn? Andri: „Þessa spurningu fæ ég mjög oft!“ Steini: „Andri gifti sig síðasta sumar svo það er eðlilegt að hann fái þessa spurningu.“ Andri: „Nei, við erum ekki alveg komnir í þá deild enn þá. En titil- lag plötunnar kom reyndar fyrst í útvarpinu níu mánuðum áður en upptökumaðurinn lagsins eign- aðist barn, hann Birgir Örn Árna- son.“ Steini: „En við sjálfir ætlum að byrja á þessu barni, sem við erum að gefa út núna. Ætlum að koma því á legg og sjá svo til …“ FEIKA ÞAÐ EKKI Plötuna tóku þeir að mestu leyti upp í gömlu íbúðarhúsi á bænum Reykjum á Skeiðum síðastlið- ið sumar og nutu aðstoðar upp- tökumannsins Magnúsar Øder úr Benny Crespo‘s Gang. Sá á aragrúa af hljóðfærum og upptökugræjum sem voru tekin með í förina. Andri: „Við fórum með tvo smekkfulla bíla af hljóðfærum og upptökugræjum og busluðum í analog-retro-hljóðheiminum hans Magnúsar. Hann á allt þetta gamla stöff. Það var mjög gaman að leika sér í því.“ Þeir bættu svo við plötuna um síðustu jól og ráku smiðshöggið í febrúar þegar Steini heimsótti ✽ b ak v ið tj öl di n

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.